Fréttir

Þriðja áfangaskýrsla Norðurstrandarleiðar komin út

Nú er þriðja áfangaskýrslan um Arctic Coast Way - Norðurstrandarleið komin út. Í skýrslunni er fjallað um þróun á upplifunum, en sú vinna er unnin í samstarfi við breska ráðgjafafyrirtækið Blue Sail.
Lesa meira

Álagning fasteignagjalda í Fjallabyggð 2018

Álagningu fasteignagjalda 2018 hefur nú verið lokið. Álagningarseðlar fasteignagjalda fyrir árið 2018 hafa verið sendir út, einnig eru þeir aðgengilegir í gegnum mín Fjallabyggð, íbúagáttina á heimasíðu Fjallabyggðar.
Lesa meira

Sigló Hótel - Benecta mótið

Um komandi helgi fer fram Sigló Hótel - Benecta mót BF í blaki. Mótið hefur verið að stækka undanfarin ár og árið í ár er engin undantekning. Á mótinu í ár munu 59 lið taka (42 kvennalið og 17 karlalið) eða rúmlega 420 keppendur og spilaðir verða 145 leikir. Þessi fjöldi liða gerir mótið að stærsta helgarmóti landsins á keppnistímabilinu.
Lesa meira

Kynningartímar í spinning og í líkamsræktarsali

Í tengslum við heilsueflandi Fjallabyggð verður boðið uppá fría kynningu á spinning í Íþróttamiðstöðinni á Siglufirði í dag þann 19. febrúar kl. 17:00-18:00 og í Ólafsfirði á morgun 20. febrúar milli 17:00-18:00. Einnig verður boðið upp á fría tíma, leiðsögn og kennslu á tækin í líkamsræktarsölum Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar samkvæmt meðfylgjandi tímaröðun og leiðbeinendum. Frítt verður í líkamsræktirnar þá daga sem boðið er upp á leiðsögn og kennslu á tækin eða: Ólafsfjörður: 22., 23. og 24. febrúar Siglufjörður: 22., 23. og 25. febrúar
Lesa meira

Breyting á gerð kjörskrárstofns

Þjóðskrá Íslands hefur kynnt breytingar á skráningu námsmanna á Norðurlöndum á kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningar. Nú þurfa námsmenn að sækja rafrænt um það til Þjóðskrár að vera teknir á kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningar.
Lesa meira

Rótarýdagurinn í Ólafsfirði 24. febrúar

Rótarýdagurinn verður þann 24. febrúar nk. Af því tilefni verður Rótarýklúbbur Ólafsfjarðar með dagskrá á Hornbrekku, dvalarheimili aldraðra í Ólafsfirði og hefst hún kl. 14:45.
Lesa meira

Öskudagur

Kötturinn verður sleginn úr tunnunni í íþróttahúsinu í Ólafsfirði á morgun miðvikudag (öskudag), 14. febrúar, frá kl. 14:00 – 15:30. Sönghópurinn Fókus kemur og syngur nokkur lög.
Lesa meira

Skólaakstur í vetrarfríi - Öskudagur

Miðvikudaginn 14. febrúar nk. er skipulagsdagur í grunnskólanum og í kjölfarið fimmtudaginn 15. febrúar og föstudaginn 16. febrúar er vetrarleyfi. Þessa daga verður akstur skólarútu með eftirfarandi hætti:
Lesa meira

156. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

Bæjarstjórn Fjallabyggðar 156. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar Siglufirði 14. febrúar 2018 kl. 17.00
Lesa meira

Uppskerutónleikar Tónlistarskólans á Tröllaskaga - Nótan

Þriðjudaginn 6. febrúar fóru fram uppskerutónleikar Tónlistarskólans á Tröllaskaga í Víkurröst á Dalvík og hófust þeir kl. 17:00. Um var að ræða Nótuna en til þessara tónleika höfðu verið valdir nemendur til þátttöku. En undanfarin ár hafa nemendur unnið sér inn rétt til þátttöku í Nótunni með því að taka þátt í tónleikum í heimabyggð.
Lesa meira