Bæjarráð Fjallabyggðar

564. fundur 10. júlí 2018 kl. 16:30 - 18:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Fjármál Fjallabyggðar

Málsnúmer 1807021Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til niðurgreiðslu láns hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 100 mkr. en á áætlun ársins var gert ráð fyrir 33 mkr. til niðurgreiðslu lána.

Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála viðbótar heimild að upphæð 77 mkr. til niðurgreiðslu láns sem tekið verður af handbæru fé og vísað í viðauka nr.7/2018.

2.Launayfirlit tímabils - 2018

Málsnúmer 1801031Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir launagreiðslur vegna langtíma veikinda starfsmanna Fjallabyggðar.

3.Norræna strandmenningarhátíðin 2018

Málsnúmer 1501100Vakta málsnúmer

Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu,- frístunda,- og menningarmála og Linda Lea Bogadóttir markaðs og menningarfulltrúi Fjallabyggðar mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir hvernig til tókst með Norrænu strandmenningarhátíðina sem fram fór dagana 4.-8 júlí sl.

Hátíðarhald tókst vel, áætlaður fjöldi gesta mun hafa verið um 3.000 - 4.000 manns. Allir viðburðir voru vel sóttir.

Bæjarráð þakkar íbúum, þjónustuaðilum, starfsmönnum og öðrum þeim sem komu að hátíðinni.

Bæjarráð þakkar Ríkey og Lindu Leu yfirferðina.

4.Persónuverndarfulltrúi

Málsnúmer 1807019Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar þar sem óskað er heimildar til þess að ganga til samninga við Pacta lögmannsstofu um að gegna hlutverki persónuverndarfulltrúa fyrir sveitarfélagið. Um er að ræða ca 25% starfsígildi persónuverndarfulltrúa sem sveitarfélagið þarf að hafa tiltæk fyrir 15. júlí nk. þegar ný persónuverndarlöggjöf tekur gildi.

Bæjarráð samþykkir beiðni deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar og felur deildarstjóra jafnframt að tilkynna skipun persónuverndarfulltrúa sveitarfélagsins til Persónuverndar fyrir 15. júlí nk. sbr. 7. mgr. 37. gr. persónuverndarreglugerðar. Kostnaður kr. 2.000.000.- vegna persónuverndarfulltrúa er vísað í viðauka nr. 7/2018 á deild 21400, lykill 4391 sem verður mætt með lækkun á handbæru fé.

5.Uppsögn skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1807020Vakta málsnúmer

Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. ágúst 2018.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála að auglýsa starf skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar.

Bæjarráð þakkar Jónínu fyrir vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.

6.Starfsmannamál, trúnaðarmál.

Málsnúmer 1806010Vakta málsnúmer

Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók.

7.Trúnaðarmál - Innheimta

Málsnúmer 1806061Vakta málsnúmer

Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók.

8.Samningur um æfingaraðstöðu í líkamsrækt Ólafsfirði

Málsnúmer 1806076Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi við Kraftlyftingarfélag Ólafsfjarðar Fjallabyggð vegna afnota af æfingaraðstöðu í líkamsrækt íþróttamiðstöðvar Ólafsfjarðar.

Bókfærður kostnaður vegna leigu á salnum er millifærður sem styrkur til Kraftlyftingafélags Ólafsfjarðar.

Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.

9.Fyrirspurn um möguleg kaup og framtíðaráform íþróttamiðstöðvarinnar að Hóli í Siglufirði.

Málsnúmer 1505032Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi LOGOS lögmannsþjónustu fyrir hönd óstofnaðs einkahlutafélags þar sem umbjóðendur LOGOS lýsa yfir áhuga á að festa kaup á fasteign ásamt tilheyrandi lóðarréttindum sem eru í eigu og umráðum Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar (UÍF) samkvæmt gjafaafsali dags. 24. mars. 1970.

Bæjarráð þakkar innsent erindi en bendir LOGOS lögfræðiþjónustu á að beina erindi sínu til Ungmenna- og íþróttasambnds Fjallabyggðar (UÍF). En Fjallabyggð fer ekki lengur með málefni Hóls samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar Fjallabyggðar dags. 16.11. 2017, þar sem afmáð hefur verið kvöð í gjafaafsali þess efnis að eignin gangi aftur til Fjallabyggðar hætti UÍF nýtingu eignarinnar í því skyni sem hún var gefin til. UÍF, þinglýstur eigandi Hóls, nýtur því óskertra og fullnægjandi eignarheimilda skv. gjafaafsali.

10.Bílastæði Skálarhlíð

Málsnúmer 1807004Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Steingríms Kristinssonar dags. 2. júlí 2018 varðandi merkinga og fjölgun bílastæða við Skálarhlíð.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar úrvinnslu málsins.

11.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2018

Málsnúmer 1801009Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 861. Fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. júní sl.

12.Fundargerðir stjórnar Eyþings - 2018

Málsnúmer 1801006Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 306. fundar stjórnar Eyþings frá 27. júní sl.

13.Stjórn Hornbrekku - 7

Málsnúmer 1807001FVakta málsnúmer

  • Stjórn Hornbrekku - 7. fundur - 2. júlí 2018 Nefndarmenn undirrituðu drengskaparheit um þagnarskyldu með vísan í 28. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar Stjórnar Hornbrekku staðfest á 564. fundi bæjarráðs sem 3 atkvæðum.
  • Stjórn Hornbrekku - 7. fundur - 2. júlí 2018 Lagt fram til kynningar erindisbréf stjórnar Hornbrekku. Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar Stjórnar Hornbrekku staðfest á 564. fundi bæjarráðs sem 3 atkvæðum.
  • 13.3 1801026 Starfsemi Hornbrekku
    Stjórn Hornbrekku - 7. fundur - 2. júlí 2018 Elísa Rán Ingvarsdóttir, hjúkrunarforstjóri og forstöðumaður Hornbrekku fór yfir starfsemi heimilisins.
    Nýr hjúkrunarforstjóri og forstöðumaður, Birna Sigurveig Björnsdóttir tekur til starfa í byrjun ágúst. Stjórn Hornbrekku þakkar Elísu fyrir ánægjulegt samstarf og vel unnin störf í þágu Hornbrekku og óskar henni velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar Stjórnar Hornbrekku staðfest á 564. fundi bæjarráðs sem 3 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:00.