Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

71. fundur 13. maí 2019 kl. 16:30 - 18:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
  • Hólmar Hákon Óðinsson varaformaður I lista
  • Gauti Már Rúnarsson aðalmaður, D lista
  • Guðrún Linda Rafnsdóttir aðalmaður, I lista
  • Diljá Helgadóttir aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda og menningarmála

1.Vinnuskóli 2019

Málsnúmer 1905017Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson forstöðumaður vinnuskóla.
Forstöðumaður fór yfir skipulag Vinnuskóla Fjallabyggðar 2019. Hann kynnti Sjávarútvegsskólann sem 14 ára nemendum í vinnuskólanum gefst kostur á að sækja. Um er að ræða fjóra daga þar sem nemendur fá fræðslu um ýmislegt sem tilheyrir sjávarútvegi. Til stendur að halda Sjávarútvegsskólann í Fjallabyggð í fyrsta sinn og munu 14 ára nemendur sem skráðir eru í vinnuskólann taka þátt í honum.
Stefnt er að því að halda úti smíðaskóla (kofabyggð) í báðum byggðarkjörnum. Smíðaskólinn verður starfræktur kl. 10:00 - 12:00, 3-4 sinnum í viku í þrjár vikur, 15. júlí - 1. ágúst. Smíðaskólinn verður auglýstur.

2.Aðsókn í Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar páskar 2019

Málsnúmer 1905025Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson forstöðumaður Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar
Forstöðumaður fór yfir aðsóknartölur í sundlaugar og líkamsræktir sveitarfélagsins yfir páskadagana.
Á Siglufirði komu 905 gestir í sund og 118 í líkamsrækt, samtals frá skírdegi til annars í páskum.
Á sama tíma komu 1118 gestir í sund og 104 gestir í líkamsrækt í Ólafsfirði.

3.Grunnskóli Fjallabyggðar - starfsmannakönnun 2019

Málsnúmer 1905021Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Ása Björk Stefánsdóttir aðstoðarskólastjóri og Helena H. Asperlund fulltrúi kennara.
Skólastjóri og aðstoðarskólastjóri kynntu niðurstöður starfsmannakönnunar.

4.Skólaslit Grunnskóla Fjallabyggðar 2019

Málsnúmer 1905024Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Ása Björk Stefánsdóttir aðstoðarskólastjóri og Helena H. Asperlund fulltrúi kennara.

Skólastjóri kynnti fyrirkomulag skólaslita grunnskólans 31. maí nk.

Í ár verða skólaslit Grunnskóla Fjallabyggðar í Siglufjarðarkirkju fyrir alla árganga. Skólaslit verða í tveimur hlutum. 1. - 5. bekkur mæta kl. 12:00 og 6.- 10. bekkur kl 17:00. Í framtíðinni er stefnt að því að skólaslit 6.-10. bekkjar verði í Tjarnarborg.

5.Niðurstöður samræmdra prófa í 9. bekk 2019

Málsnúmer 1905026Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Ása Björk Stefánsdóttir aðstoðarskólastjóri og Helena H. Asperlund fulltrúi kennara.

Skólastjóri kynnti niðurstöður samræmdra prófa í 9.bekk 2019. Niðurstöður samræmdra prófa í 9.bekk eru settar fram í formi hæfnieinkunna í bókstöfum.

6.Alþjóðleg samstarfsverkefni í Grunnskóla Fjallabyggðar 2019-2020

Málsnúmer 1904075Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Ása Björk Stefánsdóttir aðstoðarskólastjóri og Helena H. Asperlund fulltrúi kennara.

Til kynningar eru þrjú alþjóðleg samstarfsverkefni sem eru í gangi í Grunnskóla Fjallabyggðar eða hefjast á næsta skólaári.

Grunnskólinn er í samstarfi með Tékklandi og Frakklandi í eTwinnng verkefni. Verkefnið gengur út á endurvinnslu á plastrusli sem týnt er í fjörum og á víðavangi. Verkefnið stendur í tvö ár.

Þá er grunnskólinn í samstarfi við sænskan skóla í Nordplus verkefni. Verkefnið snýst um heimsóknir bæði nemenda og kennara. Áhersla er á forvarnir gegn einelti. Á næsta skólaári munu nemendur og kennari frá Grunnskóla Fjallabyggðar sækja Svíana heim.

Stærsta verkefnið er Erasmus verkefni sem ber nafnið Singing Gardens for learning through and into nature. Ásamt Grunnskóla Fjallabyggðar eru skólar frá 4 öðrum löndum: Kýpur, Ítalíu, Belgíu og Svíþjóð.
Þetta verkefni snýst um að búa til "garð" í skólastofunni, rækta og vinna með náttúrutengd verkefni í samvinnu við foreldra.

Fundi slitið - kl. 18:00.