Fréttir

Í tilefni af vígslu

Veglegt kaffiboð bæjarstjórnar Fjallabyggðar og Vegagerðarinnar í tilefni af vígslu Héðinsfjarðarganga hefst í Íþróttahöllinni í Ólafsfirði kl. 16:00 á morgun laugardaginn 2. október. Þar verða m.a. flutt tónlistaratriði og allnokkur ávörp gesta.  Búist er við fjölda fólks í kaffiboðið.  Ákveðið hefur verið að sýna barnaefni í Félagsheimilinu Tjarnarborg Ólafsfirði á sama tíma, þ.e. frá kl. 16:00 á morgun, á meðan borðhald stendur yfir í Íþróttahöllinni.  Barnafólk getur því valið um að vera við borðhaldið og hlýða á það sem þar fer fram, eða horfa á barnaefni í Tjarnarborg með léttar veitingar við hæfi barna. Skipulagsnefndin.
Lesa meira

Skóla- og frístundaakstur

Vetraráætlunin tekur mið af skóladagtali og skipulagi frístundastarfs. Á starfstíma skóla er gert ráð fyrir 10-14 ferðum á dag mánudaga-föstudaga. (Fram og til baka milli byggðakjarna eru tvær ferðir) Breytt 3. janúar 2011:
Lesa meira

Vatnsveitan á Siglufirði - sunnudagurinn 3. október

Vegna vinnu við vatnsveituna á Siglufirði, sunnudaginn 3. október, má búast við rennslistruflunum og vatnsleysi efst í bænum á sunnudagsmorguninn og eitthvað fram eftir degi. Notendur eru beðnir velvirðingar á þessum óþægindum. Bæjartæknifræðingur.
Lesa meira

Stórviðburðir helgina 2. og 3. október 2010

Helgin 2 og 3. október næstkomandi verður tilkomumikil. Stórviðburður í sögu Fjallabyggðar þar sem allir taka þátt í að sameina tvo frábæra byggðarkjarna í eitt raunverulegt og samtengt sveitarfélag.
Lesa meira

Hafnarbíllinn á Siglufirði er til sölu

Til sölu er sérdeilis góður Og sómakær eðalbíll Svolítið sveittur og móður Samt mun hér góður díll Viljugur er hann og vanur Því vinnan er aðall hans Útlitið eins og svanur Í ástleitnum vangadans SHS
Lesa meira

Opnun Héðinsfjarðarganga

Ágætu íbúar Fjallabyggðar. Helgin 2 og 3. október næstkomandi verður tilkomumikil.  Stórviðburður í sögu Fjallabyggðar verður að veruleika þar sem allir taka  þátt í að sameina tvo frábæra byggðarkjarna í eitt raunverulegt og samtengt sveitarfélag. Íbúar Siglufjarðar og Ólafsfjarðar sem og gestir þeirra og Vegagerðar munu streyma í Héðinsfjörð og verða við vígslu á göngum sem tengir  Fjallabyggð saman, samgöngulega séð.
Lesa meira

Ljóðahátíðin Glóð

Ljóðahátíðin Glóð verður haldin á Siglufirði 23.-25. september 2010.  
Lesa meira

Breyttur útivistartími frá 1. september

Þann 1. september sl. breyttist útivistartími barna og unglinga. Börn yngri en 12 ára mega ekki vera úti eftir kl. 20:00 og unglingar yngri en 16 ára mega ekki vera úti eftir kl.22:00.
Lesa meira

Þjóðleikur á Norðurlandi

Þjóðleikur auglýsir eftir hópum til þátttöku. Þjóðleikur er stórt leiklistarverkefni sem haldið er á öllu Norðurlandi í samstarfi við Þjóðleikhúsið og fjölmarga áhugasama aðila. Verkefnið nær til alls Norðurlands, allt frá Bakkafirði til Húnavatnssýslna.
Lesa meira

Gangaganga

Laugardaginn 18. september er áformuð ganga á vegum Greiðrar leiðar ehf. yfir Vaðlaheiði milli væntanlegra gangamunna Vaðlaheiðarganga.
Lesa meira