Yfirlýsing frá Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi

Málsnúmer 2501047

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 861. fundur - 23.01.2025

Fyrir liggur yfirlýsing Miðstöðvar sjúkraflugs á Íslandi vegna lokunar flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli þar sem bent er á að mikilvægt sé að Reykjavíkurborg og önnur yfirvöld sem hafa með málið að gera leiti allra leiða til úrbóta málsins.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð deilir þeim áhyggjum sem Miðstöð sjúkraflugs hefur vegna þeirra takmarkana sem fyrirhugaðar eru á notkun flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli og hvetur aðila til þess að finna leiðir til úrbóta.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 863. fundur - 18.02.2025

Fyrir liggur yfirlýsing frá Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi þar sem krafist er tafarlausra viðbragða vegna lokanna á flugbrautum Reykjavíkurflugvallar.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð tekur undir yfirlýsinguna og telur það skýra og augljósa kröfu að aðilar málsins, þ.e. Reykjavíkurborg, Innviðaráðuneyti, ISAVIA og Samgöngustofa, axli ábyrgð og tryggi opnun og rekstraröryggi fyrir sjúkraflug á Reykjavíkurflugvelli.