Frístundastyrkur Fjallabyggðar

Í byrjun vikunnar voru sendar út fristundaávísanir til foreldra/forráðamanna allra barna í Fjallabyggð á aldrinum 4 - 18 ára. Vakin er athygli á því að á 110. fundi bæjarstjórnar þann 15. desember sl. var samþykkt að veita foreldrum og forráðamönnum heimild til að flytja frístundastyrk á milli systkina.

Reglur um notkun frístundastyrkja:
- Styrkurinn veitir foreldrum og forráðamönnum rétt til að ráðstafa ákveðinni upphæð á ári fyrir hvert barn. Skal sú upphæð ákveðin við gerð fjárhagsáætlunar ár hvert. Fyrir árið 2015 er upphæðin kr. 9.000.
- Sendar eru út þrjár ávísarnir hver að upphæð kr. 3.000.- Ávísunina er ekki heimilt að færa milli ára og falla þær úr gildi í lok hvers árs.
- Með ávísuninni má greiða fyrir skipulagt frístundastarf í Fjallabyggð hjáfélagi/stofnun sem gert hefur samning við Fjallabyggð um notkun frístundastyrkja.Þetta á t.d. við um starfsemi viðurkenndra íþróttafélaga, æskulýðsfélaga, nám viðtónlistarskóla, og fl.
- Með ávísuninni má greiða kort í líkamsrækt og sund í íþróttamiðstöð Fjallabyggðar.
- Með ávísuninni má greiða tónskólagjöld í Tónskóla Fjallabyggðar.
- Með ávísuninni má greiða skíðapassa á skíðasvæðin í Fjallabyggð.
- Með ávísuninni má greiða fyrir þátttöku í sérstökum samstarfsverkefnum eða námskeiðum sem hafa það að markmiði að ná til ófélagsbundinna barna og unglinga og virkja þau í skipulögðu félagsstarfi.
- Með ávísuninni má greiða fyrir sérstakan viðbótarkostnað svo sem tæki og búnað,fatnað, ferðakostnað o.þ.h. svo framarlega sem slíkur kostnaður er innheimtur affélögum/stofnunum sem hafa gert samning við Fjallabyggð um notkunfrístundastyrkja
- Þegar foreldri eða forráðamaður hefur ráðstafað styrk til félags þá er ekki hægt aðendurgreiða eða bakfæra.
- Ráðstöfunarréttur fellur niður uppfylli barn ekki lengur skilyrði samkvæmt lið 2
- NÝTT: Heimilt er að flytja frístundastyrk á milli systkina.

Samþykkt um frístundastyrkinn má lesa hér.