Bæjarráð Fjallabyggðar

618. fundur 03. september 2019 kl. 16:30 - 17:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Leiguhúsnæði fyrir NEON félagsmiðstöð

Málsnúmer 1506047Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi milli Siglunes Gesthouse og Fjallabyggðar um leigu húsnæðis að Lækjargötu 8 Siglufirði fyrir félagsmiðstöðina Neon fyrir tímabilið 01.09.2019 til 31.08.2020.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

2.Staðgreiðsla tímabils - 2019

Málsnúmer 1901047Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit staðgreiðslu útsvars fyrir tímabilið janúar til ágúst 2019. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 750.856.127 eða 102,56% af tímabilsáætlun.

3.Styrkbeiðni - The Viking Surgeons Association

Málsnúmer 1906006Vakta málsnúmer

Á 608. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn bæjarstjóra og markaðs- og menningarfulltrúa vegna erindis Jóseps Ó. Blöndal læknis, fh. Samtaka skurðlækna sem vinna á litlum/ eða afskekktum stöðum.

Lagt fram vinnuskjal markaðs- og menningarfulltrúa dags. 19.08.2019 þar sem fram kemur að kostnaður vegna móttöku er áætlaður kr. 200.000.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr.14/2019 að upphæð kr. 200.000.- við deild 21510, lykill 4230 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.

4.Beiðni um gögn í útboðum Fjallabyggðar á götulýsingum

Málsnúmer 1907035Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.

Lagt fram erindi Bjargar Ástu Þórðardóttur lögmanns Samtaka Iðnaðarins fh. Raffó ehf. dags. 21.08.2019 þar sem ítrekuð er beiðni um upplýsingar vegna verðkönnunar Fjallabyggðar á götulýsingum og óskað eftir afstöðu sveitarfélagsins til hugsanlegrar bótakröfu.

Bæjarráð áréttar að umbeðin gögn hafa þegar verið send og tekur ekki afstöðu til hugsanlegrar bótakröfu.



5.Úrbætur á fráveitulögnum á lóð Síldarminjasafnsins

Málsnúmer 1908052Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Anítu Elefsen safnstjóra Síldarminjasafns Íslands vegna vatnssöfnunar á lóð Síldarminjasafnsins dagana 8.- 13. ágúst sl. sem varð til þess að vatn flæddi inn í húsakynni safnsins. Óskað er eftir því að sveitarfélagið ráði bót á frárennslismálum á svæðinu svo að forðast megi frekara tjón í framtíðinni.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð.

6.Hreinsun á skurðum og ræsum ofan Ólafsfjarðar

Málsnúmer 1908069Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Ásgeirs Loga Ásgeirssonar íbúa við Hlíðarveg í Ólafsfirði, dags. 22.08.2019 þar sem óskað er eftir upplýsingum varðandi viðhald og framræstingu skurða sem grafnir voru í kjölfar aurskriðanna sem féllu á Ólafsfjörð í ágúst 1988.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

7.Framtíð byggðaþróunar á Norðurlöndum

Málsnúmer 1908070Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 26.08.2019 þar sem fram kemur að Opin ráðstefna um framtíð byggðarþróunar á Norðurlöndum verður haldinn í Hákskólanum á Akureyri 12. september nk. kl. 9-17.

8.Persónuverndarfulltrúi

Málsnúmer 1807019Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Helgu Þórisdóttur og Vigdísar Evu Líndal fh. Persónuverndar þar sem tilkynnt er að Persónuvernd hafi lokið aðkomu sinni vegna tilnefningar persónufulltrúa sbr. 1. mgr. 35. gr. laga nr. 90/2018 þar sem Fjallabyggð hefur tilnefnt persónverndarfulltrúa samkvæmt ákvæðum laga þessa.

9.Nýtt fiskveiðiár 2019/2020

Málsnúmer 1909007Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Fiskistofu, dagsett 2. september 2019, varðandi úthlutun aflamarks fyrir fiskveiðiárið 2019/2020.

Sólberg ÓF 1, sama skip og á fyrra fiskveiðiári, fær úthlutað mestu aflamarki, eða 10.354 þorskígildistonnum, sem er 2,8% af úthlutuðum þorskígildum.

10.Umsögn um áhrif áfengis á Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Málsnúmer 1908054Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Björns Sævars Einarssonar og Aðalsteins Gunnarssonar fh. IOGT á Íslandi, dags. 19.08.2019 er varðar umsögn IOGT á Íslandi um áhrif áfengis á Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

11.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2019

Málsnúmer 1901004Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar, 120. fundargerð félagsmálanefndar Fjallabyggðar frá 27. ágúst sl., 2. fundargerð Öldungaráðs Fjallabyggðar frá 30. ágúst sl. og 74. fundargerð fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar frá 2.september sl.

Fundi slitið - kl. 17:30.