Skafl er tilraunaverkefni sem fram fer í fyrsta sinn helgina 3. - 5. mars.
Þar koma saman nokkrir kraftmiklir lista- og leikmenn sem hafa sérstakan áhuga á snjó og hafa jafnvel unnið með hann í verkum sínum. Eins og gefur að skilja eru snjóskaflar alla jafna orðnir ansi háir við umferðagötur á Siglufirði í mars, og er meiningin að kanna möguleika skaflanna sem uppsprettu listaverka.
Dagskráin verður sem hér segir:
- Föstudagur 3. mars kl. 14.00 - 18.00 Verður unnið í og með snjóinn á gamla fótboltavellinum á Siglufirði sem Alþýðuhúsið stendur við.
- Laugardagur 4. mars kl. 14.00 - 18.00 Hrafnkell Sigurðsson opnar sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu.
- Laugardagur 4. mars kl. 15.00 - 18.00 Sýning og uppákomur á gamla fótboltavellinum og við Alþýðuhúsið.
- Sunnudagur 5. mars kl. 14.30 - 15.30 Örlygur Kristfinnsson og Jón Laxdal sjá um sunnudagskaffi með skapandi fólki.
Kaffi, kakó og meðlæti í boði.
Verið velkomin.
Þátttakendur í SKAFLI 2017 eru:
Brák Jónsdóttir, Hrafnkell Sigurðsson, Jan Voss, Aðalsteinn Þórsson, Arna Guðný Valsdóttir, Örlygur Kristfinnsson, Jón Laxdal, Jónína Björg Helgadóttir, Michael Coppelov, J Pasila, Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Valur Þór Hilmarsson.
Ljósmyndin af snjóskaflinum er eftir Hrafnkel Sigurðsson og er úr myndröðinni Urban mountains.
Ljósmyndina af Alþýðuhúsinu tók Kristín Sigurjónsdóttir.