Beiðni um stuðning vegna ráðstefnu - Nærandi ferðaþjónusta

Málsnúmer 2502006

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 863. fundur - 18.02.2025

Fyrir liggur erindi frá Ólöfu Ýrr Atladóttur fyrir hönd Norrænnar ferðaþjónustu þar sem óskað er eftir stuðning við ráðstefnu um nærandi ferðaþjónustu sem haldin verður á Siglufirði í mars. Gert er ráð fyrir um 80-100 gestum víða að úr Evrópu á ráðstefnuna og er óskað eftir stuðningi í því formi að bjóða gestum til móttöku í upphafi ráðstefnunnar
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að bjóða ráðstefnugestum til móttöku í upphafi ráðstefnunnar og felur bæjarstjóra að útfæra með verkefnastjóra ráðstefnunnar.