Umsókn um byggingarétt á lóðum við Eyrarflöt

Málsnúmer 1703070

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 495. fundur - 04.04.2017

Bæjarráð lítur jákvætt á erindið og vísar því til afgreiðslu í skipulags- og umhverfisnefnd.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 212. fundur - 03.05.2017

Á fundinn mætti Konráð K. Baldvinsson til að kynna hugmyndir og áætlanir Ýmis fasteignafélags ehf. vegna umsóknar um byggarétt á lóðum við Eyrarflöt.

Nefndin tekur jákvætt í erindið og Konráð mun skila inn drögum að breyttu deiliskipulag til tæknideildar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 213. fundur - 01.06.2017

Lagður fram breytingaruppdráttur fyrir deiliskipulag Eyrarflatar þar sem breyting er gerð á fyrirkomulagi gatna, lóða og byggingarreita sunnan núverandi byggðar við Eyrarflöt.

Nefndin samþykkir að auglýsa framlagða breytingu deiliskipulags í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 216. fundur - 23.08.2017

Að lokinn í auglýsingu er lögð fram til kynningar tillaga að breyttu deiliskipulagi við Eyrarflöt, Siglufirði. Tillagan var auglýst frá 29. júní til 10. ágúst 2017. Lagðar fram umsagnir frá Minjastofnun Íslands, dags. 1. ágúst 2017 og Umhverfisstofnun, dags. 14. ágúst 2017.Engar athugasemdir bárust.