Bæjarráð Fjallabyggðar

861. fundur 23. janúar 2025 kl. 08:15 - 09:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson bæjarstjóri

1.Verðtilboð í endurtekið útboð á ræstingu í stofnunum Fjallabyggðar - Siglufirði

Málsnúmer 2501040Vakta málsnúmer

Tilboð voru opnuð í Ráðhúsi Fjallabyggðar, mánudaginn 20.janúar 2025, kl. 11:00, í eftirfarandi verk:
"FJAL-2025-1: Útboð: Ræsting fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar, starfsstöð Siglufirði"
"FJAL-2025-2: Útboð: Ræsting fyrir Leikskóla Fjallabyggðar. Leikskálar Siglufirði"
"FJAL-2025-3: Útboð: Ræsting fyrir Ráðhús Fjallabyggðar, Siglufirði"

Eftirfarandi tilboð bárust:
„FJAL-2025-1: Útboð: Ræsting fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar, starfsstöð Siglufirði“
EE Þrif ehf. í reglulega ræstingu kr. 65.087.303,
Hreinn Fjörður ehf.í reglulega ræstingu kr. 63.751.462
Katrín Drífa Sigurðardóttir, f.h. óstofnaðs félags, í reglulega ræstingu kr. 43.178.213
Kristalhreint ehf.í reglulega ræstingu kr. 60.598.527


„FJAL-2025-2: Útboð: Ræsting fyrir Leikskóla Fjallabyggðar. Leikskálar Siglufirði“
EE Þrif ehf. í reglulega ræstingu og árleg sumarþrif. kr. 46.156.658
Hreinn Fjörður ehf. í reglulega ræstingu og árleg sumarþrif kr.57.954.722
Kristalhreint ehf. í reglulega ræstingu og árleg sumarþrif kr.38.658.061


„FJAL-2025-3: Útboð: Ræsting fyrir Ráðhús Fjallabyggðar, Siglufirði“
EE Þrif ehf. í reglulega ræstingu og árleg þrif á gluggum. kr.29.945.256
Hreinn Fjörður ehf. í reglulega ræstingu og árleg þrif á gluggum kr.30.118.226
Katrín Drífa Sigurðardóttir, f.h. óstofnaðs félags, í reglulega ræstingu og árleg þrif á gluggum kr. 21.428.878
Kristalhreint ehf. í reglulega ræstingu og árleg þrif á gluggum kr.24.715.212

Allar upphæðir eru með virðisaukaskatti.

Fjármálastjóri og deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmáladeildar leggja til að gengið verði að verðtilboði lægstbjóðanda, þ.e. tilboði Katrínar Drífu Sigurðardóttur f.h. óstofnaðs félags í ræstingu Grunnskóla Fjallabyggðar, starfsstöðvar á Siglufirði og ræstingu Ráðhúss Fjallabyggðar, Siglufirði og tilboði Kristalhreint ehf. í ræstingu Leikskóla Fjallabyggðar, Leikskála Siglufirði.

S.Guðrún Hauksdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir tillögu fjármálastjóra og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um að taka tilboði Katrínar Drífu Sigurðardóttur f.h. óstofnaðs félags í ræstingu Grunnskóla Fjallabyggðar, starfsstöðvar á Siglufirði og ræstingu Ráðhúss Fjallabyggðar og tilboði Kristalhreint ehf í ræstingu Leikskóla Fjallabyggðar, Leikskála Siglufirði, og gerður verði þriggja ára samningur með möguleika á framlengingu til eins árs að hámarki tvisvar.

2.Hvatar vegna nýbygginga

Málsnúmer 2303052Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 3. maí 2023 samhljóða að fella niður tímabundið öll gatnagerðargjöld vegna fasteignabygginga til þess að stuðla enn frekar að uppbyggingu húsnæðis í sveitarfélaginu. Gilti niðurfellingin til 31.12.2024 og átti þá að endurskoða.
Samþykkt
Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkir með vísan til heimildar í a-lið 8. gr. samþykktar um gatnagerðargjöld og sölu byggingaréttar í Fjallabyggð frá 4. júlí 2018 að fella tímabundið niður öll gatnagerðargjöld í Fjallabyggð. Tekur ákvörðunin þegar gildi og gildir til 31.12.2025. Með þessu vill bæjarráð halda áfram að búa til jákvæða hvata til nýbygginga í sveitarfélaginu.

3.Veraldarvinir - ósk um samstarf 2025

Málsnúmer 2501046Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Veraldarvinum þar sem óskað er eftir samstarfi við Fjallabyggð sem fælist m.a. í niðurfellingu fasteignagjalda af húseign þeirra á Siglufirði gegn því að Veraldarvinir tækju að sér tiltekin verkefni í samráði við Skógræktarfélag Siglufjarðar í Skógræktinni.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð tekur vel í erindi Veraldarvina og felur bæjarstjóra að vinna að og leggja fyrir bæjarráð tillögu að samstarfi með Veraldarvinum vegna verkefna á vegum skógræktarfélaganna í Fjallabyggð og á opnum svæðum í Fjallabyggð.

4.Verkfallsboðun LSS og ályktun félagsfundar

Málsnúmer 2501043Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tilkynning um verkfallsboðun félagsmanna Landssambands slökkviliðs - og sjúkraflutningamanna en verkfallsaðgerðir munu hefjast mánudaginn 10.febrúar n.k.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

5.Yfirlýsing frá Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi

Málsnúmer 2501047Vakta málsnúmer

Fyrir liggur yfirlýsing Miðstöðvar sjúkraflugs á Íslandi vegna lokunar flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli þar sem bent er á að mikilvægt sé að Reykjavíkurborg og önnur yfirvöld sem hafa með málið að gera leiti allra leiða til úrbóta málsins.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð deilir þeim áhyggjum sem Miðstöð sjúkraflugs hefur vegna þeirra takmarkana sem fyrirhugaðar eru á notkun flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli og hvetur aðila til þess að finna leiðir til úrbóta.

6.Stöðufundir umhverfis- og tæknideildar

Málsnúmer 2501035Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samantekt bæjarstjóra vegna funda með starfsmönnum umhverfis - og tæknideildar um framkvæmdastöðu og verkefni.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

7.Brák íbúðafélag, tillaga til lagabreytingar.

Málsnúmer 2501022Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð ársfundar Brákar íbúðafélags ses þar sem m.a. voru gerðar breytingar á samþykktum félagsins.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2025

Málsnúmer 2501001Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerðir 318. fundar skipulags - og umhverfisnefndar, 114. fundar markaðs - og menningarnefndar og 149. fundar hafnarstjórnar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:30.