Bæjarráð Fjallabyggðar

863. fundur 18. febrúar 2025 kl. 08:15 - 09:10 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
  • Tómas Atli Einarsson varafulltrúi
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson bæjarstjóri

1.Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga 2024-2025

Málsnúmer 2501051Vakta málsnúmer

Bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna að gerð tillögu að sérreglum um úthlutun byggðakvóta fyrir 2024-2025 eins og erindi atvinnumálaráðuneytis gefur kost á.
Fyrir liggur tillaga um sérreglur sem gera ráð fyrir því að heimilt verði að landa afla innan sveitarfélagsins Fjallabyggðar óháð því í hvoru byggðarlagi bátur fær úthlutun. Jafnframt er lagt til að hámark úthlutunar verði ekki meiri en 90 þorskígildistonn á fiskiskip.
Tillaga um sérreglur gerir ráð fyrir því að fiskiskipum verði skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta innan sveitarfélagsins en að ekki sé skylt að landa til vinnslu innan sveitarfélagsins. Í því felst að afli sem boðinn er upp á fiskmarkaði innan sveitarfélagsins teljist uppfylla skilyrði um löndun innan sveitarfélagsins.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð vísar eftirfarandi óskum um sérreglur í reglugerð 819/2024 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2024/2025 til afgreiðslu í bæjarstjórn:

Ákvæði 1. málsl. 1. mgr., c liðar 1. greinar breytist og verður:

Eru í eigu eða leigu einstaklinga eða lögaðila með heimilisfang í viðkomandi sveitarfélagi 1. júlí 2024.

Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður:

Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan viðkomandi byggðalags á tímabilinu 1. september 2023 til 31. ágúst 2024, þó að hámarki 80 þorskígildistonn á fiskiskip.

Í 6. grein reglugerðarinnar verði veitt undanþága frá löndun til vinnslu.

Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: "Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðarkvóta innan sveitarfélagsins. " Önnur ákvæði sömu málsgr. breytist í samræmi.

Í 6.gr., 3.málsgr, breytist og verður: „Afli sem boðinn er upp á fiskmarkaði innan sveitarfélagsins telst uppfylla skilyrði um löndun innan sveitarfélagsins samkvæmt 1.málsgr.“

2.Verksamningur um ræstingu fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar, starfsstöð Siglufirði 2025-2028

Málsnúmer 2501064Vakta málsnúmer

Á 861. fundi sínum samþykkti bæjarráð tillögu deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um að tilboði óskráðs félags sem nú heitir Kúst & Fæjó ehf. í ræstingar fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar, starfsstöð á Siglufirði, verði tekið og gerður verði þriggja ára samningur með möguleika á framlengingu til eins árs að hámarki tvisvar.
Með fundarboði bæjarráðs fylgdu drög að verksamningi við Kúst & Fæjó ehf., sem lagður er fram til staðfestingar.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við kynnt drög að samningi og felur bæjarstjóra að undirrita fyrir hönd sveitarfélagsins.

3.Verksamningur um ræstingu fyrir Ráðhús Fjallabyggðar, 2025-2028.

Málsnúmer 2502010Vakta málsnúmer

Á 861. fundi sínum samþykkti bæjarráð tillögu fjármálastjóra um að tilboði óskráðs félags sem nú heitir Kúst&Fæjó ehf. í ræstingar fyrir Ráðhús Fjallabyggðar, verði tekið og gerður verði þriggja ára samningur með möguleika á framlengingu til eins árs að hámarki tvisvar.
Með fundarboði bæjarráðs fylgdu drög að verksamningi við Kúst&Fæjó ehf., sem lagður er fram til staðfestingar.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við kynnt drög að samningi og felur bæjarstjóra að undirrita fyrir hönd sveitarfélagsins.

4.Endurskoðun á samþykkt um stjórn Fjallabyggðar

Málsnúmer 2310018Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga til umræðu á uppfærðu skipuriti stjórnsýslu Fjallabyggðar. Tillagan tekur m.a. mið af þeim ábendingum sem fram komu í stjórnsýsluúttekt Strategíu sem framkvæmd var á síðasta ári.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög að uppfærðu skipuriti og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við ábendingar og umræður á fundinum og leggja fyrir fund bæjarstjórnar.

5.Beiðni um stuðning vegna ráðstefnu - Nærandi ferðaþjónusta

Málsnúmer 2502006Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Ólöfu Ýrr Atladóttur fyrir hönd Norrænnar ferðaþjónustu þar sem óskað er eftir stuðning við ráðstefnu um nærandi ferðaþjónustu sem haldin verður á Siglufirði í mars. Gert er ráð fyrir um 80-100 gestum víða að úr Evrópu á ráðstefnuna og er óskað eftir stuðningi í því formi að bjóða gestum til móttöku í upphafi ráðstefnunnar
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að bjóða ráðstefnugestum til móttöku í upphafi ráðstefnunnar og felur bæjarstjóra að útfæra með verkefnastjóra ráðstefnunnar.

6.Heimild fyrir sölu á bifreiðum.

Málsnúmer 2501015Vakta málsnúmer

Fyrir liggja upplýsingar um sölu á bifreið sem áður var á vegum stjórnsýslunnar og heimild var fyrir sölu á og er söluverð 5,5 milljónir króna.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

7.Opið samráð um áform um lagasetningu - mat á fjárhagslegum áhrifum frumvarpa á sveitarfélög

Málsnúmer 2502007Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Innviðaráðuneyti þar sem vakin er athygli á opnu samráði um áform um breytingar á sveitarstjórnarlögum um mat á fjárhagslegum áhrifum lagafrumvarpa á sveitarfélög.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

8.Yfirlýsing frá Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi

Málsnúmer 2501047Vakta málsnúmer

Fyrir liggur yfirlýsing frá Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi þar sem krafist er tafarlausra viðbragða vegna lokanna á flugbrautum Reykjavíkurflugvallar.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð tekur undir yfirlýsinguna og telur það skýra og augljósa kröfu að aðilar málsins, þ.e. Reykjavíkurborg, Innviðaráðuneyti, ISAVIA og Samgöngustofa, axli ábyrgð og tryggi opnun og rekstraröryggi fyrir sjúkraflug á Reykjavíkurflugvelli.

9.Stöðufundir umhverfis- og tæknideildar

Málsnúmer 2501035Vakta málsnúmer

Lagðir fram minnispunktar af stöðufundum með tæknideild
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

10.Starfsmannamál skóla og leikskólamál í Evrópu

Málsnúmer 2502009Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar um starfsmannamál í skólum og leikskólum í samanburði við Evrópu.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

11.Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga

Málsnúmer 2502012Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá tilnefningarnefnd Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. þar sem auglýst er eftir framboðum til stjórnar og varastjórnar Lánasjóðs sveitarfélaga en frestur til framboða eða tilnefninga rennur út kl 12:00 miðvikudaginn 24. febrúar n.k.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

12.Fráveitukerfi á Siglufirði

Málsnúmer 2408040Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf frá Ofanflóðanefnd þar sem tilkynnt er um tillögu nefndarinnar um kostnaðarþátttöku Ofanflóðasjóðs vegna framkvæmda við fráveitu sem varð fyrir tjóni á síðasta ári.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

13.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2025

Málsnúmer 2501001Vakta málsnúmer

Fundargerð 42. fundar Ungmennaráðs Fjallabyggðar lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:10.