Bæjarráð Fjallabyggðar

497. fundur 25. apríl 2017 kl. 08:00 - 09:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir aðalmaður, B lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Rekstrarsamningur Síldarminjasafn 2017-2018

Málsnúmer 1611078Vakta málsnúmer

Steinunn M. Sveinsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
Frestað til næsta fundar bæjarráðs.

2.Síldarævintýri 2016

Málsnúmer 1607037Vakta málsnúmer

Lagður fram úrskurður atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis vegna ágreinings um greiðslu á löggæslukostnaði að upphæð 180.000 vegna bæjarhátíðarinnar "Síldarævintýri á Siglufirði" sem lögreglustjóri á Norðurlandi eystra lagði á bæjarsjóð Fjallabyggðar.
Í úrskurði atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins er löggæslukostnaður felldur niður vegna skorts á skýrri lagaheimild til innheimtu löggæslukostnaðar.
Bæjarráð fagnar niðurstöðu ráðuneytisins.

3.Útboð á endurnýjun lagna og yfirborðs á Túngötu, frá Aðalgötu að Eyrargötu

Málsnúmer 1704002Vakta málsnúmer

Tilboð voru opnuð 24.apríl.
Útboðið var opið og eftirfarandi tilboð bárust:
Bás ehf
37.335.450,-
Sölvi Sölvason
45.836.370,-
Kostnaðaráætlun 40.675.000,-
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda.

4.Malbikun 2017 útboð/verðkönnun

Málsnúmer 1704017Vakta málsnúmer

Deildarstjóri tæknideildar óskar eftir heimild bæjarráðs til þess að halda lokað útboð á malbikun í Fjallabyggð 2017. Bjóðendur yrðu Malbikun KM, Kraftfag og Colas.
Bæjarráð samþykkir tillögur deildarstjóra tæknideildar.

5.Alþjóðleg ráðstefna á sviði ljóstækni á Siglufirði 14.-19.maí nk.

Málsnúmer 1704075Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, þar sem óskað er eftir að Fjallabyggð taki á móti ráðstefnugestum í Síldarminjasafninu 16. maí næstkomandi.
Bæjarráð samþykkir beiðnina og felur bæjarstjóra úrlausn málsins.

6.Til umsagnar - 378. mál frá nefndasviði Alþingis

Málsnúmer 1704018Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar þingsályktunartillaga um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar. Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra félagsmáladeildar.

7.Frá nefndasviði Alþingis - 156. mál til umsagnar

Málsnúmer 1704026Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

8.Frá nefndasviði Alþingis - 222. mál til umsagnar

Málsnúmer 1704027Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

9.Frá nefndasviði Alþingis - 270. mál til umsagnar

Málsnúmer 1704030Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

10.Frá nefndasviði Alþingis - 184. mál til umsagnar

Málsnúmer 1704028Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

11.Frá nefndasviði Alþingis - 114. mál til umsagnar

Málsnúmer 1704031Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

12.Frá nefndasviði Alþingis - 87. mál til umsagnar

Málsnúmer 1704033Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

13.Frá nefndasviði Alþingis - 333. mál til umsagnar

Málsnúmer 1704059Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

14.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2017

Málsnúmer 1701007Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

15.Fundargerðir stjórnar Hornbrekku - 2017

Málsnúmer 1701005Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:00.