05.02.2015
Í byrjun vikunnar voru sendar út fristundaávísanir til foreldra/forráðamanna allra barna í Fjallabyggð á aldrinum 4 - 18 ára. Vakin er athygli á því að á 110. fundi bæjarstjórnar þann 15. desember sl. var samþykkt að veita foreldrum og forráðamönnum heimild til að flytja frístundastyrk á milli systkina.
Lesa meira
05.02.2015
Laugardaginn 7. feb. kl. 15:00 opna Írsku listamennirnir Joe Scullion og Sinéad Onóra Kennedy sýninguna SAMANSAFN / ASSEMBLE í kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Þau hafa dvalið í Listhúsinu á Ólafsfirði undanfarna tvo mánuði og unnið að list sinni.
Lesa meira
05.02.2015
Er sérstaklega hagnýtt og hnitmiðað nám fyrir þá sem vilja styrkja eigin rekstur eða þá sem hafa í hyggju að stofna til eigin reksturs. Námsaðferðirnar eru aðallega byggðar á hagnýtum viðfangsefnum tengdum almennum sölu-og markaðsstörfum.
Lesa meira
04.02.2015
Lífshlaupið verður nú ræst í áttunda sinn, í dag, miðvikudaginn 4. febrúar. Markmið Lífshlaupsins er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig og huga að sinni hreyfingu í frítíma, heimilisstörfum, vinnu, skóla og við val á ferðamáta.
Lesa meira
02.02.2015
Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015 voru samþykktar breytingar á reglugerð um frístundastyrk Fjallabyggðar. Ákveðið var að breyta aldursviðmiðum þannig að nú geta börn á aldrinum 4-18 ára fengið frístundastyrk, var áður 6 - 18 ára.
Lesa meira
02.02.2015
Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands standa fyrir árlegri tannverndarviku 2. til 7. febrúar 2015.
Lesa meira
02.02.2015
Nú um mánaðarmótin tekur Unnur Guðrún Rögnvaldsdóttir við starfi skólaritara við Grunnskóla Fjallabyggðar. Hún tekur við af Helgu Jónu Lúðvíksdóttur sem hefur fengið ársleyfi frá störfum. Við þessi tímamót breytist netfang skólaritara og verður ritari@fjallaskolar.is
Lesa meira