Veraldarvinir - ósk um samstarf 2025

Málsnúmer 2501046

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 861. fundur - 23.01.2025

Fyrir liggur erindi frá Veraldarvinum þar sem óskað er eftir samstarfi við Fjallabyggð sem fælist m.a. í niðurfellingu fasteignagjalda af húseign þeirra á Siglufirði gegn því að Veraldarvinir tækju að sér tiltekin verkefni í samráði við Skógræktarfélag Siglufjarðar í Skógræktinni.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð tekur vel í erindi Veraldarvina og felur bæjarstjóra að vinna að og leggja fyrir bæjarráð tillögu að samstarfi með Veraldarvinum vegna verkefna á vegum skógræktarfélaganna í Fjallabyggð og á opnum svæðum í Fjallabyggð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 865. fundur - 06.03.2025

Fyrir liggja drög að samstarfssamningi á milli Fjallabyggðar og Veraldarvina til þriggja ára þar sem m.a. felur í sér tiltekin verkefni í samráði við Skógræktarfélögin á Siglufirði og í Ólafsfirði og önnur verkefni á opnum svæðum í Fjallabyggð.
Samþykkt
Bæjarráð staðfestir samningsdrögin eins og þau liggja fyrir og felur bæjarstjóra að ganga frá undirritun.