Öldungaráð Fjallabyggðar

2. fundur 30. ágúst 2019 kl. 12:00 - 13:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
  • Ingvar Ágúst Guðmundsson aðalmaður
  • Konráð Karl Baldvinsson aðalmaður
  • Björn Þór Ólafsson aðalmaður
  • Ásdís Pálmadóttir aðalmaður
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
  • Elín Arnardóttir fulltrúi heilsugæslu
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson embættismaður
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson

1.Starfsemi öldungaráðs 2019

Málsnúmer 1903080Vakta málsnúmer

Undir þessum lið fundargerðar var rætt um ýmis hagsmunamál eldri borgara í Fjallabyggð.
Næsti fundur ráðsins verður haldinn í októbermánuði.

2.Reglur um afslætti á fasteignaskatti

Málsnúmer 1908066Vakta málsnúmer

Guðrún Sif Guðbrandsdóttir, deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármáladeildar kynnir reglur um afslætti á fasteignaskatti Fjallabyggðar.

3.Dagdvöl aldraðra, vetrardagskrá 2019-2020

Málsnúmer 1908046Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar dagskrá dagdvalar og dagþjónustu/félagsstarfs aldraðra í Fjallabyggð fyrir veturinn 2019 - 2020. Dagskráin verður með svipuðu sniði og í fyrra. Hádegismatur verður á boðstólum tvisvar sinnum í viku í Húsi eldri borgara á Ólafsfirði, á þriðjudögum og föstudögum. Sundleikfimi verður á Ólafsfirði á miðvikudögum kl. 13:30 og föstudögum kl. 10:45. Á Siglufirði verður sundleikfimin kl. 9:00 á mánudögum og kl. 10 á miðvikudögum. Mikillar óánægju gætir með tímasetningu á sundleikfimi beggja vegna og viðkomandi aðilar hvattir til að skoða aðrar útfærslur. Einnig lýsir öldungarráð yfir vonbrigðum sínum með tímasetningu fyrir íþróttir eldri borgara í íþróttahúsinu á Ólafsfirði.

4.Húsnæðisáætlun Fjallabyggðar

Málsnúmer 1807011Vakta málsnúmer

Kynning á yfirstandi vinnu við húsnæðisáætlun Fjallabyggðar.

Fundi slitið - kl. 13:30.