Verðtilboð í endurtekið útboð á ræstingu í stofnunum Fjallabyggðar - Siglufirði

Málsnúmer 2501040

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 861. fundur - 23.01.2025

Tilboð voru opnuð í Ráðhúsi Fjallabyggðar, mánudaginn 20.janúar 2025, kl. 11:00, í eftirfarandi verk:
"FJAL-2025-1: Útboð: Ræsting fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar, starfsstöð Siglufirði"
"FJAL-2025-2: Útboð: Ræsting fyrir Leikskóla Fjallabyggðar. Leikskálar Siglufirði"
"FJAL-2025-3: Útboð: Ræsting fyrir Ráðhús Fjallabyggðar, Siglufirði"

Eftirfarandi tilboð bárust:
„FJAL-2025-1: Útboð: Ræsting fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar, starfsstöð Siglufirði“
EE Þrif ehf. í reglulega ræstingu kr. 65.087.303,
Hreinn Fjörður ehf.í reglulega ræstingu kr. 63.751.462
Katrín Drífa Sigurðardóttir, f.h. óstofnaðs félags, í reglulega ræstingu kr. 43.178.213
Kristalhreint ehf.í reglulega ræstingu kr. 60.598.527


„FJAL-2025-2: Útboð: Ræsting fyrir Leikskóla Fjallabyggðar. Leikskálar Siglufirði“
EE Þrif ehf. í reglulega ræstingu og árleg sumarþrif. kr. 46.156.658
Hreinn Fjörður ehf. í reglulega ræstingu og árleg sumarþrif kr.57.954.722
Kristalhreint ehf. í reglulega ræstingu og árleg sumarþrif kr.38.658.061


„FJAL-2025-3: Útboð: Ræsting fyrir Ráðhús Fjallabyggðar, Siglufirði“
EE Þrif ehf. í reglulega ræstingu og árleg þrif á gluggum. kr.29.945.256
Hreinn Fjörður ehf. í reglulega ræstingu og árleg þrif á gluggum kr.30.118.226
Katrín Drífa Sigurðardóttir, f.h. óstofnaðs félags, í reglulega ræstingu og árleg þrif á gluggum kr. 21.428.878
Kristalhreint ehf. í reglulega ræstingu og árleg þrif á gluggum kr.24.715.212

Allar upphæðir eru með virðisaukaskatti.

Fjármálastjóri og deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmáladeildar leggja til að gengið verði að verðtilboði lægstbjóðanda, þ.e. tilboði Katrínar Drífu Sigurðardóttur f.h. óstofnaðs félags í ræstingu Grunnskóla Fjallabyggðar, starfsstöðvar á Siglufirði og ræstingu Ráðhúss Fjallabyggðar, Siglufirði og tilboði Kristalhreint ehf. í ræstingu Leikskóla Fjallabyggðar, Leikskála Siglufirði.

S.Guðrún Hauksdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir tillögu fjármálastjóra og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um að taka tilboði Katrínar Drífu Sigurðardóttur f.h. óstofnaðs félags í ræstingu Grunnskóla Fjallabyggðar, starfsstöðvar á Siglufirði og ræstingu Ráðhúss Fjallabyggðar og tilboði Kristalhreint ehf í ræstingu Leikskóla Fjallabyggðar, Leikskála Siglufirði, og gerður verði þriggja ára samningur með möguleika á framlengingu til eins árs að hámarki tvisvar.