Hvatar vegna nýbygginga

Málsnúmer 2303052

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 786. fundur - 18.04.2023

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda í Fjallabyggð.
Samþykkt
Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkir með vísan til heimildar í a-lið 8. gr. samþykktar um gatnagerðargjöld og sölu byggingaréttar í Fjallabyggð frá 4. júlí 2018 að fella tímabundið niður öll gatnagerðargjöld í Fjallabyggð. Tekur ákvörðunin þegar gildi og gildir til 31.12.2024. Með þessu vill bæjarráð búa til jákvæða hvata til nýbygginga í sveitarfélaginu.