Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

54. fundur 29. maí 2019 kl. 16:30 - 17:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Stefánsson formaður, D lista
  • Ida Marguerite Semey aðalmaður, I lista
  • Jón Kort Ólafsson aðalmaður, H lista
  • Sigríður Guðmundsdóttir aðalmaður, D lista
  • Ægir Bergsson varaformaður I lista
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

1.Arctic Coast Way

Málsnúmer 1612033Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarfulltrúi kynnti fundarmönnum dagskrá og viðburði sem verða í Fjallabyggð í tilefni að degi hafsins og opnun Norðurstrandarleiðar þann 8. júní nk. Athygli er vakin á strandhreinsun í Fjallabyggð þennan dag.

2.Markaðsstefna Fjallabyggðar

Málsnúmer 1811009Vakta málsnúmer

Formaður fór yfir starf stýrihóps um Markaðsstefnu Fjallabyggðar. Áætlað er að hópurinn ljúki störfum í haust.

3.Trilludagar 2019

Málsnúmer 1903095Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir stöðu undirbúnings fyrir Trilludagshelgina 26.-28. júlí. Undirbúningurinn gengur vel. Trilludagar eru nú haldnir í fjórða sinn.

Fundi slitið - kl. 17:30.