Persónuverndarfulltrúi

Málsnúmer 1807019

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 564. fundur - 10.07.2018

Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar þar sem óskað er heimildar til þess að ganga til samninga við Pacta lögmannsstofu um að gegna hlutverki persónuverndarfulltrúa fyrir sveitarfélagið. Um er að ræða ca 25% starfsígildi persónuverndarfulltrúa sem sveitarfélagið þarf að hafa tiltæk fyrir 15. júlí nk. þegar ný persónuverndarlöggjöf tekur gildi.

Bæjarráð samþykkir beiðni deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar og felur deildarstjóra jafnframt að tilkynna skipun persónuverndarfulltrúa sveitarfélagsins til Persónuverndar fyrir 15. júlí nk. sbr. 7. mgr. 37. gr. persónuverndarreglugerðar. Kostnaður kr. 2.000.000.- vegna persónuverndarfulltrúa er vísað í viðauka nr. 7/2018 á deild 21400, lykill 4391 sem verður mætt með lækkun á handbæru fé.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 618. fundur - 03.09.2019

Lagt fram til kynningar erindi Helgu Þórisdóttur og Vigdísar Evu Líndal fh. Persónuverndar þar sem tilkynnt er að Persónuvernd hafi lokið aðkomu sinni vegna tilnefningar persónufulltrúa sbr. 1. mgr. 35. gr. laga nr. 90/2018 þar sem Fjallabyggð hefur tilnefnt persónverndarfulltrúa samkvæmt ákvæðum laga þessa.