Fréttir

Kofabyggð risin á Siglufirði

Fjallabyggð bauð börnum í bænum upp á smíðavelli undir leiðsögn vinnuskóla Fjallabyggðar frá 15. júlí – 1. ágúst á Siglufirði og í Ólafsfirði. Því miður varð engin þátttaka í Ólafsfirði. Smíðavöllurinn á Siglufirði var opinn þrisvar í viku, mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 10:00-12:00 nema síðustu vikuna þá var völlurinn opinn í fjóra daga frá mánudegi - fimmtudags. Í dag síðasta daginn var efnt til grillveislu. Myndarleg byggð hefur risið á Siglufirði og nutu krakkarnir sín vel við verkið. Skemmtilegt þema skapaðist en byggðin samanstóð af kirkju, bakaríi, kaffihúsi o.fl. Gekk krökkunum verkefnið vel eins og sjá má á myndunum.
Lesa meira

Tónlistarhátíðin Berjadagar hefst í Ólafsfirði í dag

Tónlistarhátíðin Berjadagar hefjast í dag með tveimur viðburðum. Fyrri upphafstónleikarnir verða í Ólafsfjarðarkirkju kl. 20:00, þar sem Spilmenn Ríkínís spila. Síðari upphafstónleikarnir verða í Menningarhúsinu Tjarnarborg kl. 22:00 í kvöld, þar sem Brasilísk hljómsveit spilar.
Lesa meira

Nýtt Síldarævintýri - dagskrá

Nýtt Síldarævintýri á Siglufirði lýtur dagsins ljós dagana 1.-4. ágúst 2019
Lesa meira

Sýning Magnúsar Helgasonar í Kompunni Alþýðuhúsinu á Siglufirði

Föstudaginn 2. ágúst kl. 17.00 opnar Magnús Helgason sýningu í Kompunni Alþýðuhúsinu á Siglufirði sem ber yfirskriftina Kaliforníurúllur Magnúsar. Sýningin stendur til 18. ágúst og er opin daglega kl. 14.00 til 17.00.
Lesa meira

Saga Sapphire leggst að bryggju á Siglufirði

Í dag lagðist skemmtiferðaskipið Saga Sapphire að bryggju á Siglufirði. Um er að ræða stærsta skip sem lagst hefur að bryggju á Siglufirði. Saga Sapphire er 200 m. langt en þess má geta að bryggjukanturinn sem skipið liggur við er 155 m. langur. Saga Sapphire er rúmlega 37000 brúttótonn, farþegar eru um 600 og yfir 400 eru í áhöfn skipsins. Farþegar skipsins njóta allskonar afþreyingar í dag bæði innan bæjar og utan. Saga Sapphire mun láta úr höfn kl. 20:00 í kvöld.
Lesa meira

Sýning i Herhúsinu - SNJÓ- OG LITAFLÓÐ

Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt sýnir teikningar og vatnslitaverk í Herhúsinu, vinnustofu listamanna Norðurgötu 7b Siglufirði 1. - 12 ágúst kl. 14-17
Lesa meira

Vel heppnaðir Trilludagar á Siglufirði 2019

Trilludagar voru haldnir á Siglufirði í fjórða sinn síðastliðinn laugardag og þóttu þeir takast einstaklega vel og var góð stemning á bryggjunni allan daginn og veðrið lék við hátíðargesti.
Lesa meira

Alþýðuhúsið á Siglufirði, Tónleikar; Systkinin Mikael Máni og Lilja María Ásmundsbörn

Þriðjudaginn 30. júlí kl. 21.00 verða systkinin Mikael Máni og Lilja María Ásmundsbörn með tónleika í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Húsið opnar kl. 20.45 og er tekið við frjálsum framlögum við innganginn.
Lesa meira

Litla hafmeyjan - Leikhópurinn Lotta á Trilludögum

Það er komið að því. Þrettánda sumarið í röð leggur Leikhópurinn Lotta land undir fót og ferðast með glænýja fjölskyldusýningu um landið þvert og endilangt. Í sumar er það Litla hafmeyjan sem syndir um landið og gleður landsmenn á öllum aldri með ævintýrum sínum.
Lesa meira

Góð gjöf til leikskóla á Íslandi

Í dag barst góð gjöf til Leikskóla Fjallabyggðar og fræðsluskrifstofu Fjallabyggðar frá Bryndísi Guðmundsdóttur talmeinafræðingi. Bryndís hefur starfað á Íslandi í rúmlega 30 ár sem talmeinafræðingur og í tilefni af þeim tímamótum ákvað hún að gefa námsefni sitt Lærum og leikum með hljóðin til allra leikskóla á Íslandi.
Lesa meira