Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

72. fundur 27. maí 2019 kl. 16:30 - 18:00 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
  • Hólmar Hákon Óðinsson varaformaður I lista
  • Gauti Már Rúnarsson aðalmaður, D lista
  • Diljá Helgadóttir aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda og menningarmála
Guðrún Linda Rafnsdóttir boðaði forföll og varamaður hennar einnig.

1.Umbótaáætlun Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1604017Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri og Ása Björk Stefánsdóttir aðstoðarskólastjóri.
Skólastjórnendur lögðu umbótaáætlun Grunnskóla Fjallabyggðar fram til kynningar. Nú er vinnu við alla þætti umbótaáætlunarinnar í kjölfar ytra mats grunnskólans lokið. Sumir þættirnir eru í sífelldri endurskoðun eðli sínu samkvæmt. Fræðslunefnd felur skólastjóra að senda umbótaáætlunina til mennta- og menningarmálaráðuneytisins þegar eftir henni verður kallað.

2.Niðurstöður nemendakönnunar Skólapúls 2018-2019

Málsnúmer 1811077Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri og Ása Björk Stefánsdóttir aðstoðarskólastjóri.
Skólastjóri fór yfir niðurstöður nemendakönnunar Skólapúlsins sem lögð var fyrir 6.-10.bekk í apríl sl. Einnig var stutt könnun lögð fyrir 1.-5. bekk sem tekur á líðan í skólanum og ánægju af lestri. Ef ánægja af lestri er skoðuð milli ára í 1.-5. bekk og árangur hvers árgangs borinn saman við fyrra ár má sjá framfarir hjá öllum árgöngum.

3.Frístund 2018-2019

Málsnúmer 1808030Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Ása Björk Stefánsdóttir aðstoðarskólastjóri.
Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir þátttöku í Frístund á vorönninni. Mikil aukning er á þátttöku nemenda í 1.-4.bekk í Frístund en á vorönninni tóku tæplega 89% nemenda þátt í starfinu einn eða fleiri daga. Þetta er töluverð aukning því haustið 2017 var þátttaka um 75%.

4.Skóla- og frístundaakstur

Málsnúmer 1905039Vakta málsnúmer

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir fyrirkomulag skóla- og frístundaaksturs fram að næsta hausti í kjölfar gjaldþrots Hópferðabíla Akureyrar. Verið er að undirbúa útboð á skóla- og frístundaakstri til næstu þriggja ára.

Fundi slitið - kl. 18:00.