Bæjarstjórn Fjallabyggðar

109. fundur 01. desember 2014 kl. 17:00 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson forseti bæjarstjórnar, F-lista
  • Steinunn María Sveinsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar, S-lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi, B lista
  • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi, D lista
  • Kristinn Kristjánsson bæjarfulltrúi, F lista
  • Kristjana Rannveig Sveinsdóttir bæjarfulltrúi, S lista
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstóri stjórnsýslu og fjármála
Ríkharður Hólm Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar setti fundinn og bauð viðstadda velkomna til fundar.

Allir aðalfulltrúar voru mættir.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 366. fundur - 18. nóvember 2014

Málsnúmer 1411009FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 366. fundur - 18. nóvember 2014 Á 359. fundi bæjarráðs 16. október 2014, gerði bæjarráð alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaða fækkun starfa í Fjallabyggð á vegum ríkisins er tengdust skrifstofu sýslumanns og óskaði eftir að fá fund með nýjum sýslumanni.

    Svavar Pálsson skipaður sýslumaður á Norðurlandi eystra frá næstu áramótum, mætti á fund bæjarráðs og fór yfir stöðu embættisins.
    Fram kom í máli hans að ekki er gert ráð fyrir fækkun stöðugilda við embættið, umfram breytingar á staðsetningu sýslumannsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 366. fundar bæjarráðs staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 366. fundur - 18. nóvember 2014 Á fund bæjarráðs komu Láru Stefánsdóttur skólameistara Menntaskólans á Tröllaskaga og Hildur Ösp Gylfadóttir formaður skólanefndar MTR.

    Fulltrúar MTR kynntu ályktun skólanefndar frá 18. nóvember 2014, þar sem lýst er yfir efasemdum um hugmyndir menntamálaráðherra varðandi sameiningu framhaldsskóla landsins.

    Einnig var lagt fram minnisblað frá 27. október 2014 um nemendaígldi og rekstur skólans.

    Eftir yfirferð og umræður þakkaði formaður bæjarráðs fulltrúum MTR fyrir komuna.

    Bæjarráð tekur heilshugar undir ályktun skólanefndar og bókar eftirfarandi:

    Bæjarráð Fjallabyggðar mótmælir harðlega þeim áformum stjórnvalda að skerða möguleika til framhaldsnáms í sveitarfélaginu. Áform þessi virðast hvorki tilgreina hvaða sparnaður eða faglegi ávinningur næst né hvaða tækifæri liggja í þessum breytingum fyrir nýjan skóla sem sannað hefur gildi sitt og hefur ávallt verið rekinn innan fjárlaga.

    Menntaskólinn á Tröllaskaga er ein af grundvallarstofnunum samfélagsins sem hefur veitt fólki möguleika á að stunda framhaldsskólanám í sinni heimabyggð.

    Fólk eldra en 25 ára hefur í miklum mæli stundað nám við skólann en með boðuðum breytingum mun slíkt ekki standa fólki til boða. Með þeim er vegið að starfsemi og sjálfstæði skólans og því skorar bæjarráð á þingmenn kjördæmisins að koma í veg fyrir að þessi áform verði að veruleika.
    Bókun fundar Afgreiðsla 366. fundar bæjarráðs staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 366. fundur - 18. nóvember 2014 Lagt fram bréf frá áhugafólki um "Gaggann" dags. 10. nóvember 2014. Í bréfinu kemur fram að haldinn hafi verið fundur í Alþýðuhúsinu á Siglufirði þann 6. nóvember s.l. um hugmyndir að nýtingu Gagnfræðaskólans við Hlíðarveg á Siglufirði.
    Óskað er eftir viðræðum um nýtingu á húsnæðinu gegn vægu gjaldi.

    Bæjarráð tekur fram að húsnæðið er í söluferli og því ekki tímabært að ráðstafa því á meðan á því stendur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 366. fundar bæjarráðs staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 366. fundur - 18. nóvember 2014 Lagt fram minnisblað sem lagt var fram á fundi bæjarfulltrúa með ráðherra félags- og húsnæðismála þann 7/11 2014.

    Bæjarfulltrúar og bæjarstjóri fóru yfir ábendingar í minnisblaðinu og viðbrögð ráðherra við þeim.
    Tilefni fundarins voru m.a. áherslur ríkisstjórnar um að fjölga störfum á landsbyggðinni.

    Í minnisblaðinu kemur m.a. fram að bæjaryfirvöld Fjallabyggðar lýsa yfir miklum áhuga á því að hluti af nýrri stjórnsýslustofnun sem sinna á málefnum Barnaverndarstofu, Fjölmenningarseturs og réttargæslumanna fatlaðs fólks verði staðsettur í Fjallabyggð. Mikil reynsla og þekking í fjarvinnslu er til staðar í sveitarfélaginu.
    Í Ólafsfirði hefur verið starfrækt fjarvinnsla á vegum Alþingis, en þeim störfum hefur fækkað verulega á síðustu árum, ásamt fleiri opinberum störfum.

    Bæjaryfirvöld Fjallabyggðar hvöttu til þess að horft sé til Fjallabyggðar þegar flutningur á opinberum störfum er fyrirhugaður og lýstu sig ávallt tilbúin til viðræðna við ríkisvaldið í þeim efnum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 366. fundar bæjarráðs staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 366. fundur - 18. nóvember 2014 Boðað er til fundar um málefni hjúkrunarheimila sem rekin eru af sveitarfélögum eða með tengingu við þau. Fundurinn verður haldinn í Allsherjarbúð, fundarsal Sambands íslenskra sveitarfélaga, Borgartúni 30 í Reykjavík miðvikudaginn 26. nóvember n.k. kl. 9:30.

    Bæjarráð felur deildarstjóra fjölskyldudeildar og/eða bæjarstjóra að sækja umræddan fund.
    Bókun fundar Afgreiðsla 366. fundar bæjarráðs staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 366. fundur - 18. nóvember 2014 Lagður fram tölvupóstur vegna afgreiðslu bæjarráðs frá framkvæmdastjóra Landsambands slökkviliðsmanna.

    Bæjarráð telur rétt að óska eftir fundi með framkvæmdastjóranum og fulltrúa Kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga.
    Lagt er til að fundurinn verði 26. nóvember í Reykjavík.
    Bæjarráð felur bæjarstjóra að sitja umræddan fund.
    Bókun fundar Afgreiðsla 366. fundar bæjarráðs staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 366. fundur - 18. nóvember 2014 Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál í skjalakerfi bæjarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 366. fundar bæjarráðs staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 366. fundur - 18. nóvember 2014 Lagðar fram óskir um ráðningu stuðningsfulltrúa fyrir nemanda við Grunnskóla Fjallabyggðar skólaárið 2014 - 2015. Um er að ræða 50 - 53,4% stöðu út skólaárið, sem greiðist af lögheimilissveitarfélagi.

    Bæjarráð samþykkir fram komnar óskir skólastjóra og deildarstjóra fjölskyldudeildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 366. fundar bæjarráðs staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 366. fundur - 18. nóvember 2014 Auglýst starf í stöðu vaktstjóra er frestað fram yfir áramót að tillögu deildarstjóra fjölskyldudeildar.

    Bæjarráð staðfestir fram komna ábendingu og ákvörðun.
    Bókun fundar Afgreiðsla 366. fundar bæjarráðs staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 366. fundur - 18. nóvember 2014 Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál í skjalakerfi bæjarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 366. fundar bæjarráðs staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 366. fundur - 18. nóvember 2014 Deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála vék af fundi undir þessu dagskrárlið.
    Bæjarráð tók umræðu um tillögu að breytingu á skipuriti bæjarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 366. fundar bæjarráðs staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 366. fundur - 18. nóvember 2014 Bæjarráð tók neðanritað til afgreiðslu.

    1. Samningar.
    Bæjarráð yfirfór gerða samninga sem gerðir voru í upphafi árs 2014 og gilda til áramóta 2015 - 2016.

    a) Samstarfssamningur um rekstur knattspyrnuvalla kr. 5.637.000.-.
    b) Samstarfssamningur um rekstur skíðasvæða Ólafsfjarðar kr 7.887.000.-. Innifalið er afborgun af snjótroðara.
    Fram kom ábending um að samningur um uppbyggingu skíðagöngubrautar rann út 2014. Bæjarstjóra falið að boða stjórn félagsins til viðræðna.
    c) Samstarfssamningur um rekstur golfvallarins Skeggjabrekku kr. 1.600.000.-.
    d) Samstarfssamningur um rekstur golfvallarins í Hólsdal kr. 1.600.000.-.
    e) Samstarfssamningur við Hestamannafélagið Glæsir kr. 500.000.-.
    f) Samstarfssamningur við Hestamannafélagið Gnýfara kr. 500.000.-.
    g) Samstarfssamningur við Síldaminjasafnið um byggingu Salthússins kr. 500.000.-.
    h) Samningur um rekstur Sigurhæða ses kr. 1.897.000.-.

    Steinunn María Sveinsdóttir vék af fundi við umfjöllun um lið g) um Síldarminjasafnið.

    Afgreiðslu rekstrarstyrkja, viðhalds- og framkvæmdaliða frestað til næsta fundar bæjarráðs.
    Bókun fundar Steinunn María Sveinsdóttir vék af fundi við afgreiðslu g liðar.
    Afgreiðsla 366. fundar bæjarráðs staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 366. fundur - 18. nóvember 2014 Tillagan lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 366. fundar bæjarráðs staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 366. fundur - 18. nóvember 2014 Lagt fram minnisblað frá samráðsfundi dag. 10.11. 2014.
    Fundinn sátu formaður bæjarráðs, deildarstjóri fjölskyldudeildar og bæjarstjóri.
    Farið var yfir m.a.
    1. Samþykktir og stofnsamning
    2. Áætlanir
    3. Rekstrarhalla
    4. Framlög frá Jöfnunarsjóði
    5. Óljósan fjárhagslegan grunn
    6. Aðalfund samlagsins

    Stjórnarmaður Róta, Steinunn María Sveinsdóttir fór yfir málið og þar kom fram að boðað er til stjórnarfundar 26. nóvember n.k..
    Bókun fundar Afgreiðsla 366. fundar bæjarráðs staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 366. fundur - 18. nóvember 2014 Lögð fram fundargerð fyrsta aðalfundar Róta bs. byggðasamlags frá 30.09.2014. Bókun fundar Afgreiðsla 366. fundar bæjarráðs staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 366. fundur - 18. nóvember 2014 Lagðar fram til kynningar fundargerðir 258., 259. og 260. fundar stjórnar Eyþings. Bókun fundar Afgreiðsla 366. fundar bæjarráðs staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 367. fundur - 20. nóvember 2014

Málsnúmer 1411013FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 367. fundur - 20. nóvember 2014 1. Styrkir frá síðasta fundi. Umsóknir til afgreiðslu í bæjarráði:



    Sjálfsbjörg Siglufirði
    75.000
    Félag um Ljóðasetur 320.000
    Herhúsfélagið

    500.000
    Fél. eldri borgara á Sigluf og Fljótum 100.000
    Fél. eldri borgara i Ólafsfirði 100.000
    Arnfinna Björnsdóttir
    50.000

    Þjóðlagasetur á Siglufirði
    Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins enda barst umsóknin of seint. Bæjarráð óskar eftir frekari gögnum.
    Sigurður Ægisson
    50.000
    Aðalheiður Eysteinsdóttir
    200.000
    Magnús Rúnar Magnússon
    20.000
    Listhús ses

    10.000
    ÚÍF
    1.500.000




    Foreldrafélag Grunnskólans
    110.000
    Björgunarsveitin Tindur

    1.000.000
    Björgunarsveitin Strákar
    1.000.000
    Foreldrafélag Leikskála
    55.000
    Foreldrafélag Leikhóla
    55.000




    Ólafsfjarðarkirkja


    150.000
    Systrarfélag Siglufjarðarkirkju
    150.000
    Ólafsfjarðarkirkja - barnastarf
    150.000
    Siglufjarðarkirkja- barnastarf

    150.000
    Síldarminjasafnið


    500.000
    Karlakór Siglufjarðar

    798.856
    Slysavarnardeildin Vörn

    500.000

    Bæjarráð hafnaði neðanrituðum sumsóknum.
    KF - samningur í Boganum


    Pæjumót
    - styrkir vegna skemmtanahalds






    Skotveiðifélag Ólafsfjarðar - geymslugjöld á gámi

    Umsókn frá Kvennaathvarfi



    Kirkjuvinir Siglufjarðarkirkju



    Garðyrkjufélag Fjallabyggðar

    Bæjarráð samþykkti samhljóða ofanritað en bæjarfulltrúar D- og B- lista lögðu fram eftirfarandi breytingartillögur:

    1. Styrkur til Félags um ljóðasetur verði kr. 250.000, úthlutun 2014 var kr. 220.000.
    2. Styrkur til Herhúsfélagsins verði kr. 400.000.
    3. Styrkur til Arnfinnu Björnsdóttur verði kr. 40.000, úthlutun 2014 var kr. 50.000.
    4. Styrkur til Sigurðar Ægissonar verði kr. 40.000, úthlutun 2014 var kr. 50.000.
    5. Styrkbeiðni Magnúsar Rúnars Magnússonar verði hafnað.
    6. Styrkbeiðni Listhússins ses. verði hafnað.
    7. Styrkur til Slysavarnardeildarinnar Varnar verði kr. 250.000.

    Breytingartillögunni var hafnað með 2 atkvæðum meirihluta bæjarráðs.


    2. Viðhald og framkvæmdir frá síðasta fundi.
    Bæjarráð samþykkir neðanritaðar tillögur er varðar viðhald og framkvæmdir á árinu 2015.
    Viðhaldsliðir eru samþykktir og er deildarstjóra tæknideildar og forstöðumönnum falið að forgagnsraða verkefnum.
    Áherslur framkvæmdarliða koma fram undir hverjum lið hér að neðan.
    Stofnun Verkefni.



    Viðhald.

    Framkvæmdir.
    1.
    Leikskólinn Leikhólar


    1.750.000.-

    750.000.-

    Lögð er áhersla á hönnun leikskólalóðar og val á nýjum leiktækjum fyrir árið 2016.
    2.
    Leikskólinn Leikskálar


    1.750.000.-

    7.550.000.-

    Lögð er áhersla á hönnun leikskólalóðar og val á nýjum leiktækjum fyrir árið 2016.

    Lögð er áhersla á hönnun á viðbyggingu og eldra húsnæðið verði endurskoðað með tilliti til starfsmannaaðstöðu.

    Lögð er áhersla á framkvæmdir við endurbætur á eldhúsi.
    3.
    Grunnskólinn Norðurgata 10

    3.850.000.-

    1.000.000.-

    Lögð er áhersla á kaup á nemendaskápum
    4.
    Barnaskólinn á Ólafsfirði

    3.450.000.-

    2.500.000.-

    Lögð er áhersla á framkvæmdir við dren, háf og neyðarútgang úr tölvustofu.
    5.
    Tónskólinn Siglufirði


    1.550.000.-
    6.
    Gervigrasvellir



    100.000.-
    7.
    Skíðaskáli Ólafsfirði


    250.000.-
    8.
    Troðaraskemma


    100.000.-
    9.
    Íþróttamiðstöð Ólafsfirði

    1.650.000.-

    600.000.-

    Lögð er áhersla á hellulagnir
    10.
    Sundlaug Siglufirði


    2.750.000.-

    3.000.000.-

    Lögð er áhersla á aðkomu að austanverðu og klórdamm.
    11.
    Íþróttahús á Siglufirði


    2.800.000.-
    12.
    Bókasafnið Ólafsfirði


    250.000.-
    13.
    Ráðhús Fjallabyggðar


    1.500.000.-

    2.600.000.-

    Lögð er áhersla á loftræstingu

    Lögð er áhersla á að ljúka við merkingar og uppsetningu á skjólgardínum á 3. hæð
    14.
    Tjarnarborg - menningarhús

    9.250.000.-


    15.
    Slökkvistöð Fjallabyggðar

    550.000.-
    16.
    Vallarhúsið Ólafsfirði


    750.000.-
    17.
    Menntaskólinn á Tröllaskaga

    9.000.000.-
    18.
    Kirkjugarður Siglufjarðar




    5.000.000.-

    Lögð er áhersla á landmótun og stígagerð
    19.
    Gatnakerfi



    30.000.000.-

    30.000.000.-

    Lögð er áhersla á að deildarstjóri geri tillögur um framkvæmdir fyrir lokaafgreiðslu í bæjarstjórn.
    20.
    Gangstéttar og plön


    12.000.000.-

    12.000.000

    Lögð er áhersla á að deildarstjóri geri tillögur um framkvæmdir fyrir lokaafgreiðslu í bæjarstjórn.
    21.
    Stækkun íbúða í Skálahlíð




    7.500.000.-

    Lögð er áhersla á sameiningu tveggja íbúða á árinu 2015
    22.
    Umhverfisverkefni með Rauðku



    10.000.000.-

    Lögð er áhersla á stígagerð og umhverfisátak á Vesturtanga

    Bæjarráð samþykkir framkonar tillögur.

    3. Styrkir til lækkunar fasteignarskatta.

    Bæjarráð staðfestir reglur um fasteignagjaldsstyrki - heild um kr. 2.500.000
    Bókun fundar Afgreiðsla 367. fundar bæjarráðs staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 367. fundur - 20. nóvember 2014 Bæjarráð ræddi tillögu að breytingu á skipuriti bæjarfélagsins og er henni vísað til frekari úrvinnslu á næsta fundi bæjarráðs og til samþykktar í bæjarstjórn.
    Í nýju skipuriti verður gert ráð fyrir nýrri skipan verkefna í ráðhúsi bæjarfélagsins til þess að auka skilvirkni stjórnsýslunnar.
    Bókun fundar Helga Helgadóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
    Afgreiðsla 367. fundar bæjarráðs staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 367. fundur - 20. nóvember 2014 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 367. fundar bæjarráðs staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 367. fundur - 20. nóvember 2014 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 367. fundar bæjarráðs staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 367. fundur - 20. nóvember 2014 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 367. fundar bæjarráðs staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 368. fundur - 27. nóvember 2014

Málsnúmer 1411016FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 368. fundur - 27. nóvember 2014 Deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
    Helga Helgadóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

    Lagðar fram til kynningar, starfslýsingar er tengjast fyrirhuguðum skipulagsbreytingum.
    Bókun fundar Helga Helgadóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
    Afgreiðsla 368. fundar bæjarráðs staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

4.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 84. fundur - 17. nóvember 2014

Málsnúmer 1411008FVakta málsnúmer

Formaður félagsmálanefndar, Kristjana Rannveig Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 84. fundur - 17. nóvember 2014 Farið yfir helstu lykiltölur fjárhagasáætlunar og fjárhagsramma. Bókun fundar Afgreiðsla 84. fundar félagsmálanefndar staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 84. fundur - 17. nóvember 2014 Erindi samþykkt að hluta. Bókun fundar Afgreiðsla 84. fundar félagsmálanefndar staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 84. fundur - 17. nóvember 2014 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 84. fundar félagsmálanefndar staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 84. fundur - 17. nóvember 2014 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 84. fundar félagsmálanefndar staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 84. fundur - 17. nóvember 2014 Afgreiðslu frestað. Bókun fundar Afgreiðsla 84. fundar félagsmálanefndar staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 84. fundur - 17. nóvember 2014 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 84. fundar félagsmálanefndar staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 84. fundur - 17. nóvember 2014 Niðurstaða fyrir félagsþjónustu er 79,1 millj.kr. sem er 106% af áætlun tímabilsins sem var 74,3 millj.kr. Bókun fundar Afgreiðsla 84. fundar félagsmálanefndar staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 84. fundur - 17. nóvember 2014 Lagðar fram til kynningar ályktanir samþykktar á fulltrúafundi Landsamtakanna Þroskahjálpar sem haldinn var 17.-19. október 2014. Bókun fundar Afgreiðsla 84. fundar félagsmálanefndar staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 84. fundur - 17. nóvember 2014 Lögð fram til kynningar ársskýrsla Öryrkjabandalags Íslands. Skýrsluna má nálgast á vefslóðinni: http://www.obi.is/media/utgafa/ArsskyrslaOBI-2013-14.pdf Bókun fundar Afgreiðsla 84. fundar félagsmálanefndar staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 84. fundur - 17. nóvember 2014 Lagðar fram til kynningar fundargerðir þjónustuhóps frá 07.10.2014 og 04.11.2014. Bókun fundar Afgreiðsla 84. fundar félagsmálanefndar staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

5.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 85. fundur - 21. nóvember 2014

Málsnúmer 1411012FVakta málsnúmer

Formaður félagsmálanefndar, Kristjana Rannveig Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 85. fundur - 21. nóvember 2014 Félagasmálanefnd fór yfir helstu lykiltölur og einstaka gjaldaliði félagsþjónustunnar við fjárhagsáætlunargerð 2015. Deildarstjóra falið að ganga frá tillögunum til bæjarráðs samkvæmt fyrirliggjandi gögnum. Bókun fundar Afgreiðsla 85. fundar félagsmálanefndar staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

6.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 174. fundur - 19. nóvember 2014

Málsnúmer 1411011FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 174. fundur - 19. nóvember 2014 Lögð fram ferðastefna Fjallabyggðar og óskað eftir umsögn nefndarinnar.

    Nefndin fagnar framkominni ferðastefnu og mun taka tillit til hennar framvegis við sín störf.
    Bókun fundar Afgreiðsla 174. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 174. fundur - 19. nóvember 2014 Lagt fram bréf frá Vegagerðinni dagsett 28.10.2014. Vegagerðin óskar eftir leyfi til að ráðast í sjóvörn á Siglunesi. Einnig sækir Vegagerðin eftir leyfi til grjóttínslu í skriðum við Siglunesvita á um 600m3 af grjóti og skriðuefni. Vegagerðin telur að búið sé að ná samkomulagi við landeigendur um framkvæmdina.

    Skipulags- og umhverfisnefnd telur rétt að kanna hvort samkomulag sé komið á milli landeigenda. Deildarstjóra tæknideildar er falið að kanna málið til næsta fundar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 174. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 174. fundur - 19. nóvember 2014 Lagt fram bréf Róberts Guðfinnssonar fyrir hönd Rauðku ehf. þar sem fjallað er um þau svæði sem út af standa í samkomulagi sem Fjallabyggð og Rauðka ehf. gerðu með sér árið 2012.

    Í tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 er gert ráð fyrir að veita fjármagni í deiliskipulagsvinnu á miðbæjarsvæði Siglufjarðar og tanganum við innri höfn á Siglufirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 174. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 174. fundur - 19. nóvember 2014 Á 172. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lögð fram tillaga tæknideildar að útfærslu bílastæða á lóðinni Lækjargötu 6c, Siglufirði. Í framhaldi af því var tillagan grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum í samræmi við 44.gr. skipulagslaga nr.123/2010.

    Lagðar eru fram til kynningar tvær athugasemdir sem bárust vegna grenndarkynningarinnar.
    Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson.
    Afgreiðsla 174. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 174. fundur - 19. nóvember 2014 Lögð fram hnitsett afmörkun beitarhólfs ásamt drögum að samningi um beitarhólf Hestamannafélagsins Gnýfara á Ólafsfirði.

    Nefndin felur bæjarstjóra að skrifa undir framlagðan samning.
    Bókun fundar Afgreiðsla 174. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 174. fundur - 19. nóvember 2014 Menntaskólinn á Tröllaskaga óskar eftir heimild til að merkja norðurvegg skólans samkvæmt hjálagðri ljósmynd.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 174. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 174. fundur - 19. nóvember 2014 Sigurður Sigurðsson sækir um byggingarleyfi fyrir vélageymslu sem hann hyggst reisa á Kvíabekk, Ólafsfirði.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Forseti, Ríkharður Hólm Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar og varaforseti Steinunn María Sveinsdóttir tók á meðan við stjórn fundar.
    Afgreiðsla 174. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 174. fundur - 19. nóvember 2014 Lagt fram svarbréf Hreins Júlíussonar vegna úrbótabréfs frá tæknideild.

    Nefndin fagnar því að úrbætur hafi farið fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 174. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 174. fundur - 19. nóvember 2014 Björgunarsveitin Tindur óskar eftir leyfi Fjallabyggðar, til skoteldasýninga við Ósbrekkusand þann 6.desember nk. Sýningin er liður í námskeiði til að mennta stjórnendur við skoteldasýningar á vegum Björgunarskóla Landsbjargar.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson.
    Afgreiðsla 174. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 174. fundur - 19. nóvember 2014 Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir ágúst 2014.

    Niðurstaða fyrir hreinlætismál er 17,8 millj. kr. sem er 135% af áætlun tímabilsins sem var 13,2 millj. kr.

    Niðurstaða fyrir skipulags- og byggingarmál er 19 millj. kr. sem er 90% af áætlun tímabilsins sem var 21,2 millj. kr.

    Niðurstaða fyrir umferðar- og samgöngumál er 75,4 millj. kr. sem er 92% af áætlun tímabilsins sem var 81,7 millj. kr.

    Niðurstaða fyrir umhverfismál er 49,3 millj. kr. sem er 103% af áætlun tímabilsins sem var 47,9 millj. kr.

    Niðurstaða fyrir eignasjóð er -79 millj. kr. sem er 104% af áætlun tímabilsins sem var -76,2 millj. kr.

    Niðurstaða fyrir þjónustumiðstöð er 18,8 millj. kr. sem er 89% af áætlun tímabilsins sem var 21,2 millj. kr.

    Niðurstaða fyrir veitustofnun er -8,1 millj. kr. sem er -689% af áætlun tímabilsins sem var 1,2 millj. kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 174. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 174. fundur - 19. nóvember 2014 Deildarstjóri tæknideildar leggur fram tillögu að fjárhagsáætlun 2015 vegna hreinlætismála. Bókun fundar Afgreiðsla 174. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

7.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 11. fundur - 20. nóvember 2014

Málsnúmer 1411002FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 11. fundur - 20. nóvember 2014 Drög að Ferðastefnu Fjallabyggðar lögð fram til kynningar. Stýrihópur um gerð ferðastefnunnar hefur óskað eftir umsögn nefnda bæjarfélagsins.

    Markaðs- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti jákvæða umsögn um tillöguna og gerir ekki athugasemdir.
    Nefndin samþykkir að boða til samráðsfundar með ferðaþjónustuaðilum til að fara yfir tillöguna og fleiri þætti er snúa að sameiginlegum hagsmunum sveitarfélagins og ferðaþjónustuaðila.
    Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 11. fundur - 20. nóvember 2014 Rætt um fyrirkomulag og viðburðarhald um jól og áramót, brennur, flugeldasýningar og jólatréstendrun.
    Markaðs- og menningarnefnd leggur til að kveikt verði á jólatrjám í Fjallabyggð 29. nóvember í Ólafsfirði og á Siglufirði 30. nóvember.
    Markaðs- og menningarfulltrúa er jafnframt falið að ræða við þau félagasamtök sem hafa komið að þessum viðburðum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 11. fundur - 20. nóvember 2014 Farið yfir umsóknir um menningarstyrki og tillaga gerð til bæjarráðs.
    Tvær styrkumsóknir bárust að loknum umsóknarfresti og er þeim vísað til afgreiðslu í bæjarráði.

    Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að afgreiða umsóknir sem bárust um rekstrarstyrki.

    Með hliðsjón af afgreiðslu bæjarráðs gerir Markaðs- og menningarnefnd tillögu að öðrum menningarstyrkjum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarráðs.

    Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir óskar að bókað sé að hún vilji að meira jafnræðis sé gætt við styrkveitingar bæjarfélagsins til safna og viðburða í Fjallabyggð.
    Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir, Helga Helgadóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa þessum dagskrárlið til bæjarráðs.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 11. fundur - 20. nóvember 2014 Samkvæmt 3. grein reglna um tilnefningu bæjarlistamanns Fjallabyggðar skal Markaðs- og menningarnefnd auglýsa eftir umsóknum og/eða óska eftir rökstuddum ábendingum um bæjarlistamann, í bæjarblöðum og á heimasíðu Fjallabyggðar fyrir 25. nóvember ár hvert.

    Nefndin samþykkir að auglýsa eftir tilnefningu á bæjarlistamanni Fjallabyggðar 2015
    Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 11. fundur - 20. nóvember 2014 Rekstraryfirlit fyrstu níu mánuði ársins lagt fram til kynningar. Niðurstaða fyrir menningarmál er 46,8 millj. kr. sem er 95% af áætlun tímabilsins sem var 49,3 millj. kr.
    Niðurstaða fyrir atvinnu- og ferðamál er 12,5 millj. kr. sem er 96% af áætlun tímabilsins sem var 13,0 millj. kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

8.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 14. fundur - 20. nóvember 2014

Málsnúmer 1411010FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 14. fundur - 20. nóvember 2014 Teiknistofan Víðihlíð 45 hefur unnið tillögur að viðbyggingu fyrir líkamsræktaraðstöðu við Íþróttamiðstöðina á Ólafsfirði. Tillögurnar eru tvær; A og B. Tillaga A gerir ráð fyrir viðbyggingu meðfram allri norður hlið núverandi líkamsræktar, 101,7 fermetrar að stærð. Tillaga B gerir ráð fyrir viðbyggingu við austurhlið núverandi líkamsræktar, 96,1 fermetrar að stærð.
    Eftir umræður um málið leggur fræðslu- og frístundanefnd til við bæjarráð að leið A verði fyrir valinu, ef ákveðið verði að ráðast í þessa framkvæmd. Telur nefndin að leið A sé hagkvæmari en leið B.
    Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 14. fundur - 20. nóvember 2014 Á fundinn mætti Olga Gísladóttir leikskólastjóri kl. 17:30. Olga gerði grein fyrir fjárhagsáætlun leikskólans fyrir árið 2015. Olga vék af fundi kl. 18:00.

    Á fundinn mætti Ríkey Sigurbjörnsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar kl. 18:00. Ríkey gerði grein fyrir fjárhagsáætlun grunnskólans. Ríkey vék af fundi kl. 18:30.

    Deildarstjóri gerði grein fyrir fjárhagsáætlun Tónskólans og íþrótta og tómstundafulltrúi gerði grein fyrir fjárhagsáætlun Íþrótta- og æskulýðsmála.

    Fræðslu- og frístundanefnd mun fjalla frekar um fjárhagsáætlun ársins 2015 á næsa nefndarfundi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 14. fundur - 20. nóvember 2014 Erindið hefur þegar hlotið afgreiðslu undir 1. lið fundargerðar bæjarráðs 20. október 2014. Erindið gefur því ekki tilefni til ályktunar fræðslu- og frístundanefndar. Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 14. fundur - 20. nóvember 2014 Afgreiðslu frestað. Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 8.5 1411043 Trúnaðarmál
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 14. fundur - 20. nóvember 2014 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 14. fundur - 20. nóvember 2014 Drög að Ferðastefnu Fjallabyggðar lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

9.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 15. fundur - 24. nóvember 2014

Málsnúmer 1411015FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 15. fundur - 24. nóvember 2014 Fræðslu- og frístundanefnd fór yfir helstu lykiltölur og einstaka gjaldaliði fræðslu- og æskulýðsmála við fjárhagsáætlunargerð 2015.

    Undir þessum lið funargerðarinnar var farið yfir fyrirliggjandi umsóknir um frístundastyrki. Eftirfarandi var fært til bókar:

    ÚÍF fasteignaskattur, vísað til bæjarráðs.
    Golfklúbbur Ólafsfjarðar, hækkun á rekstarsamningi. Vísað til bæjarráðs.
    Golfklúbbur Siglufjarðar, hækkun á rekstarsamningi. Vísað til bæjarráðs.
    Golfklúbbur Siglufjarðar, SNAG búnaður. Samþykkt að gert verði ráð fyrir þessum búnaðarkaupum á stofnbúnarlið íþróttamiðstöðvarinnar, kr. 360.000.
    Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg, Fjallaskíðamót. Þar sem umsóknin snýr að kynningar og markaðsetningu mótsins, sem er ætlað fullorðnum, telur nefndin verkefnið ekki falla undir styrkveitingu til ungmenna og æskulýðsstarfs. Vísað til bæjarráðs.
    Skíðafélag Ólafsfjarðar, hækkun á Þjónustusamningi. Vísað til bæjarráðs.
    Skíðafélag Ólafsfjarðar, Skíðamót Íslands. Samþykkt tillaga um styrkveitingu kr. 500.000.
    Hestamannafélagið Gnýfari, rekstarsamningur. Vísað til bæjarráðs.
    Hestamannafélagið Glæsir, rekstarsamningur. Vísað til bæjarráðs.
    Hestamannafélagið Glæsir, fasteignaskattur. Vísað til bæjarráðs.
    KF, þjónustusamningur. Vísað til bæjarráðs.
    Hyrnan og Súlur, umsókn um styrk fyrir salarleigu. Verkefnið fellur ekki undir styrkveitingu til ungmenna- og æskulýðsstarfs. Vísað til bæjarráðs.
    Hyrnan og Súlur, umsókn um styrk fyrir salarleigu. Verkefnið fellur ekki undir styrkveitingu til ungmenna- og æskulýðsstarfs. Vísað til bæjarráðs.
    Herdís Erlendsdóttir, umsókn um styrk fyrir reiðnámskeið. Samþykkt tillaga um styrkveitingu kr. 300.000.
    Smástrákar, Unglingasveit Björgunarsv. Samþykkt tillaga um styrkveitingu kr. 500.000.
    Sævar Birgisson, heimsmeistaramót í skíðagöngu. Umsókn barst of seint. Nefndin synjar umsókninni fyrir sitt leyti.

    Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir að aksturskostnaður vegna einstakra deilda og stofnana fræðslu- og æskulýðsmála verði tekinn til gagngerrar athugunar og leitast verði við að ná fram sparnaði á þessum útgjaldalið.

    Lagt er til að frístundastyrkir verði hækkaðir í 9.000 kr. og aldursmörk verði jafnframt færð niður í fjögurra ára aldur.

    Skoðaður verði möguleiki á rekstarleigu líkamsræktartækja í íþróttamiðstöð.

    Gjaldskrá Tónskóla Fjallabyggðar verði endurskoðuð, fyrir næsta skólaár, í samræmi við það sem tíðkast í nærliggjandi sveitarfélögum.

    Kannað verði hvort að unnt sé að ná fram hagræðingu í rekstri leikskólans með útboði á hádegismat fyrir leikskólann. Leggur nefndin áherslu á að niðurstöður liggi fyrir áður en ráðist verði í breytingar á eldhúsi Leikskála.

    Lagt er til að umsjón með tölvukerfum stofnana fræðslu- og æskulýðsmála verði samræmd eins og hægt er og leitast verði við að á fram aukinni hagræðingu og sparnaði.

    Liðir sem falla undir aðkeypta sérfræðiþjónstu skólanna verði færðir undir einn sameiginlegan gjaldalið félags- og skólaþjónustu.

    Deildarstjóra falið að ganga frá tillögunum til bæjarráðs samkvæmt fyrirliggjandi gögnum.
    Bókun fundar Til máls tóku Helga Helgadóttir, S. Guðrún Hauksdóttir, Sólrún Júlíusdóttir, Kristinn Kristjánsson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa þessum dagskrárlið til bæjarráðs.

    Afgreiðsla 15. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 15. fundur - 24. nóvember 2014 Frístunda- og fræðslunefnd beinir því til bæjarráðs að farið verði eftir deiliskipulagi frá 13. maí 2013 um skipulag við nýbyggingu grunnskólans við Norðurgötu. Samvæmt skipulaginu er gert ráð fyrir því að útbúið verði svo kallað sleppisvæði fyrir skólarútuna við Vetrarbraut.
    Jafnframt beinir nefndin því til bæjarráðs að öryggi farþega skólarútunnar verði aukið með því að fylgdarmaður í rútunni fari út með börnunum á stoppistöðvum og stöðvi umferð meðan þau fara yfir götuna. Ella verði sett upp umferðarljós við stoppistöðvar skólarútunnar.
    Bókun fundar Til máls tóku Helga Helgadóttir, Kristinn Kristjánsson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.
    Afgreiðsla 15. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 15. fundur - 24. nóvember 2014 Fræðslu- og frístundanefnd mælir með að sameiginlegt skólahald tónskóla Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar verði skoðað enda leiði að af sér aukna hagræðingu í rekstri fyrir bæði sveitarfélögin. Bókun fundar Til máls tóku Helga Helgadóttir, S. Guðrún Hauksdóttir, Kristinn Kristjánsson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.
    Afgreiðsla 15. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 15. fundur - 24. nóvember 2014 Nefndin leggur til að félaginu verði boðið geymslupláss fyrir kastvélarnar í geymsluaðstöðu bæjarins á Ólafsfirði eða Siglufirði. Málinu vísað til úrlausnar umhverfis- og tæknideildar. Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 15. fundur - 24. nóvember 2014 Nefndin óskar eftir því að bæjarráð endurskoði drög að reglum Fjallabyggðar um styrki og setji skýrari ramma utan um umsóknir og hvaða gögn skulu liggja fyrir. Jafnframt ætlar nefndin að útbúa stefnu undir liðnum fræðslu- og frístundir og setja sér vinnureglur um hvernig styrkumsóknir eru afgreiddar. Bókun fundar Til máls tóku Helga Helgadóttir, S. Guðrún Hauksdóttir, Kristinn Kristjánsson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.
    Afgreiðsla 15. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 15. fundur - 24. nóvember 2014 Niðurstaða fyrir íþrótta- og æskulýðsmál er 165,4 millj. kr. sem er 99% af áætlun tímabilsins sem var 166,7 millj. kr.

    Niðurstaða fyrir fræðslu og uppeldismál er 441,9 millj. kr. sem er 99% af áætlun tímabilsins sem var 447,2 millj. kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

10.Atvinnumálanefnd - 4. fundur - 21. nóvember 2014

Málsnúmer 1411014FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • 10.1 1410062 Samkeppni um nýsköpun í Fjallabyggð
    Atvinnumálanefnd - 4. fundur - 21. nóvember 2014 Á fundinn mættu Sigríður Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Sigurður Steingrímsson verkefnastjóri á Akureyri. Kynntu þau starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og rætt var um hugsanlega samstarfsfleti við Fjallabyggð á vettvangi nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefna.
    Stefnt er að halda kynningarfund um nýsköpunarsamkeppni fimmtudaginn 4. desember nk.
    Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 10.2 1406040 Fjárhagsáætlun 2015 og 2016 - 2018
    Atvinnumálanefnd - 4. fundur - 21. nóvember 2014 Markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir tillögu að fjárhagsáætlun 2015 fyrir málaflokkinn atvinnumál.

    Atvinnumálanefnd samþykkir að vísa tillögunni til bæjarráðs og leggur áherslu á að veitt verði auknu fé til nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

11.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 63. fundur - 26. nóvember 2014

Málsnúmer 1411005FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • 11.1 1111070 Umhverfisstefna hafna
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 63. fundur - 26. nóvember 2014 Hafnir eru hvattar til að setja sér umhverfisstefnu.
    Hafnarstjórn mun taka umræðu eftir áramót á grundvelli forsenda sem Hafnarsambandið mun taka saman og senda til að staðla og auðvelda höfnunum til að setja eigin umhverfisstefnu.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar hafnarstjórnar staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 63. fundur - 26. nóvember 2014 Lagðar fram upplýsingar um áætlaðan kostnað við að skoða eignir bæjarfélagsins.
    Bæjarráð hefur tekið ákvörðun um að verkefnið verði á dagskrá á næsta fjárhagsári og verður verkið boðið út.
    Hafnarstjórn leggur áherslu á að fram fari skoðun á þeim eignum sem tilheyra höfninni.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson.
    Afgreiðsla 63. fundar hafnarstjórnar staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 63. fundur - 26. nóvember 2014 Lögð fram starfsáætlun fyrir næsta ár og áætlunarbók.
    Eftir yfirferð var áætlunin samþykkt með breytingum. Hafnarstjórn skilar þar með áætlun í samræmi við ákvörðun síðasta fundar og er áætlun hafnarstjórnar í samræmi við ramma ársins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar hafnarstjórnar staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 63. fundur - 26. nóvember 2014 Lögð fram til kynningar fundargerð 369. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands. Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar hafnarstjórnar staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

12.Bæjarráð Fjallabyggðar - 369

Málsnúmer 1411018FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 369. fundur - 28. nóvember 2014 Lagt fram yfirlit yfir tillögur til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

    Niðurstaða rekstrar fyrir 2015 er 72,584 millj. í tekjur umfram gjöld, sem er 11% framlegðarhlutfall.
    Veltufjárhlutfall er 1,04
    Niðurstaða framkvæmda er 180,000 millj..
    Gert er ráð fyrir að handbært fé í árslok 2015 sé 64,965 millj..

    Bæjarráð vísar framkomnum tillögum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
    Bókun fundar Til máls tóku Helga Helgadóttir, S. Guðrún Hauksdóttir, Kristinn Kristjánsson, Sigurður Valur Ásbjarnarson og Sólrún Júlíusdóttir.
    Afgreiðsla 369. fundar bæjarráðs staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 369. fundur - 28. nóvember 2014 Bæjarráð samþykkir drög að nýju skipuriti.
    Fyrri umræða um skipulagsbreytinguna fer fram mánudaginn 15. desember 2014 og síðari umræða fer fram miðvikudaginn 14. janúar 2015.
    Bæjarráð felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að undirbúa breytingar á samþykktum bæjarfélagsins.
    Helga Helgadóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
    Bókun fundar Helga Helgadóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
    Afgreiðsla 369. fundar bæjarráðs staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

13.Fjárhagsáætlun 2015 og 2016 - 2018

Málsnúmer 1406040Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri flutti stefnuræðu með tillögu að fjárhagsáætlun 2015 og 2016-2018.
Þar kom m.a. fram að:
1. Rekstrarniðurstaðan er jákvæð um 3,6% á árinu 2015.
2. Rekstrarniðurstaðan verður jákvæð öll árin til 2018.
3. Veltufé frá rekstri er 13,3% árið 2015.
4. Veltufé frá rekstri er jákvætt öll árin til 2018.
5. Skuldir verða greiddar niður um 66 m.kr. árið 2015 og samtals 246 m.kr. öll árin.
6. Til fjárfestinga verði varið um 180 m.kr. á árinu 2015.
7. Til fjárfestinga verði varið samtals um 715 m.kr. á árunum 2015 - 2018.
8. Lántaka verður engin á árunum 2015 - 2018.
9. Handbært fé verður á árinu 2015 um 65 m.kr.
10. Samtala rekstrarniðurstöðu verði öll árin jákvæð.
2015 verður rekstrarniðurstaðan um 73 m.kr.
2016 verður rekstrarniðurstaðan um 70 m.kr.
2017 verður rekstrarniðurstaðan um 73 m.kr.
2018 verður rekstrarniðurstaðan um 59 m.kr.

Til máls tóku Helga Helgadóttir, S. Guðrún Hauksdóttir, Sigurður Valur Ásbjarnarson, Kristinn Kristjánsson og Steinunn María Sveinsdóttir.

Bæjarstjórn samþykkti með 7 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun 2015 og 2016 - 2018, til umfjöllunar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn 15. desember 2014.

Fundi slitið.