Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

120. fundur 27. ágúst 2019 kl. 14:00 - 16:00 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Hrafnhildur Ýr Denke Vilbertsdóttir formaður I lista
  • Díana Lind Arnarsdóttir aðalmaður, D lista
  • Friðfinnur Hauksson aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri

1.Húsnæðisáætlun Fjallabyggðar

Málsnúmer 1807011Vakta málsnúmer

Deildarstjóri fór yfir yfirstandi vinnu við húsnæðisáætlun Fjallabyggðar.

2.Jafnréttisáætlun Fjallabyggðar og framkvæmdaáætlun 2020-2024

Málsnúmer 1908045Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd samþykkir að hefja undirbúning að endurnýjun á jafnréttisáætlun Fjallabyggðar, sbr. lög nr. 10/2008. Deildarstjóra falið að leggja fram drög fyrir næsta fund nefndarinnar.

3.Landsfundur um jafnréttismál

Málsnúmer 1907016Vakta málsnúmer

Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga verður haldinn í Garðabæ 4.-5. september 2019. Samþykkt að formaður félagsmálanedndar sæki fundinn.

4.Reglur um heimaþjónustu Fjallabyggðar

Málsnúmer 1901058Vakta málsnúmer

Deildarstjóri gerði grein fyrir væntanlegu endurmati á þjónustuþörf notenda félagslegrar heimaþjónustu. Á grundvelli matsins verður tekin ákvörðun um umfang og þjónustunnar sem veitt er.

5.Dagdvöl aldraðra, vetrardagskrá 2019-2020

Málsnúmer 1908046Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar dagskrá dagdvalar og dagþjónustu/félagsstarfs aldraðra í Fjallabyggð fyrir veturinn 2019 - 2020. Dagskráin verður með svipuðu sniði og í fyrra. Hádegismatur verður á boðstólum tvisvar sinnum í viku í Húsi eldri borgara á Ólafsfirði, á þriðjudögum og föstudögum. Sundleikfimi verður á Ólafsfirði á miðvikudögum kl. 13:30 og föstudögum kl. 10:45. Á Siglufirði verður sundleikfimin kl. 9:00 á mánudögum.

6.NPA- Grunn og framhaldsnámskeið haust 2019

Málsnúmer 1908048Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.