Hafnarstjórn Fjallabyggðar

104. fundur 16. maí 2019 kl. 17:00 - 17:50 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson formaður, D lista
  • Helga Helgadóttir varamaður, D lista
  • Ólafur Haukur Kárason varamaður, I lista
  • Þorgeir Bjarnason varamaður, H lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
Hrafnhildur Ýr Denke Vilbertsdóttir boðaði forföll og einnig varamaður hennar.

1.Aflatölur 2019

Málsnúmer 1902009Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fjöldi landana og afli í höfnum Fjallabyggðar tímabilið 1. janúar - 15. maí 2019 ásamt samanburði við sama tíma árið 2018.
2019 Siglufjörður 6585 tonn í 292 löndunum.
2019 Ólafsfjörður 220 tonn í 231 löndunum.
2018 Siglufjörður 4080 tonn í 381 löndunum.
2018 Ólafsfjörður 229 tonn í 222 löndunum.

2.Sumar- og vetrarfrí hafnarvarða

Málsnúmer 1903023Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar áætlun hafnarvarða um töku orlofsdaga árið 2019.

3.Viðbragðsáætlun Fjallabyggðarhafna vegna bráðamengunar innan hafnarsvæðis

Málsnúmer 1905034Vakta málsnúmer

Ámundi Gunnarsson, slökkviliðsstjóri mætti á fundinn og fór yfir viðbragðsáætlun vegna bráðamengunar innan hafnarsvæðis.

Hafnarstjórn felur Ámunda að kaupa inn 5 ísogspylsur sem staðsettar verða á slökkvistöðvum Fjallabyggðar.

4.Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám

Málsnúmer 1904010Vakta málsnúmer

Útgerðarfélagið Dagur ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir 40 feta gám á gámasvæði við öldubrjót hjá Óskarsbryggju.

Erindi samþykkt.

5.Áætlun hafnaryfirvalda um móttöku úrgangs-og farmleifa frá skipum

Málsnúmer 1904048Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn felur yfirhafnarverði að koma með tillögu að svari á næsta fund.

6.Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2018

Málsnúmer 1903087Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir fyrir sitt leyti.

7.Fundargerðir Hafnasambands Íslands - 2019

Málsnúmer 1901025Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir Siglingaráðs

Málsnúmer 1904065Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:50.