Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 72. fundur - 27. maí 2019

Málsnúmer 1905013F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 175. fundur - 12.06.2019

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 72. fundur - 27. maí 2019 Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri og Ása Björk Stefánsdóttir aðstoðarskólastjóri.
    Skólastjórnendur lögðu umbótaáætlun Grunnskóla Fjallabyggðar fram til kynningar. Nú er vinnu við alla þætti umbótaáætlunarinnar í kjölfar ytra mats grunnskólans lokið. Sumir þættirnir eru í sífelldri endurskoðun eðli sínu samkvæmt. Fræðslunefnd felur skólastjóra að senda umbótaáætlunina til mennta- og menningarmálaráðuneytisins þegar eftir henni verður kallað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 72. fundur - 27. maí 2019 Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri og Ása Björk Stefánsdóttir aðstoðarskólastjóri.
    Skólastjóri fór yfir niðurstöður nemendakönnunar Skólapúlsins sem lögð var fyrir 6.-10.bekk í apríl sl. Einnig var stutt könnun lögð fyrir 1.-5. bekk sem tekur á líðan í skólanum og ánægju af lestri. Ef ánægja af lestri er skoðuð milli ára í 1.-5. bekk og árangur hvers árgangs borinn saman við fyrra ár má sjá framfarir hjá öllum árgöngum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 72. fundur - 27. maí 2019 Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Ása Björk Stefánsdóttir aðstoðarskólastjóri.
    Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir þátttöku í Frístund á vorönninni. Mikil aukning er á þátttöku nemenda í 1.-4.bekk í Frístund en á vorönninni tóku tæplega 89% nemenda þátt í starfinu einn eða fleiri daga. Þetta er töluverð aukning því haustið 2017 var þátttaka um 75%.
    Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 72. fundur - 27. maí 2019 Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir fyrirkomulag skóla- og frístundaaksturs fram að næsta hausti í kjölfar gjaldþrots Hópferðabíla Akureyrar. Verið er að undirbúa útboð á skóla- og frístundaakstri til næstu þriggja ára. Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 175. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.