Bæjarstjórn Fjallabyggðar

176. fundur 11. september 2019 kl. 17:00 - 17:30 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir 1.varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Jón Valgeir Baldursson bæjarfulltrúi, H lista
  • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
  • Nanna Árnadóttir bæjarfulltrúi, I lista
  • Konráð Karl Baldvinsson varabæjarfulltrúi, I lista
  • Ólafur Stefánsson varabæjarfulltrúi, D lista
  • Helgi Jóhannsson varabæjarfulltrúi, H lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ármann Viðar Sigurðsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
Særún Hlín Laufeyjardóttir boðaði forföll og í hennar stað mætti Helgi Jóhannsson. S. Guðrún Hauksdóttir boðaði einnig forföll og í hennar stað mætti Ólafur Stefánsson. Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir boðaði einnig forföll og í hennar stað mætti Konráð Karl Baldvinsson. Helga Helgadóttir 1. varaforseti stjórnaði fundi.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 617. fundur - 27. ágúst 2019

Málsnúmer 1908009FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 617. fundur - 27. ágúst 2019 Lagt fram til kynningar erindi Óttars Freys Gíslasonar forstöðumanns Brussel - skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 22.08.2019 þar sem fram kemur að Evrópuvika svæða og borga fer fram í Brussel dagana 7. - 10. október nk. Yfirskriftin í ár er "Svæði og borgir: Grunnstoðir fyrir framtíð Evrópusambandsins" Skráning stendur yfir til 27. september nk. Bókun fundar Afgreiðsla 617. fundar bæjarráðs staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 617. fundur - 27. ágúst 2019 Lagt fram til kynningar erindi Vals Rafns Halldórssonar fh. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 22.08.2019 þar sem fram kemur að XXXIV. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem er aukalandsþing, verður haldið föstudaginn 6. september nk. á Grand hótel Reykjavík. Þingið verður sett kl. 10:30 með ávarpi formanns sambandsins, Aldísar Hafsteinsdóttur, en skráning og afhending gagna hefst kl. 9:20. Stefnt er að því að þinginu ljúki um kl. 15:45. Bókun fundar Afgreiðsla 617. fundar bæjarráðs staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 617. fundur - 27. ágúst 2019 Lagt fram erindi Tryggva Gunnarssonar umboðsmanns Alþingis, dags. 14.08.2019 þar sem óskað er upplýsinga vegna kvörtunar Valló ehf. er varðar kostnað við eftirlit með snjóflóðum á skíðasvæðinu í Skarðsdal.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 617. fundar bæjarráðs staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 617. fundur - 27. ágúst 2019 Lagt fram til kynningar erindi Katrínar Bjargar Ríkharðsdóttur fh. Jafnréttisstofu, dags. 19.08.2019 er varðar dagskrá Landsfundar um jafnréttismál sveitarfélaga sem haldinn verður 4. - 5. september 2019.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til deildarstjóra félagsþjónustu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 617. fundar bæjarráðs staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 617. fundur - 27. ágúst 2019 Lagt fram til kynningar erindi Jóhönnu Sigurjónsdóttur fh. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 19.08.2019 þar sem athygli er vakin á að ráðuneytið hefur birt til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019 - 2033 í samráðsgátt stjórnvalda. Bókun fundar Afgreiðsla 617. fundar bæjarráðs staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 617. fundur - 27. ágúst 2019 Lagt fram til kynningar erindi Samtaka grænkera á Íslandi, dags. 20.08.2019 er varðar áskorun til umhverfisráðherra, ríkisstjórnar og sveitarfélaga um að draga úr neyslu dýraafurða vegna hamfarahlýnunar. Bókun fundar Afgreiðsla 617. fundar bæjarráðs staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 617. fundur - 27. ágúst 2019 Lagt fram erindi Þorvalds Hreinssonar fh. Veiðifélags Ólafsfjarðar, dags. 21.08.2019 þar sem fram kemur að aðalfundur Veiðifélags Ólafsfjarðar verður haldinn að Brimvöllum 2 Ólafsfirði, laugardaginn 31. ágúst nk. kl. 17:00.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að mæta á fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.

    Bókun fundar Afgreiðsla 617. fundar bæjarráðs staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 617. fundur - 27. ágúst 2019 Lögð fram til kynningar fundargerð 16. fundar stjórnar Hornbrekku frá 22. ágúst sl. Bókun fundar Afgreiðsla 617. fundar bæjarráðs staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 618. fundur - 3. september 2019

Málsnúmer 1908013FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 618. fundur - 3. september 2019 Lögð fram drög að samningi milli Siglunes Gesthouse og Fjallabyggðar um leigu húsnæðis að Lækjargötu 8 Siglufirði fyrir félagsmiðstöðina Neon fyrir tímabilið 01.09.2019 til 31.08.2020.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Til máls tóku Jón Valgeir Baldursson og Helgi Jóhannsson
    Afgreiðsla 618. fundar bæjarráðs staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 618. fundur - 3. september 2019 Lagt fram yfirlit staðgreiðslu útsvars fyrir tímabilið janúar til ágúst 2019. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 750.856.127 eða 102,56% af tímabilsáætlun. Bókun fundar Afgreiðsla 618. fundar bæjarráðs staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 618. fundur - 3. september 2019 Á 608. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn bæjarstjóra og markaðs- og menningarfulltrúa vegna erindis Jóseps Ó. Blöndal læknis, fh. Samtaka skurðlækna sem vinna á litlum/ eða afskekktum stöðum.

    Lagt fram vinnuskjal markaðs- og menningarfulltrúa dags. 19.08.2019 þar sem fram kemur að kostnaður vegna móttöku er áætlaður kr. 200.000.

    Bæjarráð samþykkir viðauka nr.14/2019 að upphæð kr. 200.000.- við deild 21510, lykill 4230 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Til máls tók Helgi Jóhannsson
    Afgreiðsla 618. fundar bæjarráðs staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum. Helgi Jóhannsson situr hjá.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 618. fundur - 3. september 2019 Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.

    Lagt fram erindi Bjargar Ástu Þórðardóttur lögmanns Samtaka Iðnaðarins fh. Raffó ehf. dags. 21.08.2019 þar sem ítrekuð er beiðni um upplýsingar vegna verðkönnunar Fjallabyggðar á götulýsingum og óskað eftir afstöðu sveitarfélagsins til hugsanlegrar bótakröfu.

    Bæjarráð áréttar að umbeðin gögn hafa þegar verið send og tekur ekki afstöðu til hugsanlegrar bótakröfu.



    Bókun fundar Afgreiðsla 618. fundar bæjarráðs staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 618. fundur - 3. september 2019 Lagt fram erindi Anítu Elefsen safnstjóra Síldarminjasafns Íslands vegna vatnssöfnunar á lóð Síldarminjasafnsins dagana 8.- 13. ágúst sl. sem varð til þess að vatn flæddi inn í húsakynni safnsins. Óskað er eftir því að sveitarfélagið ráði bót á frárennslismálum á svæðinu svo að forðast megi frekara tjón í framtíðinni.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 618. fundar bæjarráðs staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 618. fundur - 3. september 2019 Lagt fram erindi Ásgeirs Loga Ásgeirssonar íbúa við Hlíðarveg í Ólafsfirði, dags. 22.08.2019 þar sem óskað er eftir upplýsingum varðandi viðhald og framræstingu skurða sem grafnir voru í kjölfar aurskriðanna sem féllu á Ólafsfjörð í ágúst 1988.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.
    Bókun fundar Til máls tók Helgi Jóhannsson
    Afgreiðsla 618. fundar bæjarráðs staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 618. fundur - 3. september 2019 Lagt fram til kynningar erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 26.08.2019 þar sem fram kemur að Opin ráðstefna um framtíð byggðarþróunar á Norðurlöndum verður haldinn í Hákskólanum á Akureyri 12. september nk. kl. 9-17.

    Bókun fundar Afgreiðsla 618. fundar bæjarráðs staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 618. fundur - 3. september 2019 Lagt fram til kynningar erindi Helgu Þórisdóttur og Vigdísar Evu Líndal fh. Persónuverndar þar sem tilkynnt er að Persónuvernd hafi lokið aðkomu sinni vegna tilnefningar persónufulltrúa sbr. 1. mgr. 35. gr. laga nr. 90/2018 þar sem Fjallabyggð hefur tilnefnt persónverndarfulltrúa samkvæmt ákvæðum laga þessa. Bókun fundar Afgreiðsla 618. fundar bæjarráðs staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 618. fundur - 3. september 2019 Lagt fram til kynningar erindi Fiskistofu, dagsett 2. september 2019, varðandi úthlutun aflamarks fyrir fiskveiðiárið 2019/2020.

    Sólberg ÓF 1, sama skip og á fyrra fiskveiðiári, fær úthlutað mestu aflamarki, eða 10.354 þorskígildistonnum, sem er 2,8% af úthlutuðum þorskígildum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 618. fundar bæjarráðs staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 618. fundur - 3. september 2019 Lagt fram til kynningar erindi Björns Sævars Einarssonar og Aðalsteins Gunnarssonar fh. IOGT á Íslandi, dags. 19.08.2019 er varðar umsögn IOGT á Íslandi um áhrif áfengis á Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Bókun fundar Afgreiðsla 618. fundar bæjarráðs staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 618. fundur - 3. september 2019 Lagðar fram til kynningar, 120. fundargerð félagsmálanefndar Fjallabyggðar frá 27. ágúst sl., 2. fundargerð Öldungaráðs Fjallabyggðar frá 30. ágúst sl. og 74. fundargerð fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar frá 2.september sl.
    Bókun fundar Afgreiðsla 618. fundar bæjarráðs staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 619. fundur - 9. september 2019

Málsnúmer 1909003FVakta málsnúmer

  • 3.1 1909015 Ósk um launað leyfi í námslotum samkv. viðmiðunarreglum
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 619. fundur - 9. september 2019 Lagt fram erindi Særúnar Hlínar Laufeyjardóttur, dags. 03.09.2019 þar sem óskað er eftir launuðu námsleyfi til að geta mætt í starfslotur skólaárið 2019-2020 í samræmi við 4. gr. viðmiðunarregla um launuð leyfi í Fjallabyggð.

    Einnig lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála dags. 04.09.2019.

    Bæjarráð samþykkir að veita Særúnu Hlín Laufeyjardóttur launað leyfi í starfslotum á skólaárinu 2019-2020 í samræmi við 4. gr. viðmiðunarreglna um launað leyfi í Fjallabyggð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 619. fundar bæjarráðs staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 3.2 1909016 Ósk um námsleyfi vegna vettvangsnáms í M.Ed í menntunarfræðum
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 619. fundur - 9. september 2019 Lagt fram erindi Lilju Rósar Aradóttur dags. 21.08.2019 þar sem óskað er eftir launuðu námsleyfi á meðan á vettvangsnámi við Grunnskóla Fjallabyggðar stendur.

    Einnig lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála dags. 04.09.2019.

    Bæjarráð samþykkir að veita Lilju Rós Aradóttur launað leyfi í vettvangsnámi í samræmi við 4. gr. viðmiðunarreglur um launað námsleyfi í Fjallabyggð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 619. fundar bæjarráðs staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 3.3 1908069 Hreinsun á skurðum og ræsum ofan Ólafsfjarðar
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 619. fundur - 9. september 2019 Á 618. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar varðandi erindi Ásgeirs Loga Ásgeirssonar vegna hreinsunar skurða og ræsa ofan Hlíðarvegs í Ólafsfirði.

    Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 06.09.2019 þar sem fram kemur að farin er eftirlitsferð einu sinni á ári og ástand skurða metið með tilliti til hvort hreinsa þurfi upp úr þeim. Árið 2015 fór skriða ofan í einn skurðinn vegna mikilla rigninga og var þá hreinsað úr þeim skurði. Ekki hefur reynst nauðsynlegt að hreinsa úr skurðum frá þeim tíma.

    Bæjarráð samþykkir að senda ofangreinda umsögn deildarstjóra tæknideildar og bókun bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 619. fundar bæjarráðs staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 3.4 1908001 Drög að leiðbeiningum um gjaldskrár byggingarfulltrúaembætta
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 619. fundur - 9. september 2019 Bókun fundar Afgreiðsla 619. fundar bæjarráðs staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 3.5 1903067 Innheimtureglur Fjallabyggðar
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 619. fundur - 9. september 2019 Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum um innheimtu Fjallabyggðar.

    Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 619. fundar bæjarráðs staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 3.6 1908024 Flóð og úrkoma
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 619. fundur - 9. september 2019 Lögð fram umsögn bæjarstjóra, dags. 06.09.2019 vegna fráveitumála og þeirra aðstæðna sem sköpuðust í Fjallabyggð dagana 14.- 16. ágúst sl. þar sem fram kemur :

    Þann 12.-14. ágúst s.l. varð gífurleg úrkoma bæði á Siglufirði og Ólafsfirði, sem reyndist verða um 200 mm á hvorum stað. Engin ábending eða aðvörun barst frá veðurstofunni eða almannavörnum. Á sama tíma var stækkandi straumur og sjávarstaða því tiltölulega há.

    Ólafsfjörður:
    Mikill vatnselgur var á öllum opnum svæðum og tjörnin við Tjarnarborg var yfir full, aðallega vegna þess að einhver óviðkomandi aðili hafði lokað útfallsröri tjarnarinnar til hálfs. Ef það hefði ekki gerst þá hefði grunnvatnsstaða kringum grunnskóla og íþróttamannvirki verið lægri.

    Flóðavatn komst inn í kjallara sundlaugarinnar og olli tjóni upp á 0.5 -1.0 mkr. Einnig varð verktaki sem vann við skólalóð grunnskólans fyrir tjóni, en það er ekki vitað hvað það varð mikið.

    Á þessu ári á að ljúka framkvæmdum við útrásir í Ólafsfirði. Þá er lokið við að koma fráveituvatni langt út fyrir stórstreymis fjöruborð og gildandi heilbrigðiskröfur því uppfylltar. Á syðri útrásarbrunnunum verður lagt aukayfirfall til að auka afköst holræsakerfisins.

    Siglufjörður:
    Rigningarmagn var heldur meira en í hamfaraúrhellinu 28/8 2015. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á holræsakerfinu síðan þá og þær komu í veg fyrir meira tjón en raun varð á. Tilkynnt tjón vegna hækkandi grunnvatnsstöðu voru u.þ.b. 10 -12, sem var aðallega vegna flóða í kjallara gegnum sökkla og plötu. Þegar háflóð var á Siglufirði komst vatn og skólp ekki út í sjó vegna hárrar vatnsstöðu í holræsakerfinu.
    Fengnir voru dælubílar frá Slökkviliði Fjallabyggðar og Hreinsitækni til að dæla úr brunnum við Aðalgötu og Eyrarflöt til að lækka vatnsstöðu í brunnunum og minnka þar með þrýsting á holræsakerfinu.
    Það er ljóst að ekki er hægt að hanna kerfi sem ræður vandræðalaust við verstu skilyrði þ.e. úrhellisrigningu og háa sjávarstöðu.

    Tillögur um úrbætur:

    1.
    Áframhaldandi vinna við að fanga linda-/ofanvatn og tengja það í sérstakar ofanvatnslagnir.
    2.
    Fjárfest verði í færanlegum dælum með mikla afkastagetu sem notaðar verði við útrásar brunna til að létta á kerfinu í miklu úrhelli og hárri sjávarstöðu.
    3.
    Gert verði samkomulag við veðurstofu Íslands um að viðvörun berist til yfirstjórnar Fjallabyggðar, ef miklar rigningar eru fyrirsjáanlegar á utanverðum Tröllaskaga.
    4.
    Brýnt verði fyrir húseigendum, sem eru með niðurgrafna kjallara á eyrinni á Siglufirði að setja einstreymisloka á hús og drenkerfi með dælu verði lagt í kringum húsin.

    Bæjarráð samþykkir að vísa tillögum að úrbótum og áframhaldandi vinnu við frárennsli í Fjallabyggð til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.
    Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Gunnar I. Birgisson.
    Afgreiðsla 619. fundar bæjarráðs staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 3.7 1807054 Óásættanleg meðferð og stjórnsýsla á opinberu fé
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 619. fundur - 9. september 2019 Á 616. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna erindis Verkvals ehf. varðandi útboð á holræsahreinsun í Fjallabyggð.

    Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 06.09.2019 þar sem fram kemur að fyrirhugað er að halda verðkönnun vegna holræsahreinsunar í haust í samstarfi við Dalvíkurbyggð.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 619. fundar bæjarráðs staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 3.8 1809037 Vátryggingar Fjallabyggðar
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 619. fundur - 9. september 2019 Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar, dags. 09.09.2019 þar sem óskað er eftir samþykki til að framlengja samningi um vátryggingaviðskipti Fjallabyggðar við Sjóvá, um eitt ár í samræmi við 7. gr. samningsins.

    Bæjarráð samþykkir að framlengja samninginn um eitt ár, eða til 31. desember 2020 og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar að fylgja málinu eftir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 619. fundar bæjarráðs staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 3.9 1901048 Launayfirlit tímabils - 2019
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 619. fundur - 9. september 2019 Lagt fram til kynningar launayfirlit fyrir tímabilið janúar til ágúst 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 619. fundar bæjarráðs staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 3.10 1712036 Laugarvegur 39 - íbúð 101
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 619. fundur - 9. september 2019 Lagt fram undirritað kauptilboð í íbúð 101 að Laugarvegi 39, dags. 4. september, tilboðinu var hafnað og gert var gagntilboð sem ekki var tekið en nýtt kauptilboð barst frá sama aðila dags. 6. september en móttekið 9. september sem bæjaryfirvöld höfnuðu.

    Þá barst kauptilboð frá öðrum aðila dags. 5. september.

    Bæjarráð samþykkir að taka kauptilboði dags. 5.september.


    Bókun fundar Afgreiðsla 619. fundar bæjarráðs staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 3.11 1909003 Umhverfismatsdagurinn 2019
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 619. fundur - 9. september 2019 Lagt fram til kynningar erindi Grímu Eikar Káradóttur fh. Skipulagsstofnunar, dags. 30. ágúst 2019 þar sem fram kemur að Umhverfismatsdagurinn, árlegt málþing Skipulagsstofnunar um umhverfismat, fer fram í Norræna húsinu þann 13. september næstkomandi klukkan 13.00-16.00. Bókun fundar Afgreiðsla 619. fundar bæjarráðs staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 3.12 1909009 Jafnréttisviðurkenning
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 619. fundur - 9. september 2019 Lagt fram til kynningar erindi Önnu G. Björnsdóttur fh. Jafnréttisstofu, dags. 02.09.2019 þar sem fram kemur að Jafnréttisráð óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Jafnréttisráðs fyrir árið 2019. Viðurkenningu geta hlotið einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög, hópar eða félagasamtök, sem á einn eða annan hátt hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði jafnréttismála í víðri merkingu.
    Tilnefningum skal skila rafrænt eigi síðar en 27. september 2019 til Jafnréttisráðs á netfangið jafnrettisrad@jafnretti.is
    Bókun fundar Afgreiðsla 619. fundar bæjarráðs staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 3.13 1909010 Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 619. fundur - 9. september 2019 Lagt fram til kynningar erindi Rúnars Guðjónssonar fh. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðs, dags. 03.09.2019 þar sem fram kemur að undirbúningur sé þegar hafinn að árlegum minningardegi Sameinuðu þjóðanna um þá sem hafa látist í umferðarslysum sem haldinn verður verður 17. nóvember nk. Bókun fundar Afgreiðsla 619. fundar bæjarráðs staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 3.14 1908034 Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkis í málefnum sveitarfélaga
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 619. fundur - 9. september 2019 Lagt fram til kynningar erindi Jóhönnu Sigurðardóttur fh. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis þar sem vakin er athygli á því að tvö ný fylgiskjöl hafa bæst við tillögu til þingsályktunar um stefnu í málefnum sveitarfélaga í samráðsgátt Stjórnarráðsins.
    Annas vegar er um að ræða umsögn Byggðastofnunar um tillöguna og hins vegar lögfræðilegt álit á stjórnskipunarlegum atriðum hennar. Þá er einnig vakin athygli á að í samráðsgáttinni eru framkomnar tillögur og fylgiskjöl til umsagnar er varða reglur um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 619. fundar bæjarráðs staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 3.15 1901024 Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2019
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 619. fundur - 9. september 2019 Lögð fram til kynningar fundargerð 873. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var föstudaginn 30. ágúst sl.

    Bæjarráð tekur undir bókun stjórnar Sambandsins í lið 3 í fundargerðinni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 619. fundar bæjarráðs staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 3.16 1901004 Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2019
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 619. fundur - 9. september 2019 Lagt fram til kynningar fundargerðir 244. fundar skipulags og umhverfisnefndar Fjallabyggðar og 56. fundar markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar. Bókun fundar Afgreiðsla 619. fundar bæjarráðs staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

4.Stjórn Hornbrekku - 16. fundur - 22. ágúst 2019

Málsnúmer 1908007FVakta málsnúmer

  • 4.1 1805111 Gjaldskrár 2019
    Stjórn Hornbrekku - 16. fundur - 22. ágúst 2019 Stjórn Hornbrekku samþykkir eftirfarandi tillögu að gjaldskrá vegna þjónustu Hornbrekku vegna andláts: Aðstöðugjald (kæligjald) kr. 5.100. Aðhlynning eftir andlát/umbúnaður líks/ kistulagning (kæligjald innifalið) kr. 21.000 Nærklæði kr. 4.000. Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Stjórn Hornbrekku - 16. fundur - 22. ágúst 2019 Hjúkrunarforstjóri gerði grein fyrir starfsemi Hornbrekku frá síðasta fundi. Á næstunni fara af stað framkvæmdir við breytingu á þvottahúsi á efri hæð og rýminu breytt í íveruherbergi. Með þessari breytingu eru 26 herbergi á Hornbrekku. Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Stjórn Hornbrekku - 16. fundur - 22. ágúst 2019 Lögð fram eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra, fyrir Hornbrekku, dags. 25. júní sl. Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Stjórn Hornbrekku - 16. fundur - 22. ágúst 2019 Hjúkrunarforstjóri fór yfir samantekt á gæðavísum (RAI-stuðull) Hornbrekku, frá mars 2018 til júní 2019. Niðurstöðurnar fyrir Hornbrekku, á þessu tímabili, eru í öllum þáttum innan viðmiðunarmarka. Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Stjórn Hornbrekku - 16. fundur - 22. ágúst 2019 Erindi frá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu varðandi rammasamning hjúkrunarheimila við ríkið, lagt fram til kynningar. Á félasgfundi SFV, sem haldinn var 12. ágúst sl. var eftirfarndi ályktun samþykkt: ,,Félagsfundur Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu telur mikilvægt að samningaviðræður við ríkið um þjónustu í hjúkrunar -, dvalar -, og dagdvalarrýmum eigi sér stað miðlægt, milli samninganefnda SFV og ríkisins, en ekki á milli einstakra rekstraraðila og ríkisins. Fundurinn lýsir yfir fullum stuðningi við störf samninganefnda og stjórnar SFV í þeim viðræðum og hvetja þau til að afla umboða aðildarfélaga þess efnis." Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

5.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 120. fundur - 27. ágúst 2019

Málsnúmer 1908008FVakta málsnúmer

  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 120. fundur - 27. ágúst 2019 Deildarstjóri fór yfir yfirstandi vinnu við húsnæðisáætlun Fjallabyggðar. Bókun fundar Afgreiðsla 120. fundar félagsmálanefndar staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 120. fundur - 27. ágúst 2019 Félagsmálanefnd samþykkir að hefja undirbúning að endurnýjun á jafnréttisáætlun Fjallabyggðar, sbr. lög nr. 10/2008. Deildarstjóra falið að leggja fram drög fyrir næsta fund nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 120. fundar félagsmálanefndar staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 120. fundur - 27. ágúst 2019 Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga verður haldinn í Garðabæ 4.-5. september 2019. Samþykkt að formaður félagsmálanedndar sæki fundinn. Bókun fundar Afgreiðsla 120. fundar félagsmálanefndar staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 120. fundur - 27. ágúst 2019 Deildarstjóri gerði grein fyrir væntanlegu endurmati á þjónustuþörf notenda félagslegrar heimaþjónustu. Á grundvelli matsins verður tekin ákvörðun um umfang og þjónustunnar sem veitt er. Bókun fundar Afgreiðsla 120. fundar félagsmálanefndar staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 120. fundur - 27. ágúst 2019 Bókun fundar Afgreiðsla 120. fundar félagsmálanefndar staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 120. fundur - 27. ágúst 2019 Bókun fundar Afgreiðsla 120. fundar félagsmálanefndar staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

6.Öldungaráð Fjallabyggðar - 2. fundur - 30. ágúst 2019

Málsnúmer 1908011FVakta málsnúmer

  • Öldungaráð Fjallabyggðar - 2. fundur - 30. ágúst 2019 Undir þessum lið fundargerðar var rætt um ýmis hagsmunamál eldri borgara í Fjallabyggð.
    Næsti fundur ráðsins verður haldinn í októbermánuði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar öldungaráðs staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Öldungaráð Fjallabyggðar - 2. fundur - 30. ágúst 2019 Guðrún Sif Guðbrandsdóttir, deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármáladeildar kynnir reglur um afslætti á fasteignaskatti Fjallabyggðar. Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar öldungaráðs staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Öldungaráð Fjallabyggðar - 2. fundur - 30. ágúst 2019 Lögð fram til kynningar dagskrá dagdvalar og dagþjónustu/félagsstarfs aldraðra í Fjallabyggð fyrir veturinn 2019 - 2020. Dagskráin verður með svipuðu sniði og í fyrra. Hádegismatur verður á boðstólum tvisvar sinnum í viku í Húsi eldri borgara á Ólafsfirði, á þriðjudögum og föstudögum. Sundleikfimi verður á Ólafsfirði á miðvikudögum kl. 13:30 og föstudögum kl. 10:45. Á Siglufirði verður sundleikfimin kl. 9:00 á mánudögum og kl. 10 á miðvikudögum. Mikillar óánægju gætir með tímasetningu á sundleikfimi beggja vegna og viðkomandi aðilar hvattir til að skoða aðrar útfærslur. Einnig lýsir öldungarráð yfir vonbrigðum sínum með tímasetningu fyrir íþróttir eldri borgara í íþróttahúsinu á Ólafsfirði. Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar öldungaráðs staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Öldungaráð Fjallabyggðar - 2. fundur - 30. ágúst 2019 Kynning á yfirstandi vinnu við húsnæðisáætlun Fjallabyggðar. Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar öldungaráðs staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

7.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 2. september 2019

Málsnúmer 1908010FVakta málsnúmer

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 2. september 2019 Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamannvirkja sat undir þessum dagskrárlið. Fulltrúar frá AVH arkitektúr - verkfræði - hönnun voru gestir fundarins og kynntu tillögur að viðbyggingu við íþróttamiðstöð Fjallabyggðar á Siglufirði. Viðbyggingin mun bæta aðgengi að íþróttahúsi, sundlaug og líkamsrækt þannig að eftir breytingar verði aðgengi fyrir alla. Bókun fundar Til máls tók Helgi Jóhannsson.
    Afgreiðsla 74. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 2. september 2019 Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamannvirkja sat undir þessum dagskrárlið.
    Forstöðumaður fór yfir tillögu að vetraropnun íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar.
    Vetraropnun verður auglýst.
    Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 2. september 2019 Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri leikskólans og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna.
    Skólastjóri kynnti starfsáætlun Leikskóla Fjallabyggðar fyrir skólaárið 2019-2020.
    Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

8.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 244. fundur - 4. september 2019

Málsnúmer 1908012FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 244. fundur - 4. september 2019 Nefndin óskar eftir aðstoð Minjastofnunar um nánari staðsetningu tiltekinna fornleifa vegna úrvinnslu málsins. Bókun fundar Afgreiðsla 244. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 244. fundur - 4. september 2019 Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu og felur tæknideild afgreiðslu málsins í samræmi við 2. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Afgreiðsla 244. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 244. fundur - 4. september 2019 Tæknideild falið að kynna skipulagslýsinguna í samræmi við 40.gr.skipulagslaga nr.123/2010. Bókun fundar Afgreiðsla 244. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 244. fundur - 4. september 2019 Nefndin samþykkir stöðuleyfi stýrishúss á lóð Síldarminjasafnsins. Bókun fundar Afgreiðsla 244. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 244. fundur - 4. september 2019 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 244. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 244. fundur - 4. september 2019 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 244. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 244. fundur - 4. september 2019 Þar sem ekki er til deiliskipulag af svæðinu er tæknideild falið að grenndarkynna tillöguna aðliggjandi lóðarhöfum í samræmi við 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Afgreiðsla 244. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 244. fundur - 4. september 2019 Nefndin samþykkir leyfi til að reisa nýjan lyftuskúr en óskar eftir nánari upplýsingum um framkvæmd til stækkunnar marksvæðis göngubrautar. Bókun fundar Afgreiðsla 244. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 244. fundur - 4. september 2019 Nefndin fagnar frumkvæði MTR að kolefnisjöfnun í Fjallabyggð og leggur til að MTR gróðursetji á gönguskíðasvæði í samráði við Skógræktarfélag og Skíðafélag Ólafsfjarðar. Bókun fundar Afgreiðsla 244. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 244. fundur - 4. september 2019 Nefndin tekur vel í erindið og felur tæknideild að grenndarkynna hugmynd að lokun götunnar fyrir aðliggjandi byggð. Bókun fundar Afgreiðsla 244. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

9.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 56

Málsnúmer 1909001FVakta málsnúmer

  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 56 Undir þessum lið sat Ásta Sigurfinnsdóttir umsjónarmaður Tjarnarborgar. Umsjónarmaður og deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála lögðu fram drög að endurskoðuðum samningi um útleigu í Tjarnaborg. Markaðs- og menningarnefnd samþykkir drögin með áorðnum breytingum og vísar til bæjarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 56. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 56 Formaður Markaðs- og menningarnefndar upplýsti fundarmenn um stöðu og vinnu við gerð Markaðsstefnu Fjallabyggðar. Bókun fundar Afgreiðsla 56. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 56 Síðastliðið haust var haldinn velheppnaður samráðsfundur ferðaþjónustu, menningar og afþreyingar í Fjallabyggð. Stefnt er að því að halda aftur fund í nóvember nk.. Markaðs- og menningarnefnd felur markaðs- og menningarfulltrúa að leggja hugmynd að dagsetningu og umræðuefnum haustfundar fyrir næsta fund nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 56. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 56 Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt og listmálari hélt sýningu á vatnslitaverkum í Herhúsinu í ágúst sl. Meðal annarra listaverka voru 12 vatnslitaverk af snjóflóðavarnargörðum ofan Siglufjarðar. Myndirnar sýna hönnun og lögun snjóflóðavarnargarðanna og samspil þeirra við náttúru og byggðina í Siglufirði. Myndirnar eru falleg heimild um þessi miklu mannvirki.
    Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt og teiknistofa hans, Landslag ehf., voru tilnefnd til evrópskra verðlauna í landslagsarkitektúr á sínum tima fyrir hönnun snjóflóðavarnargarða á Siglufirði og hlutu viðurkenningu. Snjóflóðavarnargarðarnir á Siglufirði hafa vakið verulega athygli meðal fagfólks í hönnun erlendis.
    Reynir Vilhjálmsson hefur boðið Fjallabyggð vatnslitamyndirnar af snjóflóðargörðum á Siglufirði til kaups og þykja þessar myndir hvergi eiga betur heima en í eigu sveitarfélagsins.
    Markaðs- og menningarnefnd þakkar boð Reynis og tekur undir það að myndirnar eigi heima í eigu sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Til máls tók Helgi Jóhannsson.
    Afgreiðsla 56. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

10.Trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar 2018 - 2022

Málsnúmer 1806014Vakta málsnúmer

a) Kosning í bæjarráð skv. 46. gr. a-lið samþykktar um stjórn og fundarsköp Fjallabyggðar.
Tillaga kom fram um að aðalmenn í bæjarráði yrðu Helga Helgadóttir sem formaður, Nanna Árnadóttir og Jón Valgeir Baldursson.
Til vara S. Guðrún Hauksdóttir, Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir og Særún Hlín Laufeyjardóttir.
Tillagan samþykkt með 7 atkvæðum.

b)Breyting á nefndarskipan:
Samþykkt var samhljóða með 7 atkvæðum eftirfarandi breyting hjá H-lista.

Í félagsmálanefnd verður Jón Kort Ólafsson aðalmaður í stað Særúnar Hlínar Laufeyjardóttur og Særún Hlín Laufeyjardóttir varamaður í stað Bylgju Hafþórsdóttur.

Fundi slitið - kl. 17:30.