Sölu-, markaðs-og rekstrarnám

Er sérstaklega hagnýtt og hnitmiðað nám fyrir þá sem vilja styrkja eigin rekstur eða þá sem hafa í hyggju að stofna til eigin reksturs. Námsaðferðirnar eru aðallega byggðar á hagnýtum viðfangsefnum tengdum almennum sölu-og markaðsstörfum.

Helstu námsþættir: Kynning og námsdagbók, námstækni, hraðlestur, markmiðasetning og tímastjórnun, tölvu-og upplýsingatækni, sölutækni, viðskiptatengsl og þjónusta, verslunarreikningur, almenn markaðsfræði, samskipti, sjálfstraust, framsögn og framkoma, markaðsrannsóknir, Excel, markaðssetning á samfélagsmiðlum, stafræn markaðsfræði, lykiltölur, lausafé og áætlanagerð, samningatækni, frumkvöðlafræði, stofnun fyrirtækja, verkefnastjórnun, gerð kynningarefnis og viðskiptaáætlana.

Námið er kennt í námsveri SÍMEY á Dalvík, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17:00-21:00.  Einnig er kennt einstaka laugardag kl. 09:00-13:00.
Hefst 3. mars og lýkur í desember 2015.
Verð: 80.000 kr.
Skráning og nánari upplýsingar
www.simey.is og síma 894-1838