Fjallasalir safnahús opnar í Pálshúsi á Ólafsfirði

Mynd: Magnús R. Magnússon
Mynd: Magnús R. Magnússon

Náttúrugripasafnið í Ólafsfirði var fyrst opnað þann 6. júní 1993. Aðaluppistaða safnsins eru fuglar og að auki eru nokkur önnur uppstoppuð dýr eins og geithafur, hvítabjörn, refir og krabbar í eigu safnsins. Safnið var staðsett á efstu hæð í húsi Arion Banka í Ólafsfirði en unnið hefur verið að endurbótum Pálshúss í Ólafsfirði sem mun hýsa Náttúrugripasafnið.

Formleg opnun safnsins verður helgina 10. - 11. júní  2017 og verður afar fjölbreytt dagskrá í boði fyrir alla fjölskylduna þessa helgi.
Má þar m.a., nefna opnun á myndlistasýningar Kristins G. Jóhannssonar og mun Ólöf Sigursveinsdóttir spila á selló. 

Eru þeim fjölmörgu sjálboðaliðum sem komið hafa að framkvæmdunum færðar sérstakar þakkir fyrir óeigingjarnt starf.