Bæjarstjórn Fjallabyggðar

175. fundur 12. júní 2019 kl. 17:00 - 18:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir Forseti bæjarstjórnar I-lista
  • Helga Helgadóttir 1.varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Ólafur Stefánsson varabæjarfulltrúi, D lista
  • Jón Valgeir Baldursson bæjarfulltrúi, H lista
  • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
  • Nanna Árnadóttir bæjarfulltrúi, I lista
  • Særún Hlín Laufeyjardóttir bæjarfulltrúi, H lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
S. Guðrún Hauksdóttir boðaði forföll og Ólafur Stefánsson kom í hennar stað.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 604. fundur - 14. maí 2019

Málsnúmer 1905003FVakta málsnúmer

  • 1.1 1904094 Samráðsfundur
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 604. fundur - 14. maí 2019 Á fund bæjarráðs mætti Svavar Pálsson sýslumaður á Norðurlandi eystra og fór yfir þróun sýslumannsembættisins.

    Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum af stöðu og þróun Sýslumannsembættisins á Norðurlandi eystra, sem getur leitt til fækkunar starfa og þjónustuskerðingar. Ef ekkert verður að gert þá stefnir í lakari þjónustu og búsetuskilyrða fyrir landsbyggðarfólk.

    Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri komi með tillögu að bréfi til Ríkisstjórnar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 604. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 604. fundur - 14. maí 2019 Á 602. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála varðandi erindi Birkis Karls Sigurðssonar, dags. 23.04.2019 þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið um tveggja daga skáknámskeið, samtals 10 klst. fyrir ungmenni í Fjallabyggð.
    Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra þar sem fram kemur að áætlaður kostnaður sé kr. 80.600 fyrir utan gistingu og hugsanlegan ferðakostnað. Ekki er gert ráð fyrir kostnaði vegna skáknámskeiðs í fjárhagsáætlun fyrir árið 2019.

    Bæjarráð þakkar Birki erindið en sér sér ekki fært að verða við beiðni um samstarf/styrk vegna skáknámskeiðs, en bendir á að opið er fyrir umsóknir vegna styrkja fyrir fjárhagsáætlun 2020 í haust.
    Bókun fundar Afgreiðsla 604. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 604. fundur - 14. maí 2019 Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 604. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 604. fundur - 14. maí 2019 Lagt fram svarbréf Magnúsar V. Jóhannssonar fh. Vegagerðarinna, dags. 30. 04.2019 við erindis bæjarráðs dags. 02.04.2019 vegna brunavarna í jarðgöngum og færslu á skíðalyftu í Skarðsdal.

    Bæjarráð smþykkir að fela bæjarstjóra að koma með tillögu að svarbréfi til Vegagerðarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 604. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 604. fundur - 14. maí 2019 Lagt fram erindi Maríu Jóhanndóttur fh. Badminton- og tennisfélags Siglufjarðar (TBS) dags. 09.05.2019 þar sem óskað er eftir styrk í formi afnota af íþróttahúsinu á Siglufriði vegna Norðurlandsmóts í unglinga- og fullorðinsflokkum sem haldið er á Siglufirði 10. - 11. maí nk. og Desembermóts unglinga sem haldið verður 07.- 08. desember 2019.

    Einnig lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála þar sem fram kemur að kostnaður vegna styrks í formi afnota af íþróttahúsi vegna Norðurlandsmóts er samtals kr. 88.769,- og rúmast innan núgildandi fjárhagsáætlunar.

    Áætlaður kostnaður vegna Desembermóts liggur ekki fyrir og óvíst hvort hann rúmast innan fjárhagsáætlunar 2019.

    Bæjarráð samþykkir að veita TBS styrk í formi afnota af íþróttahúsinu á Siglufirði vegna Norðurlandsmóts. Styrkur að upphæð 88.769 færist á gjaldalykil 06810-9291 og tekjulykil: 06510-0258.

    Bæjarráð samþykkir að taka erindi vegna Desembermóts á dagskrá þegar upplýsingar um kostnað liggja fyrir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 604. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 604. fundur - 14. maí 2019 Opnuð voru tilboð í tímavinnu vegna vélaleigu í Fjallabyggð þann 13. maí sl. kl.14.00.

    Tilboð bárust frá eftirfarandi bjóðendum :
    Bás ehf
    Fjallatak ehf
    Magnús Þorgeirsson
    Smári ehf
    Sturlaugur Kristjánsson
    Sölvi Sölvason

    Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 14.05.2019.

    Deildarstjóri tæknideildar leggur til við bæjarráð að gengið verði frá samningum við bjóðendur og að lægstbjóðendur verði í fyrsta forgang þegar tæki er kallað til. Bæjarverkstjóri metur hvaða tæki eru kölluð til áður en verk hefjast.

    Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðendur og þeir gangi fyrir í fyrsta forgangi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 604. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 604. fundur - 14. maí 2019 Lagt fram launayfirlit fyrir tímabilið janúar til apríl 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 604. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 604. fundur - 14. maí 2019 Lagt fram til kynningar erindi Kára Kaaber fh. Málræktarsjóðs, dags. 06.05.2019 en aðalfundur Málræktarsjós verður haldinn þriðjudaginn 7. júní kl. 15.30 á Hótel Sögu. Samkvæmt skipulagsskrá eiga samtök, fyrirtæki og stofnanir, sem lögðu sjóðnum til fé fyrir árslok 1992, rétt á að tilnefna einn mann í fulltrúaráðið. Tilnefningar fyrir aðalfund þurfa að berast framkvæmdastjóra sjóðsins bréflega eða í tölvupósti, eigi síðar en 27. maí nk.

    Bókun fundar Afgreiðsla 604. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 604. fundur - 14. maí 2019 Lagt fram erindi Jóhanns Más Sigurbjörnssonar fh. Golfklúbbs Siglufjarðar (GKS), dags. 08.05.2019 þar sem GKS mótmælir afgreiðslu bæjarráðs frá 30.04.2019 þar sem rekstarstyrk til félagsins var hafnað á þeim forsendum að GKS er ekki að reka íþróttasvæði í eigu Fjallabyggðar. En bent var á að forsenda rekstarstyrks til íþróttafélaga er að þau reki og sjái um umhirðu á íþróttasvæðum í eigu Fjallabyggðar samkvæmt samningi þar um.
    Í erindi GKS kemur einnig fram að Fjallabyggð hafi lagt 16 mkr. í uppbyggingu á golfvelli í Hólsdal sem er á vegum sjálfseignarstofnunarinnar Leyningsáss og Fjallabyggð hafi verið stofnaðili að og að rekstarsamningur við Golfklúbb Fjallabyggðar hafi verið hækkaður úr 1,5 mkr. árið 2019 í 2.9 mkr. Óskar GKS eftir svörum og upplýsingum við eftirfarandi:
    1.
    Af hverju var rekstarstyrkur til GFB hækkaður um 1.4 mkr.?
    2.
    Óskað er eftir fundargerðum þeirra nefnda og ráða sem ákváðu þessa hækkun
    3.
    Fjölgaði brautum vallarins eða jókst umfang rekstursins á milli ára?
    4.
    Í þágu hverra er Fjallabyggð að greiða fyrir þessa umhirðu og í hvað er styrkurinn ætlaður?
    5.
    Hverjar eru fjárveitingar til framkvæmda á Skeggjabrekkuvelli í ár og næstu 4 ár?
    6.
    Samræmist það jafnræðisreglu að mismuna íþróttafélögum með þessum hætti?
    7.
    Geta íþróttafélög átt von á því að missa styrk frá sveitarfélaginu ef fjármögnun íþróttamannvirkja er með öðrum hætti en í gegnum sveitarsjóð?
    8.
    Tekjur af félagsgjöldum renna þær beint til Fjallabyggðar eða í GFB
    Þá er ítrekað að beðið hafi verið um upplýsingar úr fundargerðum í fyrra erindi GKS, dags. 23.04.2019 auk þess sem ekki hafi borist svar við ósk, í sama erindi, um bætur fyrir framkvæmdir á Hólsvelli sem GKS hafði til afnota frá árinu 1970.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn bæjarstjóra, deildarstjóra tæknideildar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 604. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 604. fundur - 14. maí 2019 Lagt fram erindi Skógræktarfélags Ólafsfjarðar, dags. 08.05.2019 þar sem lögð eru fram drög að samningi um land norðan Brimnesár að Hlíð undir uppgræðslu landgræðsluskógs í Ólafsfirði.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar til úrvinnslu og umsagnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 604. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 604. fundur - 14. maí 2019 Lagt fram erindi Sigmundar Einars Ófeigssonar fh. Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar (AFE), dags. 08.05.2019 þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélög á Eyjafjarðarsvæðinu um undirbúningsvinnu/markaðassetingu að hugsanlegum staðsetningum undir gagnaver í Eyjafirði.

    Bæjarráð fagnar frumkvæði AFE að þessari vinnu og samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 604. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 604. fundur - 14. maí 2019 Lögð fram umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 03.05.2019 vegna tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun 2020 - 2024

    Bæjarráð samþykkir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga og felur bæjarstjóra að senda bókun til ráðherra sveitarstjórna og fjármála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 604. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 604. fundur - 14. maí 2019 Lagt fram erindi Vegagerðarinnar, dags. 06.05.2019 þar sem óskað er eftir umsóknum vegna hafnarframkvæmda og sjóvarna en samkvæmt lögum skal Vegagerðin vinna áætlun í samræmi við hafnarlög nr. 61/2013 og sjóvarnir nr. 28/1997 með kostnaðarþátttöku ríkissjóðs skv. lögum um samgönguáætlun nr. 33/2008. Umsóknum skal skila fyrir 31. maí nk. Einnig er óskað eftir upplýsingum um vöruflutninga og heimaflota á árinu 2018 óháð því hvort sveitarfélag sendir inn umsókn.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til úrvinnslu bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 604. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 604. fundur - 14. maí 2019 Lagt fram erindi Þorsteins Ásgeirssonar fh. Fjallasala ses., dags. 08.05.2019 þar sem bæjarstjórn Fjallabyggðar er boðið að vera viðstödd opnun sýningarinnar „Ólafsfjarðarvatn“ í Pálshúsi Strandgötu 4. Ólafsfirði, laugardaginn 18. maí nk. kl. 14. Enn fremur er óskað eftir því að fulltrúi bæjarstjóranar segi nokkur orð við athöfnina.

    Bæjarráð þakkar boðið fyrir hönd bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 604. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 1.15 1905023 Ársþing UÍF
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 604. fundur - 14. maí 2019 Lagt fram erindi Brynju Hafsteinsdóttur fh. UÍF, dags 08.05.2019. Ársþing UÍF verður haldi 21. maí nk. að Hóli, Siglufirði og hefst kl. 18. Bæjarstjóra, bæjarstjórn, deildarstjóra frístundamála og formanni frístundanefndar er boðið að mæta.

    Bæjarráð þakkar boðið fyrir hönd hlutaðeigandi aðila.
    Bókun fundar Afgreiðsla 604. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 605. fundur - 21. maí 2019

Málsnúmer 1905008FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 605. fundur - 21. maí 2019 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags. 21.05.2019 þar sem fram kemur að HBA mun þurfa að hætta skóla- og frístundaakstri fyrir Fjallabyggð eftir 24. maí nk. vegna Gjaldþrotabeiðni Arionbanka sem tekin verður fyrr 23. maí. Í framhaldi hefur verið gerður samningur við Akureyri Excursion um að sinna skóla- og frístundaakstri til 31. maí 2019. Frístundaakstur vegna sumarmánaða er í verðkönnun.


    Deildarstjóri óskar eftir heimild bæjarráðs til þess að bjóða út skóla- og frístundaakstur fyrir næsta skólaár.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra að bjóða út skóla- og frístundaakstur fyrir næsta skólaár og samþykkir fyrirliggjandi samning við Akureyri Excursions ehf.
    Bókun fundar Afgreiðsla 605. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 605. fundur - 21. maí 2019 Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar dags. 20. maí 2019 þar sem fram kemur að tilboð voru opnuð vegna útskipta í ljóskerjum og stólpum götulýsingar.

    Eftirfarandi tilboð bárust :

    Ingvi Óskarsson ehf 28.105.600
    Raffó ehf 21.255.984
    Kostnaðaráætlun 20.434.000

    Deildarstjóri leggur til við bæjarráð að tilboði lægstbjóðanda verði tekið.

    Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Raffó ehf sem er jafnframt lægstbjóðandi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 605. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 605. fundur - 21. maí 2019 Lagt fram erindi Guðrúnar A. Jónsdóttur fh. Sjávarútvegsmiðstöðvar, dags. 14.05.2019 þar sem óskað er eftir skyrk vegna Sjávarútvegsskólans en skólinn er fyrir 8. bekkinga Grunnskóla, börn fædd 2005. Sjávarútvegsskólinn hefur verið starfræktur á Austfjörðum frá árinu 2013 en þá setti Síldarvinnslann hann á stofn. Sjávarútvegsmiðstöð Háskólans á Akureyri tók við rekstri skólans 2016 og eru nemendur úr Sjávarútvegsfræði kennarar skólans. Undanfarin ár hefur hann verið starfræktur á Austurlandi og Norðurlandi í samvinnu við vinnuskóla hvers byggðarlags og halda börnin launum sínum meðan þau sækja skólann. Kennt er í eina viku á hverjum stað. Fyrirtæki og stofnanir á þeim stöðum þar sem kennt er hafa alfarið staðið undir rekstri skólans.

    Sjávarútvegsskólinn verður starfræktur í Fjallabyggð í sumar.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 605. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 605. fundur - 21. maí 2019 Lögð fram drög að svari við fyrirspurn Kristínar Sigurjónsdóttur fh. Hljóðsmárans ehf, dags. 15.05.2019 vegna styttu af Gústa guðsmanni.

    Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra að senda svarbréfið.
    Bókun fundar Til máls tók Gunnar Ingi Birgisson.

    Afgreiðsla 605. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 605. fundur - 21. maí 2019 Lagt fram erindi Ragnheiðar Jónu Ingimarsdóttur fh. forætisráðuneytisins, dags. 13.05.2019 þar sem fram kemur að í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins þann 17. júní verður haldinn þingfundur ungmenna á aldrinum 13-16 ára. Markmiðið með fundinum er að gefa ungu fólki kost á að kynna sér störf Alþingis og tækifæri til að koma málefnum sem á þeim brenna á framfæri við ráðamenn þjóðarinnar. Þingfundurinn verður í beinni útsendingu á RÚV og vef Alþingis. Einnig er samstarf við UngRÚV um upptökur og frekari kynningu.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 605. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 605. fundur - 21. maí 2019 Lagt fram erindi Elísar Hólm Þórðarsonar, dags. 13.05.2019 þar sem óskað er eftir rökstuðning fyrir því af hverju gatnagerðargjöld eru felld niður að fullu við þegar byggðar götur en ekki við óbyggðar götur þar sem fólk vill byggja.

    Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 17.05.2019 þar sem fram kemur að bæjarráð samþykkti tímabundna niðurfellingu á gatnagerðargjaldi við þegar byggðar götur í júlí 2018. Ástæðan var vegna lítillar aðsóknar í lóðir, þéttingu byggðar og hvatningu til íbúa að fjárfesta í byggingum við götur sem búið er að afskrifa í bókhaldi sveitarfélagsins. Rökstuðningur fyrir því að gjaldið var ekki fellt niður á götum sem ekki eru byggðar er að bygging nýrra gatna kallar á dýrar fjárfestingar fyrir sveitarfélagið og því eðllilegt að framkvæmdaraðilar borgi sinn hlut í uppbyggingu með gatnagerðargjaldi. Það skal líka tekið fram að kostnaður við nýbyggingu gatna er ekki full fjármagnaður með gatnagerðargjaldi.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að svara erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 605. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 605. fundur - 21. maí 2019 Lagt fram til kynningar erindi Sveinbjargar Sveinsdóttur fh. Landskerfis bókasafna, dags. 13.maí 2019 þar sem fram kemur að aðalfundur Landskerfis bókasafna verður haldinn 29. maí nk. kl. 14 í Katrínartúni í Reykjavík. Bókun fundar Afgreiðsla 605. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 605. fundur - 21. maí 2019 Lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi eystra, dags. 17.05.2019 þar sem óskað er eftir umsókn varðandi tímabundið áfengisleyfi fyrir Sjómannafélag Ólafsfjarðar kt. 610183-0269, Brekkugötu 9, 625 Ólafsfirði.

    Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 605. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 605. fundur - 21. maí 2019 Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 605. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 605. fundur - 21. maí 2019 Lagt fram erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 17.05.2019 er varðar umsögn um tillögu til þingsályktunar um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr.100/2007, (hækkun lífeyris), 844. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 605. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 605. fundur - 21. maí 2019 Lagt fram erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 21.05.2019 varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um stöðu barna 10 árum eftir hrun, 256. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 605. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 605. fundur - 21. maí 2019 Lagðar fram til kynningar fundargerðir

    71. fundar fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar frá 13. maí sl.
    104. fundur hafnarstjórnar Fjallabyggðar frá 16. maí sl.
    2. fundur vinnuhóps um markaðsstefnu Fjallabyggðar frá 16. maí sl.
    Bókun fundar Afgreiðsla 605. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 606. fundur - 28. maí 2019

Málsnúmer 1905012FVakta málsnúmer

  • 3.1 1904094 Samráðsfundur
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 606. fundur - 28. maí 2019 Lögð fram áskorun Sýslumanna, dags. 07.05.2019 þar sem fram kemur að í nýjum athugasemdum Ríkisendurskoðunar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis gefi sérstakt tilefni til þess að endurskoða þurfi fjárveitingar til Sýslumannsembættisins þar sem núverandi fjármagn til embættisins dugar ekki til þess að sinna reglulegum verkefnum eða rekstrarútgjöldum. Sýslumenn skora á fjárveitingarvaldið að snúa vörn í sókn og nýta tækifærin til eflingar embættanna sem miðstöð stjórnsýslu ríkis í héraði, eins og stefnt var að með setningu laga nr. 50/2014. En ljóst er að litlar sem engar breytingar hafa verið gerðar á verkefnum sýslumannsmbættanna frá sameiningu þeirra.

    Bæjarráð tekur undir áskorun sýslumanna og skorar á ríkisstjórnina að efla embættin og standa vörð um þjónustu og störf á landsbyggðinni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 606. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 606. fundur - 28. maí 2019 Lögð fram drög að bréfi bæjarstjóra f.h. bæjarráðs, dags. 21.05.2019 til Bergþóru Þorkelsdóttur vegamálastjóra vegagerðarinnar. Í bréfinu óskar bæjarráð eftir því við vegagerðina að áhættumat og brunavarnarúttekt verði gerð í jarðgöngum í Fjallabyggð og í framhaldi af úttekt gerður þjónustusamningur við Fjallabyggð um brunavarnir í jarðgöngum. Auk þess er áréttað mikilvægi útvarpssendinga fyrir öryggi vegfaranda í jarðgöngum.

    Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að senda bréfið á vegamálastjóra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 606. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 606. fundur - 28. maí 2019 Lögð fram drög að endurnýjuðum þjónustusamningi milli Fjallabyggðar og Knattspyrnufélags Fjallabyggðar (KF) um rekstur knattspyrnuvalla í Ólafsfirði og á Siglufirði árið 2019 ásamt fylgiskjölum.

    Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 606. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 606. fundur - 28. maí 2019 Lögð fram umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags. 22.05.2019 varðandi erindi Ragnheiðar J. Ingimarsdóttur fh. forsætisráðuneytisins. dags. 13.05.2019 þar sem fram kemur að í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins þann 17. júní verður haldinn þingfundur ungmenna á aldrinum 13-16 ára. Markmiðið með fundinum er að gefa ungu fólki kost á að kynna sér störf Alþingis og tækifæri til að koma málefnum sem á þeim brenna á framfæri við ráðamenn þjóðarinnar. Þingfundurinn verður í beinni útsendingu á RÚV og vef Alþingis. Einnig er samstarf við UngRÚV um upptökur og frekari kynningu.
    Í umsögn deildarstjóra kemur fram að Ungmennaráð hafi verið starfrækt í vetur en gengið brösuglega. Því miður tókst ekki að senda þátttakendur á ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði 2019 í apríl sl., eins og stóð til en þeir unglingar sem gáfu kost á sér til þátttöku hættu við. Umræddur þingfundur er á þeim tíma að unglingar eru komnir í sumarvinnu og jafnvel sumarleyfi með fjölskyldum. Í erindinu kemur fram að gert er ráð fyrir að foreldri/forráðamaður fylgi hverjum þátttakanda. Um er að ræða tveggja daga dagskrá því ákveðin undirbúningsvinna fer fram 16. júní í Reykjavík. Undirrituð getur ekki séð að auðvelt verði að fá unglinga úr Ungmennaráði til þátttöu í þingfundi ungmenna af áðurgreindum ástæðum. Deildarstjóri leggur til að Fjallabyggð sitji hjá að þessu sinni.

    Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra en hvetur unglinga í Ungmennaráði til þess að taka þátt á samráðsvettvangi ungs fólks á næsta ári.
    Bókun fundar Afgreiðsla 606. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 606. fundur - 28. maí 2019 Lögð fram umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags. 24.05.2019 er varðar ósk um styrk vegna fyrirhugaðrar kennslu Sjávarútvegsskólans í Fjallabyggð í sumar fyrir 8. bekkinga grunnskólans í samvinnu við vinnuskólann. Sjávarútvegsskólinn hefur verið starfræktur á Austfjörðum frá árinu 2013 en þá setti Síldarvinnslan hann á stofn. Sjávarútvegsmiðstöð Háskólans á Akureyri tók við rekstri skólans 2016 og eru nemendur úr Sjávarútvegsfræði kennarar skólans. Undanfarin ár hefur skólinn verið starfræktur á Austurlandi og Norðurlandi og hafa fyrirtæki og stofnanir á þeim stöðum þar sem kennt er alfarið staðið undir rekstri skólans. Kennt er í eina viku á hverjum stað.

    Í umsögn deildarstjóra kemur fram að dvöl í skólanum eykur fjölbreytni náms í vinnuskólanum og gefur nemendum meiri innsýn en þeir nú hafa inn í sjávarútveg. Reynslan sýnir að lang flestir nemendur á þessum aldri sækja vinnuskólann og fær því sem næst heill árgangur þessa fræðslu.
    Deildarstjóri leggur til að Fjallabyggðarhafnir styrki skólann og leggi þannig sitt að mörkum til að tryggja staðsetningu hans í Fjallabyggð í sumar. Tillaga um styrk er kr. 100.000- og lagt til að hann verði bókfærður 41100-4915.

    Bæjarráð fagnar því að Sjávarútvegsskólinn verið starfræktur í Fjallabyggð í sumar og samþykkir að veita skólanum styrk að upphæð kr. 100.000 sem færist á lið 41100 - 4915 sem rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2019.
    Bókun fundar Afgreiðsla 606. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 606. fundur - 28. maí 2019 Lögð fram drög að útboðsgögnum vegna skóla- og frístundaaksturs 2019-2022 ásamt akstursáætlun og skóladagatali 2019-2020.

    Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að auglýsa opið útboð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 606. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 606. fundur - 28. maí 2019 Lögð fram drög að samkomulagi Fjallabyggðar við Suðurleiðir ehf. um frístundaakstur sumarið 2019 ásamt akstursáætlun og vinnuskjali deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála þar sem fram kemur að tvö tilboð hafi borist í frístundaakstur sumarið 2019, þ.e. frá Suðurleiðum ehf og Akureyri Excursions ehf.

    Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Suðurleiðir ehf um frístundaakstur sumarið 2019 sem jafnframt var lægstbjóðandi og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samkomulagið fyrir hönd sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 606. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 606. fundur - 28. maí 2019 Lagt fram erindi Steinmars H. Rögnvaldssonar fh. Tengis hf. dags. 21.05.2019 þar sem sótt er um framkvæmdarleyfi vegna lagningu ljósleiðara um Ólafsfjörð sumarið 2019. Áætlað er að framkvæmdir hefjist í maí og verði lokið í desember 2019 og endanlegum frágangi verði lokið vorið 2020.

    Bæjarráð samþykkir framkvæmdarleyfið og felur deildarstjóra tæknideildar að fylgja málinu eftir með tilliti til frágangs vegna jarðvegsvinnu og malbiks og gefa bæjarráði skýrslu þar um.
    Bókun fundar Afgreiðsla 606. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 606. fundur - 28. maí 2019 Lagt fram erindi Stefáns Más Stefánssonar dags. 27. maí sl. varðandi viðhald og viðgerðir á Laugarvegi 39.

    Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 606. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 606. fundur - 28. maí 2019 Lagt fram erindi Bergsteins Jónssonar framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi, dags. 22.05.2019 þar sem sveitarfélög eru hvött til þess að setja sér heildstætt og samræmt verklag vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu fyrir allar stofnanir sem starfa með börnum, ásamt markvissri og reglubundinni fræðslu til barna og fullorðinna. Samkvæmt nýrri tölfræði sem UNICEF á Íslandi fékk Rannsóknir og Greiningu til að vinna fyrir sig hefur tæplega 1 af hverjum 5 börnum hér á landi (16,4%) orðið fyrir líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára afmælisdaginn sinn.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til úrvinnslu deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála og deildarstjóra félagsmáladeildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 606. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 606. fundur - 28. maí 2019 Lagt fram erindi Helgu Maríu Pétursdóttur framkvæmdastjóra Eyþings - sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, dags. 23.05.2019 þar sem fram kemur að stjórn Eyþings hefur áhuga á að leggja til fjármagn að fjárhæð 2,5 m.kr. til að halda málþing ungmenna á Norðurlandi eystra árið 2019. Óskað er eftir samstarfi um verkefnið við sveitarfélögin á svæðinu sem og að tengjast félagsmiðstöðvum og ungmennaráðum sveitarfélaganna með það að markmiði að stofna stýrihóp og samráðsvettvang ungmenna um fyrirhugað málþing.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til úrvinnslu deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 606. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 606. fundur - 28. maí 2019 Lagt fram erindi Jónasar Guðmundssonar fh. Samgöngufélagsins, dags. 23.05.2019 þar sem óskað er eftir afriti af bréfi bæjarráðs Fjallabyggðar til vegagerðarinnar varðandi uppsetningu búnaðar til útvarpssendinga í jarðgöngum í Fjallabyggð og svar vegagerðarinnar við erindinu.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að senda erindin ásamt svari á Samgöngufélagið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 606. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 606. fundur - 28. maí 2019 Lagt fram erindi Helgu Maríu Pétursdóttur framkvæmdastjóra Eyþings, dags. 24.05.2019 þar sem fram kemur að Eyþingi hafi borist erindi frá Ríkisstjórn Íslands þar sem boðað er til fundar með fulltrúum sveitarfélaga innan Eyþings í Mývatnssveit þann 13. júní 2019 kl. 14:00. Óskað er eftir upplýsingum um nöfn fulltrúa sveitarfélags sem sækja munu fundinn (hámark tveir frá hverju sveitarfélagi) ásamt helstu áherslumálum fyrir 31. maí nk.

    Bæjarráð samþykkir að fulltrúar í fulltrúaráði Eyþings sæki fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins og telur mikilvægt að leggja áherslu á umræðu um flutning starfa frá ríki til sveitarfélaga, laxeldi í sjó og öryggismál í jarðgöngum á Tröllaskaga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 606. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 606. fundur - 28. maí 2019 Lagt fram erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 17.05.2019 til umsagnar tillaga til þingsályktunar um hagsmunafulltrúa aldraðra, 825. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 606. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 606. fundur - 28. maí 2019 Lagt fram erindi Atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 20.05.2019 til umsagnar frumvarp til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun), 753. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 606. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 606. fundur - 28. maí 2019 Lögð fram til kynningar fundargerð 6. fundar starfshóps um framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi. Bókun fundar Afgreiðsla 606. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 606. fundur - 28. maí 2019 Lagðar fram til kynningar fundargerðir:

    240. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 21. maí sl.
    7. fundar stýrihóps heilsueflandi samfélags frá 23. maí sl.
    119. fundar félagsmálanefndar Fjallabyggðar frá 23. maí sl.
    Bókun fundar Afgreiðsla 606. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 607. fundur - 4. júní 2019

Málsnúmer 1905017FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 607. fundur - 4. júní 2019 Bókun fundar Afgreiðsla 607. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 607. fundur - 4. júní 2019 Bókun fundar Afgreiðsla 607. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 607. fundur - 4. júní 2019 Bókun fundar Afgreiðsla 607. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 607. fundur - 4. júní 2019 Bókun fundar Afgreiðsla 607. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 607. fundur - 4. júní 2019 Bókun fundar Afgreiðsla 607. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 607. fundur - 4. júní 2019 Bókun fundar Afgreiðsla 607. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 607. fundur - 4. júní 2019 Bókun fundar Afgreiðsla 607. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 607. fundur - 4. júní 2019 Bókun fundar Afgreiðsla 607. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 607. fundur - 4. júní 2019 Bókun fundar Afgreiðsla 607. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 607. fundur - 4. júní 2019 Bókun fundar Afgreiðsla 607. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 607. fundur - 4. júní 2019 Bókun fundar Afgreiðsla 607. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 607. fundur - 4. júní 2019 Bókun fundar Afgreiðsla 607. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 607. fundur - 4. júní 2019 Bókun fundar Afgreiðsla 607. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 607. fundur - 4. júní 2019 Bókun fundar Afgreiðsla 607. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 607. fundur - 4. júní 2019 Bókun fundar Afgreiðsla 607. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 607. fundur - 4. júní 2019 Bókun fundar Afgreiðsla 607. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 607. fundur - 4. júní 2019 Bókun fundar Afgreiðsla 607. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 607. fundur - 4. júní 2019 Bókun fundar Afgreiðsla 607. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

5.Bæjarráð Fjallabyggðar - 608

Málsnúmer 1906003FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 608. fundur - 11. júní 2019. Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 608. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 608. fundur - 11. júní 2019. Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 06.06.2019 þar sem óskað er eftir heimild til þess að auglýsa lokað útboð vegna endurnýjunar á Túngötu Siglufirði, á milli Þormóðsgötu og Kambsvegar. Vegagerðin og Fjallabyggð munu standa saman að framkvæmdinni og er kostnaðarskipting milli aðila 77% vegagerðin á móti 23% framlagi Fjallabyggðar.

    Eftirtöldum aðilum verður gefin kostur á að bjóða í verkið:
    Árni Helgason ehf, Bás ehf, Fjallatak ehf, Magnús Þorgeirsson, Smári ehf og Sölvi Sölvason.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að auglýsa lokað útboð vegna endurnýjunar á Túngötu Siglufirði, á milli Þormóðsgötu og Kambsvegar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 608. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 5.3 1905084 Bankamál
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 608. fundur - 11. júní 2019. Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála dags. 11.06.2019 þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs eftir framlagningu greiðsluáætlunar að sækja um tímabundna lánalínu til Íslandsbanka.

    Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 608. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 608. fundur - 11. júní 2019. Lagt fram til kynningar launayfirlit fyrir tímabilið janúar til maí 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 608. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 608. fundur - 11. júní 2019. Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags 06.06.2019 þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi og heimild bæjarráðs til þess að gera lokaða verðkönnun á 2. áfanga göngustígs við Ólafsfjarðarvatns.

    Eftirtöldum aðilum yrði gefin kostur á að bjóða í verkið; Árni Helgason ehf, Smári ehf, Bás ehf, Fjallatak ehf, Sölvi Sölvason og Magnús Þorgeirsson.

    Bæjarráð samþykkir framkvæmdaleyfi og felur deildarstjóra tæknideildar að auglýsa lokaða verðkönnun vegna 2. áfanga göngustígs við Ólafsfjarðarvatn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 608. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 608. fundur - 11. júní 2019. Lögð fram til kynningar skýrsla um ferðamenn í Fjallabyggð 2014-2018, sem unnin er af fyrirtækinu Rannsókn og ráðgjöf ferðaþjónustunnar fyrir Fjallabyggð í júní 2019.

    Niðurstöður eru unnar úr könnuninni Dear Visitors sem fyrirtækið Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar hefur framkvæmt meðal brottfararfarþega í Leifsstöð allt frá sumrinu 1996 og síðan nær stöðugt alla mánuði ársins frá janúar 2004. Þá hefur könnunin einnig oft verið framkvæmd á sumrin meðal ferðamanna með Norrænu á Seyðisfirði. Þar hefur frá 2003 allaf verið spurt um komur til Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Í samantekt er lögð áhersla á að skoða komur erlendra ferðamanna í Fjallabyggð í heild og í byggðarkjarnana hvorn fyrir sig með samanburð við komur ferðamanna í Eyjafjörð. Að jafnaði tóku 3-4.000 manns þátt í könnuninni hverju ári.

    Samkvæmt Dear Visitors könnun RRF má áætla að 100 þúsund erlendir ferðamenn hafi haft viðkomu á Siglufirði árið 2018, 82 þúsund árið 2016, 32 þúsund árið 2013, 16 þúsund árið 2010 og 10,5 þúsund árið 2004 (sbr. mynd 4.1). Samkvæmt því fjölgaði þeim 9,5 falt frá 2004 til 2018, 6,3 falt frá 2010 til 2018, 3,4 falt frá 2013 til 2018 og um 22% frá 2016 til 2018.

    Þetta þýðir að 4,6% erlendra ferðamanna til Íslands með flugi eða ferju árið 2018 höfðu einhverja viðdvöl á Siglufirði (7,5% sumargesta og 3% gesta utan sumars), 3,9% ferðamanna til Íslands árið 2013 en 2,8% árið 2004. Samkvæmt því hefur Siglufjörður aukið hlutdeild sína í ferðamönnum til Íslands um 71% frá árinu 2004 og um 18% frá árinu 2013.
    Sumarmánuðina þrjá er áætlað að erlendum ferðamönnum á Siglufirði hafi fjölgað úr 9 þúsund árið 2004 í 58 þúsund árið 2018, eða 6,4 falt. Hins vegar fjölgaði erlendum vetrarferðamönnum þangað 28 falt á sama tímabili, úr 1,5 þúsund í 42 þúsund.
    Þessar niðurstöður þýða jafnframt að 17% þeirra erlendu ferðamanna sem lögðu leið sína í Eyjafjörð árið 2018 komu á Siglufjörð. Það hlutfall var hins vegar hins aðeins um 10,5% árið 2010. Þannig hefur Siglufirði tekist að ná í mun stærra hlutfall erlendra ferðamanna á svæðinu til sín en áður var. Þar skipta Héðinsfjarðargöng og síðan mikil uppbygging í ferðaþjónustu mestu máli, með Sigló Hótel í fararbroddi.
    Árið 2004 komu um 86% erlendra gesta á Siglufirði þangað að sumarlagi (júní, júlí og ágúst) en 14% hina níu mánuði ársins. Árið 2018 var hlutfall sumargesta hins vegar komið niður í 58% en vetrargesta upp í 42%.
    Samkvæmt Dear Visitors könnun RRF má áætla að 78 þúsund erlendir ferðamenn hafi haft viðkomu á Ólafsfirði árið 2018, 66 þúsund árið 2016, 29 þúsund árið 2013, 14 þúsund árið 2010 og 12 þúsund árið 2004 (sbr. mynd 4.2). Samkvæmt því fjölgaði þeim 6,3 falt frá 2004 til 2018, 5,3 falt frá 2010 til 2018, 2,7 falt frá 2013 til 2018 og um 18% frá 2016 til 2018.
    Þetta þýðir að 3,6% erlendra ferðamanna til Íslands með flugi eða ferju árið 2018 höfðu einhverja viðdvöl á Ólafsfirði (5,6% sumargesta og 2,5% gesta utan sumars), 3,6% ferðamanna til Íslands árið 2013 (sama hlutfall) en 3,2% árið 2004. Samkvæmt því hefur Ólafsfjörður haldið hlutdeild sinni í ferðamönnum til Íslands frá árinu 2004.
    Sumarmánuðina þrjá er áætlað að erlendum ferðamönnum á Ólafsfirði hafi fjölgað úr tæplega 11 þúsund árið 2004 í 43 þúsund árið 2018, eða fjórfalt. Hins vegar fjölgaði erlendum vetrarferða-mönnum þangað 20 falt á sama tímabili, úr 1,7 þúsund í 35 þúsund.
    Þessar niðurstöður þýða jafnframt að 13% þeirra erlendu ferðamanna sem lögðu leið sína í Eyjafjörð árið 2018 komu á Ólafsfjörð. Það hlutfall var hins vegar hins aðeins um 9% árið 2010.
    Árið 2004 komu um 86% erlendra gesta á Ólafsfirði þangað að sumarlagi (júní, júlí og ágúst) en 14% hina níu mánuði ársins. Árið 2018 var hlutfall sumargesta hins vegar komið niður í 56% en vetrargesta upp í 44%.

    Bæjarráð samþykkir að vísa skýrslunni til kynningar í markaðs- og menningarnefnd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 608. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 608. fundur - 11. júní 2019. Lagt fram erindi Jóseps Ó. Blöndal læknis, fh. samtaka skurðlækna sem vinna á litlum/eða afskekktum stöðum, The Viking Sergons Association sem halda ráðstefnu á Siglufirði 4.-6. september. Óskað er eftir styrk frá sveitarfélaginu í formi kvöldverðar og skemmtiatriðs en gert er ráð fyrir 15-20 þátttakendum ásamt mökum og fyrirlesurum.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn bæjarstjóra og markaðs- og menningarfulltrúa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 608. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 608. fundur - 11. júní 2019. Lagt fram til kynningar erindi Önnu Maríu Guðlaugsdóttur fh. Garðyrkjufélags Tröllaskaga norðurs, dags. 06.06.2019 þar sem bæjarstjórn, bæjarstjóra og deildarstjórum er boðið að vera viðstödd formlega gróðursetningu fyrstu trjánna sem gróðursett verða norðan Menntaskólans á Tröllaskaga og tengjast verkefninu Aldingarður æskunnar 12. júní nk. kl. 13:30. Ómar Valdimarsson formaður Garðyrkjufélags Íslands og Kristinn H. Þorsteinsson, fræðslu-og verkefnisstjóri verða viðstaddir ásamt Önnu Maríu Guðlaugsdóttur formanni Garðyrkjufélags Tröllaskaga Norðurs, þau munu ávarpa samkomuna sem samanstendur af starfsfólki leikskólans, nemendum, foreldrum og velunnurum verkefnisins áður en hafist er handa við að gróðursetja ávaxtatrén og áhugaverð berjayrki.

    Bæjarráð þakkar gott boð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 608. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 608. fundur - 11. júní 2019. Lagt fram til kynningar erindi Helgu Maríu Pétursdóttur framkvæmdastjóra Eyþings, dags. 06.06.2019 þar sem fram kemur að fyrirhuguðum sumarfundi ríkisstjórnarinnar með sveitarfélögum á svæði Eyþings verður frestað til 8. - 9. ágúst nk. Bókun fundar Afgreiðsla 608. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 608. fundur - 11. júní 2019. Lagt fram erindi Sunnu Viðarsdóttur og Bjarkar Óttarsdóttur fh. Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 03.06.2019 þar sem óskað er eftir upplýsingum um framkvæmd þeirra umbóta sem áætlaðar voru í umbótaáætlun sveitarfélagsins og Leikskóla Fjallabyggðar á skólaárinu 2018-2019 eigi síðar en 24. júní 2019.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til skólastjóra Leikskóla Fjallabyggðar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 608. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 608. fundur - 11. júní 2019. Lagt fram erindi Sunnu Viðarsdóttur og Bjarkar Óttarsdóttur fh. Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 03.06.2019 þar sem óskað er eftir staðfestingu skólastjóra og sveitarfélags á því að vinnu samkvæmt umbótaáætlun sveitarfélagsins og skólans sé lokið. Auk þess óskar ráðuneytið eftir mati sveitarstjóranar á því hvernig sveitarfélagi og skóla hefur tekist til að vinna að umbótum á skólastarfi í kjölfar úttektarskýrslu um starfsemi Grunnskóla Fjallabyggðar frá árinu 2015. Óskað er eftir að umbeðnar upplýsingar berist eigi síðar en 24. júní 2019.

    Einnig lögð fram staðfesting Erlu Gunnlaugsdóttur skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar dags. 06.06.2019 þar sem fram kemur að matsþættir umbótaáætlunar séu uppfylltir og þeim lokið. Að mati skólastjóra hefur markvisst verið unnið að umbótum samkvæmt áætlun skólaárin 2016-2019 og hefur sú vinna gengið vel. Horft verði til áframhaldandi uppbyggingarstarfs skólaárið 2019-2020 í samstarfi við ráðgjafarfyrirtækið Tröppu undir kjörorðunum Framúrskarandi skóli - færni til framtíðar.

    Bæjarráð samþykkir staðfestingu skólastjóra og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála í fjarveru deildarstjóa fræðslu-, frístunda- og menningarmála að senda skjalið til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 608. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 608. fundur - 11. júní 2019. Lögð fram til kynningar fundargerð 871. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. maí sl. Bókun fundar Afgreiðsla 608. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 608. fundur - 11. júní 2019. Lagðar fram til kynningar fundargerðir
    3. fundar Vinnuhóps um markaðsstefnu Fjallabyggðar frá 29. maí 2019.
    105. fundar Hafnarstjórnar Fjallabyggðar frá 6. júní 2019.
    15. fundar Stjórnar Hornbrekku frá 29. maí 2019 .
    Bókun fundar Afgreiðsla 608. fundar bæjarráðs staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

6.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 71. fundur - 13. maí 2019

Málsnúmer 1905004FVakta málsnúmer

  • 6.1 1905017 Vinnuskóli 2019
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 71. fundur - 13. maí 2019 Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson forstöðumaður vinnuskóla.
    Forstöðumaður fór yfir skipulag Vinnuskóla Fjallabyggðar 2019. Hann kynnti Sjávarútvegsskólann sem 14 ára nemendum í vinnuskólanum gefst kostur á að sækja. Um er að ræða fjóra daga þar sem nemendur fá fræðslu um ýmislegt sem tilheyrir sjávarútvegi. Til stendur að halda Sjávarútvegsskólann í Fjallabyggð í fyrsta sinn og munu 14 ára nemendur sem skráðir eru í vinnuskólann taka þátt í honum.
    Stefnt er að því að halda úti smíðaskóla (kofabyggð) í báðum byggðarkjörnum. Smíðaskólinn verður starfræktur kl. 10:00 - 12:00, 3-4 sinnum í viku í þrjár vikur, 15. júlí - 1. ágúst. Smíðaskólinn verður auglýstur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 71. fundur - 13. maí 2019 Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson forstöðumaður Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar
    Forstöðumaður fór yfir aðsóknartölur í sundlaugar og líkamsræktir sveitarfélagsins yfir páskadagana.
    Á Siglufirði komu 905 gestir í sund og 118 í líkamsrækt, samtals frá skírdegi til annars í páskum.
    Á sama tíma komu 1118 gestir í sund og 104 gestir í líkamsrækt í Ólafsfirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 71. fundur - 13. maí 2019 Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Ása Björk Stefánsdóttir aðstoðarskólastjóri og Helena H. Asperlund fulltrúi kennara.
    Skólastjóri og aðstoðarskólastjóri kynntu niðurstöður starfsmannakönnunar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 71. fundur - 13. maí 2019 Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Ása Björk Stefánsdóttir aðstoðarskólastjóri og Helena H. Asperlund fulltrúi kennara.

    Skólastjóri kynnti fyrirkomulag skólaslita grunnskólans 31. maí nk.

    Í ár verða skólaslit Grunnskóla Fjallabyggðar í Siglufjarðarkirkju fyrir alla árganga. Skólaslit verða í tveimur hlutum. 1. - 5. bekkur mæta kl. 12:00 og 6.- 10. bekkur kl 17:00. Í framtíðinni er stefnt að því að skólaslit 6.-10. bekkjar verði í Tjarnarborg.
    Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 71. fundur - 13. maí 2019 Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Ása Björk Stefánsdóttir aðstoðarskólastjóri og Helena H. Asperlund fulltrúi kennara.

    Skólastjóri kynnti niðurstöður samræmdra prófa í 9.bekk 2019. Niðurstöður samræmdra prófa í 9.bekk eru settar fram í formi hæfnieinkunna í bókstöfum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 71. fundur - 13. maí 2019 Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Ása Björk Stefánsdóttir aðstoðarskólastjóri og Helena H. Asperlund fulltrúi kennara.

    Til kynningar eru þrjú alþjóðleg samstarfsverkefni sem eru í gangi í Grunnskóla Fjallabyggðar eða hefjast á næsta skólaári.

    Grunnskólinn er í samstarfi með Tékklandi og Frakklandi í eTwinnng verkefni. Verkefnið gengur út á endurvinnslu á plastrusli sem týnt er í fjörum og á víðavangi. Verkefnið stendur í tvö ár.

    Þá er grunnskólinn í samstarfi við sænskan skóla í Nordplus verkefni. Verkefnið snýst um heimsóknir bæði nemenda og kennara. Áhersla er á forvarnir gegn einelti. Á næsta skólaári munu nemendur og kennari frá Grunnskóla Fjallabyggðar sækja Svíana heim.

    Stærsta verkefnið er Erasmus verkefni sem ber nafnið Singing Gardens for learning through and into nature. Ásamt Grunnskóla Fjallabyggðar eru skólar frá 4 öðrum löndum: Kýpur, Ítalíu, Belgíu og Svíþjóð.
    Þetta verkefni snýst um að búa til "garð" í skólastofunni, rækta og vinna með náttúrutengd verkefni í samvinnu við foreldra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

7.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 72. fundur - 27. maí 2019

Málsnúmer 1905013FVakta málsnúmer

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 72. fundur - 27. maí 2019 Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri og Ása Björk Stefánsdóttir aðstoðarskólastjóri.
    Skólastjórnendur lögðu umbótaáætlun Grunnskóla Fjallabyggðar fram til kynningar. Nú er vinnu við alla þætti umbótaáætlunarinnar í kjölfar ytra mats grunnskólans lokið. Sumir þættirnir eru í sífelldri endurskoðun eðli sínu samkvæmt. Fræðslunefnd felur skólastjóra að senda umbótaáætlunina til mennta- og menningarmálaráðuneytisins þegar eftir henni verður kallað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 72. fundur - 27. maí 2019 Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri og Ása Björk Stefánsdóttir aðstoðarskólastjóri.
    Skólastjóri fór yfir niðurstöður nemendakönnunar Skólapúlsins sem lögð var fyrir 6.-10.bekk í apríl sl. Einnig var stutt könnun lögð fyrir 1.-5. bekk sem tekur á líðan í skólanum og ánægju af lestri. Ef ánægja af lestri er skoðuð milli ára í 1.-5. bekk og árangur hvers árgangs borinn saman við fyrra ár má sjá framfarir hjá öllum árgöngum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 7.3 1808030 Frístund 2018-2019
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 72. fundur - 27. maí 2019 Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Ása Björk Stefánsdóttir aðstoðarskólastjóri.
    Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir þátttöku í Frístund á vorönninni. Mikil aukning er á þátttöku nemenda í 1.-4.bekk í Frístund en á vorönninni tóku tæplega 89% nemenda þátt í starfinu einn eða fleiri daga. Þetta er töluverð aukning því haustið 2017 var þátttaka um 75%.
    Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 72. fundur - 27. maí 2019 Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir fyrirkomulag skóla- og frístundaaksturs fram að næsta hausti í kjölfar gjaldþrots Hópferðabíla Akureyrar. Verið er að undirbúa útboð á skóla- og frístundaakstri til næstu þriggja ára. Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

8.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 104. fundur - 16. maí 2019

Málsnúmer 1905007FVakta málsnúmer

  • 8.1 1902009 Aflatölur 2019
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 104. fundur - 16. maí 2019 Lagt fram til kynningar fjöldi landana og afli í höfnum Fjallabyggðar tímabilið 1. janúar - 15. maí 2019 ásamt samanburði við sama tíma árið 2018.
    2019 Siglufjörður 6585 tonn í 292 löndunum.
    2019 Ólafsfjörður 220 tonn í 231 löndunum.
    2018 Siglufjörður 4080 tonn í 381 löndunum.
    2018 Ólafsfjörður 229 tonn í 222 löndunum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 104. fundar hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 104. fundur - 16. maí 2019 Lögð fram til kynningar áætlun hafnarvarða um töku orlofsdaga árið 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 104. fundar hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 104. fundur - 16. maí 2019 Ámundi Gunnarsson, slökkviliðsstjóri mætti á fundinn og fór yfir viðbragðsáætlun vegna bráðamengunar innan hafnarsvæðis.

    Hafnarstjórn felur Ámunda að kaupa inn 5 ísogspylsur sem staðsettar verða á slökkvistöðvum Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 104. fundar hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 104. fundur - 16. maí 2019 Útgerðarfélagið Dagur ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir 40 feta gám á gámasvæði við öldubrjót hjá Óskarsbryggju.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 104. fundar hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 104. fundur - 16. maí 2019 Hafnarstjórn felur yfirhafnarverði að koma með tillögu að svari á næsta fund. Bókun fundar Afgreiðsla 104. fundar hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 104. fundur - 16. maí 2019 Lagt fram til kynningar. Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir fyrir sitt leyti. Bókun fundar Afgreiðsla 104. fundar hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 104. fundur - 16. maí 2019 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 104. fundar hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 104. fundur - 16. maí 2019 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 104. fundar hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

9.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 105. fundur - 6. júní 2019

Málsnúmer 1906002FVakta málsnúmer

  • 9.1 1902009 Aflatölur 2019
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 105. fundur - 6. júní 2019 Lagt fram til kynningar fjöldi landana og afli í höfnum Fjallabyggðar tímabilið 1. janúar - 1. júní 2019 ásamt samanburði við sama tíma árið 2018.
    2019 Siglufjörður 7297 tonn í 510 löndunum.
    2019 Ólafsfjörður 226 tonn í 243 löndunum.
    2018 Siglufjörður 4906 tonn í 517 löndunum.
    2018 Ólafsfjörður 244 tonn í 256 löndunum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 105. fundar hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 105. fundur - 6. júní 2019 Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 105. fundar hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 105. fundur - 6. júní 2019 Hafnarstjóri fór yfir aflatölur og fjölda landana á tímabilinu 2015-2019. Bókun fundar Afgreiðsla 105. fundar hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 105. fundur - 6. júní 2019 Fyrirtækið BAC í Danmörku mun halda kynningarfund um tæringavarnir fyrir hafnir , fimmtudaginn 13. júní kl. 17:00 á Grand hótel.

    Hafnarstjórn felur deildarstjóra tæknideildar að nálgast upplýsingar frá fyrirtækinu varðandi varnir gegn tæringu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 105. fundar hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 105. fundur - 6. júní 2019 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Afgreiðsla 105. fundar hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 105. fundur - 6. júní 2019 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Afgreiðsla 105. fundar hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

10.Vinnuhópur um markaðsstefnu Fjallabyggðar - 2. fundur - 16. maí 2019

Málsnúmer 1905006FVakta málsnúmer

  • 10.1 1811009 Markaðsstefna Fjallabyggðar
    Vinnuhópur um markaðsstefnu Fjallabyggðar - 2. fundur - 16. maí 2019 Ólafur Stefánsson fór yfir áherslur vinnunnar.

    Unnin var SVÓT greining (SWOT analysis) til að finna og flokka innri og ytri áhrifaþátta í markaðssetningu Fjallabyggðar eftir áður skilgreindum markhópum sem eru búseta - atvinnurekendur - viðskiptavinir/gestir.

    SVÓT greining er mikilvæg við greiningu markaðsstöðu Fjallabyggðar og gefur góðar upplýsingar við undirbúning markaðsherferðar Fjallabyggðar og verður hluti af þróunarferlinu.

    Í SVÓT greiningunni var safnað upplýsingum um innri og ytri þætti sem hafa, eða hafa ekki, áhrif á Fjallabyggð í markaðslegu tilliti. Við greininguna varð til listi yfir styrkleika og veikleika og einnig listi yfir ógnanir og tækifæri.

    Hópurinn mun vinna áfram SVÓT greininguna.
    Samantektin verður kynnt á fundi bæjarráðs.
    Vinna við undirbúning að aðgerðaráætlun hefst á næsta fundi

    Næsti fundur miðvikudaginn 22. maí kl. 16:00


    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar markaðsstefnu Fjallabyggðar staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

11.Vinnuhópur um markaðsstefnu Fjallabyggðar - 3. fundur - 29. maí 2019

Málsnúmer 1905016FVakta málsnúmer

  • 11.1 1811009 Markaðsstefna Fjallabyggðar
    Vinnuhópur um markaðsstefnu Fjallabyggðar - 3. fundur - 29. maí 2019 Niðurstaða fundar:

    Ólafur Stefánsson upplýsti fundarmenn um að hafa tekið málið fyrir á meirihlutafundi.

    Ákveðið að Linda Lea Bogadóttir geri samantekt úr SVÓT greiningunni og skili skýrslu til vinnuhóps.

    Linda Lea Bogadóttir og Ólafur Stefánsson vinni áfram spurningalista og leggi fyrir vinnuhópinn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar markaðsstefnu Fjallabyggðar staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

12.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 240. fundur - 21. maí 2019

Málsnúmer 1905009FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 240. fundur - 21. maí 2019 Nefndin hafnar umsókn um útlitsbreytingar á gámi en samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir annan gám sunnan við Norðurtanga. Staðsetning og frágangur skal vera í samráði við tæknideild. Bókun fundar Afgreiðsla 240. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 240. fundur - 21. maí 2019 Með vísun í 5.8.4. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 er erindið samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 240. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 240. fundur - 21. maí 2019 Nefndin samþykkir að tillagan verði grenndarkynnt nágrönnum skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Afgreiðsla 240. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 240. fundur - 21. maí 2019 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 240. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 240. fundur - 21. maí 2019 Nefndin vísar til fyrri afstöðu um að heppilegri staðsetning fyrir eldsneytistank sé á flugvallarsvæðinu. Bókun fundar Afgreiðsla 240. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 240. fundur - 21. maí 2019 Erindi frestað. Óskað eftir umsögn tæknideildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 240. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 240. fundur - 21. maí 2019 Nefndin samþykkir umbeðna stækkun til suðurs og felur tæknideild að ganga frá nýjum lóðarleigusamning og lóðarblaði í samræmi við það. Bókun fundar Afgreiðsla 240. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 240. fundur - 21. maí 2019 Bókun fundar Afgreiðsla 240. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

13.Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 7. fundur - 23. maí 2019

Málsnúmer 1905011FVakta málsnúmer

  • Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 7. fundur - 23. maí 2019 Danskennsla sem fram fór í byrjun árs tókst mjög vel og stefnir stýrihópurinn að því að bjóða upp á dansnámskeið að nýju í byrjun næsta árs. Stýrihópurinn vill þakka þeim fjölmörgu sem tóku þátt í námskeiðinu og einnig danskennaranum Ingunni Hallgrímsdóttur.

    Fjallabyggð bauð eldri borgurum leiðsögn í líkamsræktarsölum sveitarfélagsins fyrr í mánuðinum, alls fjögur skipti. Leiðsögnin var mjög vel sótt í báðum bæjarkjörnum. Stýrihópurinn þakkar þeim eldri borgurum sem þátt tóku fyrir og hvetur þá til að nýta sér aðstöðu í líkamsræktarsölum sveitarfélagsins. Einnig vill stýrihópurinn þakka leiðbeinendum fyrir þeirra starf. Næsta haust verður boðið upp á leiðsögn fyrir almenning.

    Stefnt að því að setja saman starfsáætlun fyrir Heilsueflandi Fjallabyggð næsta haust fyrir haustið 2019 og árið 2020.





    Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar heilsueflandi samfélags staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 7. fundur - 23. maí 2019 Lögð fram til kynningar fræðslumyndbönd um vellíðan leikskólabarna sem Embætti landlæknis hefur gefið út fyrir foreldra leikskólabarna og starfsfólk leikskóla. Myndböndin eru hluti af aðgerðaráætlun Lýðheilsustefnu frá 2016. Myndböndin hafa nú þegar verið send foreldrum og starfsfólki Leikskóla Fjallabyggðar. Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar heilsueflandi samfélags staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 13.3 1905051 Hreyfivika UMFÍ
    Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 7. fundur - 23. maí 2019 Hreyfivika UMFÍ fer fram dagana 27. maí - 2. júní nk. Stýrihópur Heilsueflandi samfélags hvetur íbúa til að vera duglegir að hreyfa sig þessa viku sem aðrar. Athygli er vakin á að hver sem er getur verið boðberi hreyfingar og skráð viðburði inn á þar til gerða skráningarsíðu hjá UMFÍ - Hreyfivika. Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar heilsueflandi samfélags staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 7. fundur - 23. maí 2019 Stefnt er að því að næsta haust geri stýrihópurinn sér starfsáætlun fyrir haustið 2019 og árið 2020 þar sem áherslur verða valdar í starfinu og verkefni tímasett. Stefnt að því að starfsáætlun sé tilbúin fyrir fjárhagsáætunargerð fyrir árið 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar heilsueflandi samfélags staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

14.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 119.fundur - 23. maí 2019

Málsnúmer 1905010FVakta málsnúmer

  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 119.fundur - 23. maí 2019 Félagsmálanefnd Fjallabyggðar sendi félagsmálaráði Dalvíkurbyggðar erindi dags. 12. febrúar 2019 þar sem ráðinu er boðið til sameiginlegs fundar. Félagsmálaráð Dalvíkurbyggðar tók erindið fyrir á fundi sínum 14. mars og þáði boðið með þökkum. Tilgangur fundarins er að ræða sameiginleg verkefni á sviði félagsþjónustu sveitarfélaganna með áherslu á málefni fatlaðs fólks. Fundinn sátu auk félagsmálanefndar Fjallabyggðar: Lilja Guðnadóttir, Felix Jósafatsson, Gunnar Eiríksson og Katrín Sif Ingvarsdóttir. Auk þess sátu fundinn Eyrún Rafnsdóttir, félagsmálastjóri og Þórhalla Karlsdóttir, þroskaþjálfi. Bókun fundar Afgreiðsla 119. fundar félagsmálanefndar Fjallabyggðar staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 119.fundur - 23. maí 2019 Félagsmálastjóri Dalvíkurbyggðar, Eyrún Rafnsdóttir og deildarstjóri fjölskyldudeildar Fjallabyggðar kynntu samstarfssamning sveitarfélaganna um þjónustu við fatlað fólk. Markmið samningsins er að samþætta þjónustu við fötluð börn og fullorðna í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð, færa þjónustuna nær notendum og auðvelda þannig aðgang að henni. Framkvæmd samningsins er í höndum félagsþjónustum Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar. Fagleg samhæfing er í höndum fagteymis sem skipaður er stjórnendum og starfsmönnum félagsþjónustu sveitarfélaganna. Í samstarfssamningum er einnig fjallað um hvaða þjónustu sveitarfélögin skulu veita, fjármögnun, útgjöld og gildistími samstarfs. Þjónustuteymið er skipað af félagsmálastjórunum og ráðgjöfunum á hvoru svæði fyrir sig. Samningurinn hefur verið í gildi síðan 2016 og eru aðilar sammála um að vel hafi tekist til með framkvæmd samningsins. Bókun fundar Afgreiðsla 119. fundar félagsmálanefndar Fjallabyggðar staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 119.fundur - 23. maí 2019 Lögð fram tillaga þjónustuteymis fatlaðra, Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggar um sameiginlegt notendaráð fatlaðs fólks á þjónustusvæði Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar. Í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga segir í 2.mgr.42.gr.að í hverju sveitarfélagi eða í sveitarfélögum sem eigi samstarf um þjónustu við fatlað fólk, skuli starfa formlegur samráðsvettvagur er nefnist samráðshópur um málefni fatlaðs fólks þar sem fjallað er um þjónustu við fatlað fólk og framkvæmd og þróun þjónustunnar. Í samráðshópnum skulu að lágmarki sitja þrír fulltrúar kosnir af sveitarstjórn og þrír fulltrúar tilnefndir af hagsmunasamtökum fatlaðs fólks.
    Fundurinn samþykkir einróma að leggja til við bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar og bæjarstjórn Fjallabyggðar að sveitarfélögin standi sameiginlega að myndun notendaráðs fyrir fatlað fólk á þjónustusvæði sveitarfélaganna, sbr. 2.mgr.42.gr. laga nr. 40/1991. Tillaga fundarins er að hvort sveitarfélag fyrir sig skipi tvo kjörna fulltrúa í ráðið og auglýst verði eftir einstaklingum í setu í notendaráði, tveimur fulltrúum frá hvoru sveitarfélagi. Alls yrðu þá 8 einstaklingar í notendaráðinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 119. fundar félagsmálanefndar Fjallabyggðar staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 119.fundur - 23. maí 2019 Deildarstjóri félagsmáladeildar Fjallabyggðar sagði frá þjónustu við eldri borgara í Fjallabyggð. Bókun fundar Afgreiðsla 119. fundar félagsmálanefndar Fjallabyggðar staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

15.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 54. fundur - 29. maí 2019

Málsnúmer 1905015FVakta málsnúmer

  • 15.1 1612033 Arctic Coast Way
    Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 54. fundur - 29. maí 2019 Markaðs- og menningarfulltrúi kynnti fundarmönnum dagskrá og viðburði sem verða í Fjallabyggð í tilefni að degi hafsins og opnun Norðurstrandarleiðar þann 8. júní nk. Athygli er vakin á strandhreinsun í Fjallabyggð þennan dag. Bókun fundar Afgreiðsla 54. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 54. fundur - 29. maí 2019 Formaður fór yfir starf stýrihóps um Markaðsstefnu Fjallabyggðar. Áætlað er að hópurinn ljúki störfum í haust. Bókun fundar Afgreiðsla 54. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 15.3 1903095 Trilludagar 2019
    Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 54. fundur - 29. maí 2019 Markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir stöðu undirbúnings fyrir Trilludagshelgina 26.-28. júlí. Undirbúningurinn gengur vel. Trilludagar eru nú haldnir í fjórða sinn. Bókun fundar Afgreiðsla 54. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

16.Stjórn Hornbrekku - 15. fundur - 29. maí 2019

Málsnúmer 1905014FVakta málsnúmer

  • Stjórn Hornbrekku - 15. fundur - 29. maí 2019 Námskeið - Símey. Stýrihópur um námskeiða- og fræðslustefnu Hornbrekku hefur útbúið könnun sem lögð var fyrir starfsmenn 28. maí sl. Stuðst verður við niðurstöðurnar við fræðsluáætlun næstu þriggja ára.
    Hjúkrunarforstjóri fór yfir launaniðurröðun einstakra starfshópa í Hornbrekku í tengslum við stofnanasamning Hornbrekku.
    Hjúkrunarforstjóri vakti athygli á að ekki hefur verið tekið gjald fyrir veitta útfararþjónustu í Hornbrekku. Stjórn Hornbrekku óskar eftir að hjúkrunarforstjóri og deildarstjóri leggi fram tillögu að gjaldskrá fyrir næsta fund stjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Stjórn Hornbrekku - 15. fundur - 29. maí 2019 Lögð fram uppfærð útgáfa af handbók SFV fyrir íbúa hjúkrunarheimila, útbúin af fagráði hjúkrunarstjórnenda innan SFV.
    Hjúkrunarforstjóra falið að gera viðeigandi breytingar á handbók Hornbrekku.
    Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Stjórn Hornbrekku - 15. fundur - 29. maí 2019 Lagður fram til kynningar ársreikningur Hornbrekku 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Stjórn Hornbrekku - 15. fundur - 29. maí 2019 Lagt fram til kynningar minnisblað SFV um viðbótarrými á hjúkrunarheimilum. Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Stjórn Hornbrekku - 15. fundur - 29. maí 2019 Umsögn SFV um fjármálaáætlun ríkisins 2020-2024, lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

17.Sumarleyfi bæjarstjórnar 2019

Málsnúmer 1906012Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga var borin upp af forseta:
"Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir að fella niður fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar í júlí og ágúst 2019. Fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarfrí verður miðvikudaginn 11. september 2019.

Bæjarstjórn felur bæjarráði fullnaðarafgreiðslu mála á þessum tíma í samræmi við 31. grein samþykktar um stjórn Fjallabyggðar."

Tillaga að sumarleyfi samþykkt með 7 atkvæðum

Fundi slitið - kl. 18:00.