Fréttir

Alþjóðlegi snjódagurinn í Tindaöxl

Skíðafélag Ólafsfjarðar sem rekur skíðasvæðið í Tindaöxl tekur þátt í alþjóðlega snjódeginum á sunnudaginn. Frítt verður í fjallið fyrir alla og boðið upp á kakó frá kl 11:00
Lesa meira

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningar

Uppbyggingasjóður Norðurlands eystra veitir verkefnastyrki til menningarverkefna og stofn og rekstrarstyrki til menningarmála. Sjóðurinn er hluti af samningi um Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019.
Lesa meira

Alþjóðlegi snjódagurinn í Skarðsdal

Sunnudaginn 17. janúar er alþjóðlegi snjódagurinn (World snow day). Markmið dagsins er að fá börn og fjölskyldur þeirra í fjallið, til þess að njóta og upplifa það sem fjöllin hafa upp á að bjóða. Þetta er í fimmta sinn sem dagurinn er haldinn hátíðlegur víðsvegar um heiminn, og jafnframt í fimmta sinn sem að Ísland tekur þátt í viðburðinum.
Lesa meira

Forsýningar á Skammdegi á Akureyri

Listhús Artspace kynnir með stolti forsýningu á hinni árlegu SKAMMDEGI FESTIVAL. Á hverju ári velur Listhús Artspace listamenn allstaðar að úr heiminum fyrir Skammdegi Air verðlaunin. Listamennirnir dvelja í Ólafsfirði frá desember fram í febrúar og fá að upplifa veturinn á Norðurlandi.
Lesa meira

Könnun á öryggi barna í bílum

Slysavarnafélagið Landsbjörg, Sjóvá, VÍS og Samgöngustofa gerðu haustið 2015 könnun á öryggi barna í bílum. Sambærilegar kannanir hafa verið gerðar undanfarin 30 ár en á árunum 1985 til 2011 voru árlega gerðar kannanir en eftir 2011 hafa þær verið gerðar annað hvert ár.
Lesa meira

Viðburða- og menningardagskrá Fjallabyggðar 2016

Tvö síðustu ár hefur verið gefin út viðburða- og menningardagskrá Fjallabyggðar. Það hefur mæst vel fyrir og því er fyrirhugað að halda því áfram. Markmið með útgáfunni er að vekja athygli á því mikla og fjölbreytta menningarlífi sem er í bæjarfélaginu.
Lesa meira

Ell Sol með tónleika í Alþýðuhúsinu

Miðvikudaginn 20. jan. 2016 kl. 20:00 flytur Ell Sol tónlist á sinn einstaka hátt í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Lesa meira

Íslenska fyrir útlendinga

SÍMEY stendur fyrir námskeiði ætlað þeim sem tala litla eða enga íslensku en langar að læra meira. Námskeiðið byggir á talþjálfun og er grunnorðaforði kenndu rmeð einföldum samtölum og verkefnum.
Lesa meira

Nýtt skipurit

Nýtt skipurit fyrir Fjallabyggð tók gildi nú um áramótin samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar frá 15. október sl. Helstu breytingar eru þessar;
Lesa meira

Prjónakvöld á bókasafninu

Fyrsta prjónakvöld ársins á Bókasafni Fjallabyggðar, Siglufirði, verður í kvöld, þriðjudaginn 12. janúar frá kl. 20:00-22:00. Minnt er á að bókasafnið er opið á sama tíma.
Lesa meira