Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 15. fundur - 24. nóvember 2014
Málsnúmer 1411015F
Vakta málsnúmer
-
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 15. fundur - 24. nóvember 2014
Fræðslu- og frístundanefnd fór yfir helstu lykiltölur og einstaka gjaldaliði fræðslu- og æskulýðsmála við fjárhagsáætlunargerð 2015.
Undir þessum lið funargerðarinnar var farið yfir fyrirliggjandi umsóknir um frístundastyrki. Eftirfarandi var fært til bókar:
ÚÍF fasteignaskattur, vísað til bæjarráðs.
Golfklúbbur Ólafsfjarðar, hækkun á rekstarsamningi. Vísað til bæjarráðs.
Golfklúbbur Siglufjarðar, hækkun á rekstarsamningi. Vísað til bæjarráðs.
Golfklúbbur Siglufjarðar, SNAG búnaður. Samþykkt að gert verði ráð fyrir þessum búnaðarkaupum á stofnbúnarlið íþróttamiðstöðvarinnar, kr. 360.000.
Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg, Fjallaskíðamót. Þar sem umsóknin snýr að kynningar og markaðsetningu mótsins, sem er ætlað fullorðnum, telur nefndin verkefnið ekki falla undir styrkveitingu til ungmenna og æskulýðsstarfs. Vísað til bæjarráðs.
Skíðafélag Ólafsfjarðar, hækkun á Þjónustusamningi. Vísað til bæjarráðs.
Skíðafélag Ólafsfjarðar, Skíðamót Íslands. Samþykkt tillaga um styrkveitingu kr. 500.000.
Hestamannafélagið Gnýfari, rekstarsamningur. Vísað til bæjarráðs.
Hestamannafélagið Glæsir, rekstarsamningur. Vísað til bæjarráðs.
Hestamannafélagið Glæsir, fasteignaskattur. Vísað til bæjarráðs.
KF, þjónustusamningur. Vísað til bæjarráðs.
Hyrnan og Súlur, umsókn um styrk fyrir salarleigu. Verkefnið fellur ekki undir styrkveitingu til ungmenna- og æskulýðsstarfs. Vísað til bæjarráðs.
Hyrnan og Súlur, umsókn um styrk fyrir salarleigu. Verkefnið fellur ekki undir styrkveitingu til ungmenna- og æskulýðsstarfs. Vísað til bæjarráðs.
Herdís Erlendsdóttir, umsókn um styrk fyrir reiðnámskeið. Samþykkt tillaga um styrkveitingu kr. 300.000.
Smástrákar, Unglingasveit Björgunarsv. Samþykkt tillaga um styrkveitingu kr. 500.000.
Sævar Birgisson, heimsmeistaramót í skíðagöngu. Umsókn barst of seint. Nefndin synjar umsókninni fyrir sitt leyti.
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir að aksturskostnaður vegna einstakra deilda og stofnana fræðslu- og æskulýðsmála verði tekinn til gagngerrar athugunar og leitast verði við að ná fram sparnaði á þessum útgjaldalið.
Lagt er til að frístundastyrkir verði hækkaðir í 9.000 kr. og aldursmörk verði jafnframt færð niður í fjögurra ára aldur.
Skoðaður verði möguleiki á rekstarleigu líkamsræktartækja í íþróttamiðstöð.
Gjaldskrá Tónskóla Fjallabyggðar verði endurskoðuð, fyrir næsta skólaár, í samræmi við það sem tíðkast í nærliggjandi sveitarfélögum.
Kannað verði hvort að unnt sé að ná fram hagræðingu í rekstri leikskólans með útboði á hádegismat fyrir leikskólann. Leggur nefndin áherslu á að niðurstöður liggi fyrir áður en ráðist verði í breytingar á eldhúsi Leikskála.
Lagt er til að umsjón með tölvukerfum stofnana fræðslu- og æskulýðsmála verði samræmd eins og hægt er og leitast verði við að á fram aukinni hagræðingu og sparnaði.
Liðir sem falla undir aðkeypta sérfræðiþjónstu skólanna verði færðir undir einn sameiginlegan gjaldalið félags- og skólaþjónustu.
Deildarstjóra falið að ganga frá tillögunum til bæjarráðs samkvæmt fyrirliggjandi gögnum.
Bókun fundar
Til máls tóku Helga Helgadóttir, S. Guðrún Hauksdóttir, Sólrún Júlíusdóttir, Kristinn Kristjánsson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa þessum dagskrárlið til bæjarráðs.
Afgreiðsla 15. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 15. fundur - 24. nóvember 2014
Frístunda- og fræðslunefnd beinir því til bæjarráðs að farið verði eftir deiliskipulagi frá 13. maí 2013 um skipulag við nýbyggingu grunnskólans við Norðurgötu. Samvæmt skipulaginu er gert ráð fyrir því að útbúið verði svo kallað sleppisvæði fyrir skólarútuna við Vetrarbraut.
Jafnframt beinir nefndin því til bæjarráðs að öryggi farþega skólarútunnar verði aukið með því að fylgdarmaður í rútunni fari út með börnunum á stoppistöðvum og stöðvi umferð meðan þau fara yfir götuna. Ella verði sett upp umferðarljós við stoppistöðvar skólarútunnar.
Bókun fundar
Til máls tóku Helga Helgadóttir, Kristinn Kristjánsson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.
Afgreiðsla 15. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 15. fundur - 24. nóvember 2014
Fræðslu- og frístundanefnd mælir með að sameiginlegt skólahald tónskóla Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar verði skoðað enda leiði að af sér aukna hagræðingu í rekstri fyrir bæði sveitarfélögin.
Bókun fundar
Til máls tóku Helga Helgadóttir, S. Guðrún Hauksdóttir, Kristinn Kristjánsson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.
Afgreiðsla 15. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 15. fundur - 24. nóvember 2014
Nefndin leggur til að félaginu verði boðið geymslupláss fyrir kastvélarnar í geymsluaðstöðu bæjarins á Ólafsfirði eða Siglufirði. Málinu vísað til úrlausnar umhverfis- og tæknideildar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 15. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 15. fundur - 24. nóvember 2014
Nefndin óskar eftir því að bæjarráð endurskoði drög að reglum Fjallabyggðar um styrki og setji skýrari ramma utan um umsóknir og hvaða gögn skulu liggja fyrir. Jafnframt ætlar nefndin að útbúa stefnu undir liðnum fræðslu- og frístundir og setja sér vinnureglur um hvernig styrkumsóknir eru afgreiddar.
Bókun fundar
Til máls tóku Helga Helgadóttir, S. Guðrún Hauksdóttir, Kristinn Kristjánsson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.
Afgreiðsla 15. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 15. fundur - 24. nóvember 2014
Niðurstaða fyrir íþrótta- og æskulýðsmál er 165,4 millj. kr. sem er 99% af áætlun tímabilsins sem var 166,7 millj. kr.
Niðurstaða fyrir fræðslu og uppeldismál er 441,9 millj. kr. sem er 99% af áætlun tímabilsins sem var 447,2 millj. kr.
Bókun fundar
Afgreiðsla 15. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.