-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 366. fundur - 18. nóvember 2014
Á 359. fundi bæjarráðs 16. október 2014, gerði bæjarráð alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaða fækkun starfa í Fjallabyggð á vegum ríkisins er tengdust skrifstofu sýslumanns og óskaði eftir að fá fund með nýjum sýslumanni.
Svavar Pálsson skipaður sýslumaður á Norðurlandi eystra frá næstu áramótum, mætti á fund bæjarráðs og fór yfir stöðu embættisins.
Fram kom í máli hans að ekki er gert ráð fyrir fækkun stöðugilda við embættið, umfram breytingar á staðsetningu sýslumannsins.
Bókun fundar
Afgreiðsla 366. fundar bæjarráðs staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 366. fundur - 18. nóvember 2014
Á fund bæjarráðs komu Láru Stefánsdóttur skólameistara Menntaskólans á Tröllaskaga og Hildur Ösp Gylfadóttir formaður skólanefndar MTR.
Fulltrúar MTR kynntu ályktun skólanefndar frá 18. nóvember 2014, þar sem lýst er yfir efasemdum um hugmyndir menntamálaráðherra varðandi sameiningu framhaldsskóla landsins.
Einnig var lagt fram minnisblað frá 27. október 2014 um nemendaígldi og rekstur skólans.
Eftir yfirferð og umræður þakkaði formaður bæjarráðs fulltrúum MTR fyrir komuna.
Bæjarráð tekur heilshugar undir ályktun skólanefndar og bókar eftirfarandi:
Bæjarráð Fjallabyggðar mótmælir harðlega þeim áformum stjórnvalda að skerða möguleika til framhaldsnáms í sveitarfélaginu. Áform þessi virðast hvorki tilgreina hvaða sparnaður eða faglegi ávinningur næst né hvaða tækifæri liggja í þessum breytingum fyrir nýjan skóla sem sannað hefur gildi sitt og hefur ávallt verið rekinn innan fjárlaga.
Menntaskólinn á Tröllaskaga er ein af grundvallarstofnunum samfélagsins sem hefur veitt fólki möguleika á að stunda framhaldsskólanám í sinni heimabyggð.
Fólk eldra en 25 ára hefur í miklum mæli stundað nám við skólann en með boðuðum breytingum mun slíkt ekki standa fólki til boða. Með þeim er vegið að starfsemi og sjálfstæði skólans og því skorar bæjarráð á þingmenn kjördæmisins að koma í veg fyrir að þessi áform verði að veruleika.
Bókun fundar
Afgreiðsla 366. fundar bæjarráðs staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 366. fundur - 18. nóvember 2014
Lagt fram bréf frá áhugafólki um "Gaggann" dags. 10. nóvember 2014. Í bréfinu kemur fram að haldinn hafi verið fundur í Alþýðuhúsinu á Siglufirði þann 6. nóvember s.l. um hugmyndir að nýtingu Gagnfræðaskólans við Hlíðarveg á Siglufirði.
Óskað er eftir viðræðum um nýtingu á húsnæðinu gegn vægu gjaldi.
Bæjarráð tekur fram að húsnæðið er í söluferli og því ekki tímabært að ráðstafa því á meðan á því stendur.
Bókun fundar
Afgreiðsla 366. fundar bæjarráðs staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 366. fundur - 18. nóvember 2014
Lagt fram minnisblað sem lagt var fram á fundi bæjarfulltrúa með ráðherra félags- og húsnæðismála þann 7/11 2014.
Bæjarfulltrúar og bæjarstjóri fóru yfir ábendingar í minnisblaðinu og viðbrögð ráðherra við þeim.
Tilefni fundarins voru m.a. áherslur ríkisstjórnar um að fjölga störfum á landsbyggðinni.
Í minnisblaðinu kemur m.a. fram að bæjaryfirvöld Fjallabyggðar lýsa yfir miklum áhuga á því að hluti af nýrri stjórnsýslustofnun sem sinna á málefnum Barnaverndarstofu, Fjölmenningarseturs og réttargæslumanna fatlaðs fólks verði staðsettur í Fjallabyggð. Mikil reynsla og þekking í fjarvinnslu er til staðar í sveitarfélaginu.
Í Ólafsfirði hefur verið starfrækt fjarvinnsla á vegum Alþingis, en þeim störfum hefur fækkað verulega á síðustu árum, ásamt fleiri opinberum störfum.
Bæjaryfirvöld Fjallabyggðar hvöttu til þess að horft sé til Fjallabyggðar þegar flutningur á opinberum störfum er fyrirhugaður og lýstu sig ávallt tilbúin til viðræðna við ríkisvaldið í þeim efnum.
Bókun fundar
Afgreiðsla 366. fundar bæjarráðs staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 366. fundur - 18. nóvember 2014
Boðað er til fundar um málefni hjúkrunarheimila sem rekin eru af sveitarfélögum eða með tengingu við þau. Fundurinn verður haldinn í Allsherjarbúð, fundarsal Sambands íslenskra sveitarfélaga, Borgartúni 30 í Reykjavík miðvikudaginn 26. nóvember n.k. kl. 9:30.
Bæjarráð felur deildarstjóra fjölskyldudeildar og/eða bæjarstjóra að sækja umræddan fund.
Bókun fundar
Afgreiðsla 366. fundar bæjarráðs staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 366. fundur - 18. nóvember 2014
Lagður fram tölvupóstur vegna afgreiðslu bæjarráðs frá framkvæmdastjóra Landsambands slökkviliðsmanna.
Bæjarráð telur rétt að óska eftir fundi með framkvæmdastjóranum og fulltrúa Kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt er til að fundurinn verði 26. nóvember í Reykjavík.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að sitja umræddan fund.
Bókun fundar
Afgreiðsla 366. fundar bæjarráðs staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 366. fundur - 18. nóvember 2014
Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál í skjalakerfi bæjarfélagsins.
Bókun fundar
Afgreiðsla 366. fundar bæjarráðs staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 366. fundur - 18. nóvember 2014
Lagðar fram óskir um ráðningu stuðningsfulltrúa fyrir nemanda við Grunnskóla Fjallabyggðar skólaárið 2014 - 2015. Um er að ræða 50 - 53,4% stöðu út skólaárið, sem greiðist af lögheimilissveitarfélagi.
Bæjarráð samþykkir fram komnar óskir skólastjóra og deildarstjóra fjölskyldudeildar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 366. fundar bæjarráðs staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 366. fundur - 18. nóvember 2014
Auglýst starf í stöðu vaktstjóra er frestað fram yfir áramót að tillögu deildarstjóra fjölskyldudeildar.
Bæjarráð staðfestir fram komna ábendingu og ákvörðun.
Bókun fundar
Afgreiðsla 366. fundar bæjarráðs staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 366. fundur - 18. nóvember 2014
Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál í skjalakerfi bæjarfélagsins.
Bókun fundar
Afgreiðsla 366. fundar bæjarráðs staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 366. fundur - 18. nóvember 2014
Deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála vék af fundi undir þessu dagskrárlið.
Bæjarráð tók umræðu um tillögu að breytingu á skipuriti bæjarfélagsins.
Bókun fundar
Afgreiðsla 366. fundar bæjarráðs staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 366. fundur - 18. nóvember 2014
Bæjarráð tók neðanritað til afgreiðslu.
1. Samningar.
Bæjarráð yfirfór gerða samninga sem gerðir voru í upphafi árs 2014 og gilda til áramóta 2015 - 2016.
a) Samstarfssamningur um rekstur knattspyrnuvalla kr. 5.637.000.-.
b) Samstarfssamningur um rekstur skíðasvæða Ólafsfjarðar kr 7.887.000.-. Innifalið er afborgun af snjótroðara.
Fram kom ábending um að samningur um uppbyggingu skíðagöngubrautar rann út 2014. Bæjarstjóra falið að boða stjórn félagsins til viðræðna.
c) Samstarfssamningur um rekstur golfvallarins Skeggjabrekku kr. 1.600.000.-.
d) Samstarfssamningur um rekstur golfvallarins í Hólsdal kr. 1.600.000.-.
e) Samstarfssamningur við Hestamannafélagið Glæsir kr. 500.000.-.
f) Samstarfssamningur við Hestamannafélagið Gnýfara kr. 500.000.-.
g) Samstarfssamningur við Síldaminjasafnið um byggingu Salthússins kr. 500.000.-.
h) Samningur um rekstur Sigurhæða ses kr. 1.897.000.-.
Steinunn María Sveinsdóttir vék af fundi við umfjöllun um lið g) um Síldarminjasafnið.
Afgreiðslu rekstrarstyrkja, viðhalds- og framkvæmdaliða frestað til næsta fundar bæjarráðs.
Bókun fundar
Steinunn María Sveinsdóttir vék af fundi við afgreiðslu g liðar.
Afgreiðsla 366. fundar bæjarráðs staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 366. fundur - 18. nóvember 2014
Tillagan lögð fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 366. fundar bæjarráðs staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 366. fundur - 18. nóvember 2014
Lagt fram minnisblað frá samráðsfundi dag. 10.11. 2014.
Fundinn sátu formaður bæjarráðs, deildarstjóri fjölskyldudeildar og bæjarstjóri.
Farið var yfir m.a.
1. Samþykktir og stofnsamning
2. Áætlanir
3. Rekstrarhalla
4. Framlög frá Jöfnunarsjóði
5. Óljósan fjárhagslegan grunn
6. Aðalfund samlagsins
Stjórnarmaður Róta, Steinunn María Sveinsdóttir fór yfir málið og þar kom fram að boðað er til stjórnarfundar 26. nóvember n.k..
Bókun fundar
Afgreiðsla 366. fundar bæjarráðs staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 366. fundur - 18. nóvember 2014
Lögð fram fundargerð fyrsta aðalfundar Róta bs. byggðasamlags frá 30.09.2014.
Bókun fundar
Afgreiðsla 366. fundar bæjarráðs staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 366. fundur - 18. nóvember 2014
Lagðar fram til kynningar fundargerðir 258., 259. og 260. fundar stjórnar Eyþings.
Bókun fundar
Afgreiðsla 366. fundar bæjarráðs staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.