Smávirkjanir

Málsnúmer 1703084

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 495. fundur - 04.04.2017

Lagt fram erindi AFE vegna smávirkjana.
AFE óskar hér með eftir heimild sveitarfélaganna í Eyjafirði til að hafa milligöngu um að leita tilboða í verkið. Það væri svo í höndum hvers sveitarfélags að taka tilboðinu. Með þessum hætti væri mögulega hægt að ná fram hagstæðari tilboðum og mögulega styrki á móti framlögum sveitarfélaganna. Stefnt er að því að tilboðin liggi fyrir áður en fjárhagsáætlunarvinna sveitarfélaga hefst fyrir árið 2018.

Bæjarráð samþykkir beiðnina.