Fréttir

Ljósmyndasýning - Sigurður Örn Baldvinsson og Kýrauga í Ráðhúsi Fjallabyggðar. Framlengdur sýningartími til 28. júlí

Sigurður Örn Baldvinsson og Kýrauga sýna ljósmyndir í Ráðhússalnum, Ráðhúsi Fjallabyggðar 2 hæð Gránugötu 24 Siglufirði dagana 20. - 28. júlí. Sýningin verður opin frá kl. 14:00-17:00 alla sýningardagana.
Lesa meira

Afmælistónleikar Sigurðar Hlöðverssonar, Siglufjarðarkirkju 27. júlí kl. 17:00

Afmælistónleikar Sigurðar Hlöðverssonar verða í Siglufjarðarkirkju laugardaginn 27. júlí kl. 17:00.
Lesa meira

Högni Egilsson - Tónleikar í Siglufjarðarkirkju laugardaginn 27. júlí kl. 20:00

Högni Egilsson verður með tónleika í Siglufjarðarkirkju laugardaginn 27. júlí kl. 20:00.
Lesa meira

Stiklur - myndlistarsýning Kristjáns Jóhannssonar á Siglufirði

Kristján Jóhannsson listamaður á Siglufirði opnar myndlistarsýningu í Söluturninum við Aðalgötu á Siglufirði.
Lesa meira

Tónlistarveisla á Berjadögum í Ólafsfirði 1. - 4 ágúst

Hátíðin sem haldin verður í tuttugasta og fyrsta sinn og fer af stað fimmtudaginn 1. ágúst með kraftmiklu upphafskvöldi. Kvöldið hefst með íslenskum þjóðlögum og hljóðfæraslætti Spilmanna Ríkínís í kirkjunni. Því næst rölta gestir saman yfir í hljómleikasal Menningarhússins Tjarnarborg þar sem haldið verður áfram inn í norðlenska nótt með bæjarlistamönnunum Guito og Rodrigo sem leiða brasilíska hljómsveit Berjadaga. Ekki má missa af hátíðarkvöldi með Bjarna Frímanni Bjarnasyni þann 2. ágúst en síðar sama kvöld kemur fram tvíeykið Hundur í óskilum undir berum himni. Morgunstund með söng fyrir börn og fullorðna prýðir dagskrá laugardagsins 3. ágúst. Sviðsuppfærsla á 1. þætti La Traviata verður flutt og markar tímamót. Sem fyrr verður gengið með Maríu Bjarney inn í dal til að leggjast í móinn og tína fjallagrös, göngutúr sem fjölskyldan getur notið saman í kyrrð og fegurð fjarðarins. „Hátíðarbrunch“ með djassívafi og Femke Smit á Kaffi Klöru slær botninn í helgina.
Lesa meira

Sápuboltamótið á Ólafsfirði 20. júlí

Hið árlega Sápuboltamót í Ólafsfirði verður haldið laugardaginn 20. júlí nk. Skráningu í mótið er lokið og munu 26 lið taka þátt í ár. Lið eru hvött til þess að mæta í búningum en veitt verða verðlaun fyrir flottasta búningin ásamt öðrum skemmtilegum viðurkenningum sem veitt verða á lokahófi í Tjarnarborg um kvöldið.
Lesa meira

Listasýning í Pálshúsi Ólafsfirði "Innskot - týndur tími II"

Sýning Olgu Bergmann og Önnu Hallin “Innskot - Týndur tími II” opnar í Pálshúsi, Ólafsfirði, þann 13. júlí klukkan 14:00. Sýningin byggir á athugunum þar sem tilfærsla á tíma, staðsetningu og menningu á sér stað. Óþekktir steingervingar og fornleifafundir varpa nýju ljósi á menningarlegt og jarðsögulegt samhengi hlutanna en verkið var áður sýnt í annari mynd á norræna tvíæringnum Momentum í Moss árið 2017. Sýningin stendur til 15. september en bent er á gjaldfrjálsan aðgang á opnunardaginn.
Lesa meira

Tilkynning frá Pálshúsi - Afhending af skipslíkani Gests frestað um óákveðinn tíma

Afhending Njarðar Jóhannssonar af skipslíkaninu Gesti sem fara átti fram í dag, þriðjudag 9. júlí í Pálshúsi, var frestað um óákveðinn tíma.
Lesa meira

Trilludagar á Siglufirði 27. júlí 2019 - Dagskrá

Trilludagar verða á Siglufirði 27. júlí. Fjölbreytt dagskrá allan daginn og eitthvað fyrir alla fjölskylduna alla helgina. Á Trilludögum finna allir eitthvað við sitt hæfi. Gestum verður boðið á sjóstöng og í útsýnissiglingu út á fjörðinn fagra. Kiwanismenn standa grillvaktina þar sem öllum verður boðið að smakka dýrindis fisk beint úr hafi. Skemmtileg afþreying verður fyrir börnin þegar Húlladúllan mætir á svið og auðvitað verður hoppukastalinn á svæðinu. Tónlistin mun svo óma af Trillusviði yfir daginn sem endar á Bryggjuballi um kvöldið fyrir alla fjölskylduna
Lesa meira

Listasýning í Pálshúsi Ólafsfirði "Innskot - týndur tími II"

Sýning Olgu Bergmann og Önnu Hallin “Innskot - Týndur tími II” opnar í Pálshúsi, Ólafsfirði, þann 13. júlí klukkan 14:00. Sýningin byggir á athugunum þar sem tilfærsla á tíma, staðsetningu og menningu á sér stað. Óþekktir steingervingar og fornleifafundir varpa nýju ljósi á menningarlegt og jarðsögulegt samhengi hlutanna en verkið var áður sýnt í annari mynd á norræna tvíæringnum Momentum í Moss árið 2017. Sýningin stendur til 15. september en bent er á gjaldfrjálsan aðgang á opnunardaginn.
Lesa meira