Verksamningur um ræstingu fyrir Ráðhús Fjallabyggðar, 2025-2028.

Málsnúmer 2502010

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 863. fundur - 18.02.2025

Á 861. fundi sínum samþykkti bæjarráð tillögu fjármálastjóra um að tilboði óskráðs félags sem nú heitir Kúst&Fæjó ehf. í ræstingar fyrir Ráðhús Fjallabyggðar, verði tekið og gerður verði þriggja ára samningur með möguleika á framlengingu til eins árs að hámarki tvisvar.
Með fundarboði bæjarráðs fylgdu drög að verksamningi við Kúst&Fæjó ehf., sem lagður er fram til staðfestingar.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við kynnt drög að samningi og felur bæjarstjóra að undirrita fyrir hönd sveitarfélagsins.