Öldungaráð Fjallabyggðar - 2. fundur - 30. ágúst 2019
Málsnúmer 1908011F
Vakta málsnúmer
-
Öldungaráð Fjallabyggðar - 2. fundur - 30. ágúst 2019
Undir þessum lið fundargerðar var rætt um ýmis hagsmunamál eldri borgara í Fjallabyggð.
Næsti fundur ráðsins verður haldinn í októbermánuði.
Bókun fundar
Afgreiðsla 2. fundar öldungaráðs staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Öldungaráð Fjallabyggðar - 2. fundur - 30. ágúst 2019
Guðrún Sif Guðbrandsdóttir, deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármáladeildar kynnir reglur um afslætti á fasteignaskatti Fjallabyggðar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 2. fundar öldungaráðs staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Öldungaráð Fjallabyggðar - 2. fundur - 30. ágúst 2019
Lögð fram til kynningar dagskrá dagdvalar og dagþjónustu/félagsstarfs aldraðra í Fjallabyggð fyrir veturinn 2019 - 2020. Dagskráin verður með svipuðu sniði og í fyrra. Hádegismatur verður á boðstólum tvisvar sinnum í viku í Húsi eldri borgara á Ólafsfirði, á þriðjudögum og föstudögum. Sundleikfimi verður á Ólafsfirði á miðvikudögum kl. 13:30 og föstudögum kl. 10:45. Á Siglufirði verður sundleikfimin kl. 9:00 á mánudögum og kl. 10 á miðvikudögum. Mikillar óánægju gætir með tímasetningu á sundleikfimi beggja vegna og viðkomandi aðilar hvattir til að skoða aðrar útfærslur. Einnig lýsir öldungarráð yfir vonbrigðum sínum með tímasetningu fyrir íþróttir eldri borgara í íþróttahúsinu á Ólafsfirði.
Bókun fundar
Afgreiðsla 2. fundar öldungaráðs staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Öldungaráð Fjallabyggðar - 2. fundur - 30. ágúst 2019
Kynning á yfirstandi vinnu við húsnæðisáætlun Fjallabyggðar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 2. fundar öldungaráðs staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.