Útboð á endurnýjun lagna og yfirborðs á Túngötu, frá Aðalgötu að Eyrargötu

Málsnúmer 1704002

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 495. fundur - 04.04.2017

Óskað er eftir heimild bæjarráðs til að bjóða út framangreint verk í opnu útboði.
Bæjarráð samþykkir beiðnina.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 497. fundur - 25.04.2017

Tilboð voru opnuð 24.apríl.
Útboðið var opið og eftirfarandi tilboð bárust:
Bás ehf
37.335.450,-
Sölvi Sölvason
45.836.370,-
Kostnaðaráætlun 40.675.000,-
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 509. fundur - 11.07.2017

Ríkharður Hólm Sigurðsson vék undir þessum lið.
Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.
Sveinn Zophaníasson frá Bás ehf var boðaður en mætti ekki.
Deildarstjóri tæknideildar fór yfir stöðu framkvæmda. Stefnt er að því að lokið verði við malbikun á Eyrargötu seinnipartinn í júlí.