Bæjarráð Fjallabyggðar

495. fundur 04. apríl 2017 kl. 08:00 - 10:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir aðalmaður, B lista
  • Hilmar Þór Elefsen varamaður, S lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Sumarlokun leikskóla í Fjallabyggð

Málsnúmer 1703081Vakta málsnúmer

Fullrtúi Genís ehf mætti á fund bæjarráðs.
Róbert Guðfinnsson lýsir áhyggjum sínum af sumarlokun leikskóla í Fjallabyggð.
Bæjarráð ákveðjur að taka til skoðunar núverandi fyrirkomulag og fá tillögur til breytinga frá bæjarstjóra og leikskólastjóra.

2.Gjafaafsal Hóls

Málsnúmer 1703049Vakta málsnúmer

Fulltrúar ÚÍF mæta á fund bæjarráðs.
Þórarinn Hannesson formaður UÍF, Brynja Hafsteinsdóttir starfsmaður UÍF og Róbert Grétar Gunnarsson deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningamála mættu á fund bæjarráðs.
Farið var yfir þá ósk UÍF að Fjallabyggð aflétti þeirri kvöð sem er í gjafaafsali bæjarfélagsins til UÍF ásamt framtíðarnýtingu Hóls.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og formanni fræðslu- og frístundanefndar að koma með tillögur að framtíðartilhögun á aðkomu bæjarfélagins að rekstri og nýtingu Hóls.

3.Málefni Hóls

Málsnúmer 1703048Vakta málsnúmer

Þórarinn Hannesson formaður UÍF, Brynja Hafsteinsdóttir starfsmaður UÍF og Róbert Grétar Gunnarsson deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningamála mættu á fund bæjarráðs.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og formanni fræðslu- og frístundanefndar að koma með tillögur að framtíðartilhögun á aðkomu bæjarfélagins að rekstri og nýtingu Hóls.

4.Fráveita Ólafsfirði - 2017

Málsnúmer 1702033Vakta málsnúmer

Tilboð í verkefnið 'Fráveita Ólafsfirði 2017' voru opnuð 28.03.2017. Eftirfarandi tilboð bárust:
Áveitan ehf 48.856.000
Árni Helgason ehf 29.708.050
Kostnaðaráætlun 31.140.500

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda.

5.Afskriftir viðskiptakrafna

Málsnúmer 1703082Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

6.Útboð á endurnýjun lagna og yfirborðs á Túngötu, frá Aðalgötu að Eyrargötu

Málsnúmer 1704002Vakta málsnúmer

Óskað er eftir heimild bæjarráðs til að bjóða út framangreint verk í opnu útboði.
Bæjarráð samþykkir beiðnina.

7.Til umsagnar 307. mál frá nefndasviði Alþingis

Málsnúmer 1703088Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

8.Til umsagnar 306. mál frá nefndasviði Alþingis

Málsnúmer 1703089Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

9.Til umsagnar 176.mál frá nefndasviði Alþingis.

Málsnúmer 1703091Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

10.Erlendir ferðamenn á Norðurlandi 2010-2016.

Málsnúmer 1703086Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla um gistinætur erlendra ferðamanna á Norðurlandi frá Rannsóknum og ráðgjöf ferðaþjónustunnar.
Lagt fram til kynningar.

11.Auglýsing um styrki til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð

Málsnúmer 1703064Vakta málsnúmer

Óskað er eftir tillögum deildarstjóra tæknideildar.

12.Smávirkjanir

Málsnúmer 1703084Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi AFE vegna smávirkjana.
AFE óskar hér með eftir heimild sveitarfélaganna í Eyjafirði til að hafa milligöngu um að leita tilboða í verkið. Það væri svo í höndum hvers sveitarfélags að taka tilboðinu. Með þessum hætti væri mögulega hægt að ná fram hagstæðari tilboðum og mögulega styrki á móti framlögum sveitarfélaganna. Stefnt er að því að tilboðin liggi fyrir áður en fjárhagsáætlunarvinna sveitarfélaga hefst fyrir árið 2018.

Bæjarráð samþykkir beiðnina.

13.Umsókn um byggingarétt á lóðum við Eyrarflöt

Málsnúmer 1703070Vakta málsnúmer

Bæjarráð lítur jákvætt á erindið og vísar því til afgreiðslu í skipulags- og umhverfisnefnd.

14.Könnun um ungmennaráðs sveitarfélaga

Málsnúmer 1703090Vakta málsnúmer

Erindinu vísað til deildarstjóra fræðslu- frístunda og menningamála til afgreiðslu.

15.Vorráðstefna um menntavísindi

Málsnúmer 1703085Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Jafnréttisstofu vegna vorráðstefnu um menntavísindi.
Lagt fram til kynningar.

16.Flugklasinn Air66N - áfangaskýrsla

Málsnúmer 1605055Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Markaðsstofu Norðurlands.
Bæjarráð telur rétt að kanna hagsmuni Fjallabyggðar í þessu samhengi og frestar afgreiðslu þessa máls.

17.Ósk um aðgang að sundlaugum Fjallabyggðar

Málsnúmer 1703093Vakta málsnúmer

Dalvíkurbyggð óskar eftir aðgangi að sundlaugum Fjallabyggðar án endurgjalds meðan framkvæmdir standa yfir.
Bæjarráð samþykkir ósk Dalvíkurbyggðar um aðgang að sundlaugum Fjallabyggðar fyrir gildandi korthafa.

18.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2017

Málsnúmer 1701007Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 848. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, frá 24. mars 2017.
Lagt fram til kynningar.

19.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2017

Málsnúmer 1701004Vakta málsnúmer

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 29. mars 2017 lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.