Vinnuhópur um markaðsstefnu Fjallabyggðar - 2. fundur - 16. maí 2019
Málsnúmer 1905006F
Vakta málsnúmer
.1
1811009
Markaðsstefna Fjallabyggðar
Vinnuhópur um markaðsstefnu Fjallabyggðar - 2. fundur - 16. maí 2019
Ólafur Stefánsson fór yfir áherslur vinnunnar.
Unnin var SVÓT greining (SWOT analysis) til að finna og flokka innri og ytri áhrifaþátta í markaðssetningu Fjallabyggðar eftir áður skilgreindum markhópum sem eru búseta - atvinnurekendur - viðskiptavinir/gestir.
SVÓT greining er mikilvæg við greiningu markaðsstöðu Fjallabyggðar og gefur góðar upplýsingar við undirbúning markaðsherferðar Fjallabyggðar og verður hluti af þróunarferlinu.
Í SVÓT greiningunni var safnað upplýsingum um innri og ytri þætti sem hafa, eða hafa ekki, áhrif á Fjallabyggð í markaðslegu tilliti. Við greininguna varð til listi yfir styrkleika og veikleika og einnig listi yfir ógnanir og tækifæri.
Hópurinn mun vinna áfram SVÓT greininguna.
Samantektin verður kynnt á fundi bæjarráðs.
Vinna við undirbúning að aðgerðaráætlun hefst á næsta fundi
Næsti fundur miðvikudaginn 22. maí kl. 16:00
Bókun fundar
Afgreiðsla 2. fundar markaðsstefnu Fjallabyggðar staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.