Fréttir

Fjallasalir safnahús opnar í Pálshúsi á Ólafsfirði

Náttúrugripasafnið í Ólafsfirði var fyrst opnað þann 6. júní 1993. Aðaluppistaða safnsins eru fuglar og að auki eru nokkur önnur uppstoppuð dýr eins og geithafur, hvítabjörn, refir og krabbar í eigu safnsins. Safnið var staðsett á efstu hæð í húsi Arion Banka í Ólafsfirði en unnið hefur verið að endurbótum Pálshúss í Ólafsfirði sem mun hýsa Náttúrugripasafnið.
Lesa meira

Skafl 2017

Skafl er tilraunaverkefni sem fram fer í fyrsta sinn helgina 3. - 5. mars. Þar koma saman nokkrir kraftmiklir lista- og leikmenn sem hafa sérstakan áhuga á snjó og hafa jafnvel unnið með hann í verkum sínum. Eins og gefur að skilja eru snjóskaflar alla jafna orðnir ansi háir við umferðagötur á Siglufirði í mars, og er meiningin að kanna möguleika skaflanna sem uppsprettu listaverka.
Lesa meira

Öskudagsskemmtun í Fjallabyggð - Íþróttamiðstöðin í Ólafsfirði

Öskudagsskemmtun í Fjallabyggð verður haldin í Íþróttamiðstöðinni, Ólafsfirði kl. 14:00-15:00 í dag. Kötturinn sleginn úr tunnunni Leikjabraut fyrir yngstu börnin Foreldrafélag Leifturs
Lesa meira

5 umsóknir um nýtt starf deildarstjóra

Á fundi bæjarráðs í dag þann 28. febrúar voru lagðar fram umsóknir umsækjenda um starf deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar. Umsóknarfrestur rann út 27. febrúar sl. og bárust 5 umsóknir um starfið.
Lesa meira

Blak spilað í Fjallabyggð um helgina

Alls voru 136 blakleikir spilaðir í Fjallabyggð um helgina þegar Sigló Hótel - Benecta mótið 2017 var haldið. Samtals spiluðu 53 lið 136 blakleiki en mótinu lauk síðdegis í gær laugardag með verðlaunaafhendingu í Bátahúsinu.
Lesa meira

Frábær árangur Fjallabyggðar - Allir lesa

Úrslitin í Allir lesa 2017 ljós. Þátttakendur lásu í samtals 43.567 klukkustundir, eða sem samsvarar um fimm árum! Liðakeppnin var æsispennandi að vanda og hafa fjölbreytt lið víðsvegar að af landinu raðað sér í efstu sætin. Í Fjallabyggð var meðallestur á þátttakenda heilar 49,4 klukkustundir, eða sem nemur rúmum tveimur sólarhringum á mann. Varð þessi frábæri árangur til þess að Fjallabyggð hafnaði í 2. sæti á eftir Strandabyggð.
Lesa meira

Uppbygging nýrra áfangastaða - sóknarfæri í ferðaþjónustu

Ráðstefna um ferðaþjónustu Fjallabyggðar, fimmtudaginn 9. mars í Tjarnarborg Ólafsfirði Ráðstefnan hefst klukkan 11:30 og stendur til 15:10
Lesa meira

Spinning - spinning

• Spinning í Íþróttamiðstöðinni í Ólafsfirði á mánudögum 06:30 og miðvikudögum kl. 17.00 og á auglýstum tíma á laugardögum kl. 10:00 • Spinning í Íþróttamiðstöðinni á Siglufirði á þriðjudögum kl. 17:00 og föstudögum kl. 12:15 Panta þarf hjól fyrir hvern tíma með því að hringja í síma 464-9250 á Ólafsfirði og í síma 464-9170 á Siglufirði. Athugið að ný gjaldskrá hefur tekið gildi. Stakur tími er á 1.350 kr. og 10 miða kort á 10.000 kr. Kennari er Harpa Hlín Jónsdóttir.
Lesa meira

Eyrarrósin 2017 afhent

Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík hafa undirritað samkomulag um Eyrarrósina til næstu 4 ára.
Lesa meira

Hvenær er besti tími dagsins til þess að ala upp barn?

Fundur fyrir foreldra/forráðamenn í Fjallabyggð þann 22. febrúar kl. 19.30 í Tjarnarborg, Ólafsfirði.
Lesa meira