Bæjarráð Fjallabyggðar

741. fundur 05. maí 2022 kl. 08:00 - 09:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
  • Helga Helgadóttir varamaður, D lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Erindi frá Hestamannafélaginu Glæsi - fulltrúar félagsins mæta á fund

Málsnúmer 2204089Vakta málsnúmer

Unnar Már Pétursson og Haraldur Marteinsson fulltrúar Hestamannafélagsins Glæsis mættu á fund bæjarráðs kl.8:15.

Fulltrúar Glæsis yfirgáfu fundinn kl. 8:34.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð þakkar góða yfirferð og felur bæjarstjóra að funda með forsvarsmönnum hestamannafélagsins Glæsis með það að markmiði að fá fram hugmyndir þeirra og áherslur er varðar framtíðar aðstöðu félagsins.

2.Þjónustuhús á tjaldsvæði við Stóra Bola Siglufirði.

Málsnúmer 2205018Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 29. apríl 2021 er varðar tjaldstæðahús tjaldsvæðis við Stóra Bola á Siglufirði. Fram kemur í minnisblaðinu að þar sem tjaldsvæðahús hafi eyðilagst í snjóflóði í vetur þá þurfi að koma fyrir nýju þjónustuhúsi á tjaldsvæðinu. Lagt er til að fyrrum aðstöðuhús tjaldsvæðisins í Ólafsfirði verði endurbætt og það nýtt á tjaldsvæðinu við Stóra Bola. Áætlaður kostnaður er um ein milljón króna og er óskað eftir fjárheimild vegna verkefnisins.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu deildarstjóra tæknideildar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að vinna viðauka að fjárhæð 1 millj.kr. sem fjármagnaður verði af handbæru fé og leggja fyrir bæjarstjórn.

3.Dúntekja í bæjarlandi Siglufjarðar

Málsnúmer 2106074Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri lagði fram vinnuskjal og fór yfir viðræður sem hann hefur átt við áhugasama aðila um nýtingu æðardúnshlunninda á tilgreindum svæðum í bæjarlandi Siglufjarðar. Um er að ræða aðila sem hafa í mörg ár nýtt svæði merkt 1 til 4 til dúntekju.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að semja við umrædda aðila á forsendum sem fram eru settar í vinnuskjali bæjarstjóra.

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2205020Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.
Visað til afgreiðslu starfsmanns

5.Félag um Foreldrajafnrétti - ósk um styrk

Málsnúmer 2204096Vakta málsnúmer

Lagt fram ódagsett erindi Fannyjar Láru Hjartardóttur f.h. Félags um foreldrajafnrétti dags. 25. apríl 2022 er varðar ósk um styrk vegna verkefna sem félagið hyggst ráðast í á komandi misserum.
Erindi synjað
Bæjarráð þakkar erindið en sér sér ekki fært að verða við ósk félagsins um styrk.

6.Erindi frá smábátaeigendum - afnám vinnsluskyldu.

Málsnúmer 2204030Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri lagði fram og fór yfir erindi, dags. 27. apríl 2022, sem hann ritaði Matvælaráðuneytinu í kjölfar umfjöllunar bæjarráðs um erindi útgerðaraðila smábáta dags. 5. apríl. Ekki hefur borist svar frá ráðuneytinu.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar yfirferðina og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram að fengnu svari ráðuneytis.

7.Nefndasvið Alþingis - Mál til umsagnar 2022

Málsnúmer 2201041Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi velferðarnefndar Alþingis dags. 29. apríl er varðar umsögn um frumvarp til laga um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar (umhverfivæn orkuöflun), 582. mál.

Lagt fram til kynningar erindi velferðarnefndar Alþingis dags. 2. maí er varðar umsögn um frumvarp til laga um atvinnuréttindi útlendinga (einstaklingar sem flytjast til innan viðskiptafyrirtækis), 482. mál.

Lagt fram til kynningar erindi velferðarnefndar Alþingis dags. 2. maí er varðar umsögn um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu í þágu barna, snemmtækur stuðningur), 530. mál.

Lagt fram til kynningar erindi velferðarnefndar Alþingis dags. 2. maí er varðar umsögn um frumvarp til laga um sorgarleyfi, 593. mál.
Lagt fram til kynningar

8.Markaðsstofa Norðurlands - boð á vinnustofu

Málsnúmer 2204109Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar boð Markaðstofu Norðurlands á vinnustofuna „Samstaða um sjálfbæra ferðaþjónustu“, þann 18. maí 2022 í Hofi á Akureyri, frá 10-17.
Lagt fram til kynningar

9.Fréttabréf SSNE - 2022

Málsnúmer 2202023Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar 26 tbl. fréttabréfs SSNE.
Lagt fram til kynningar

10.Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands

Málsnúmer 2205019Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar aðalfundarboð Markaðsstofu Norðurlands dags. 29. apríl 2022. Fundurinn verður haldinn á Hótel KEA og í fjarfundi fimmtudaginn 19. maí 2022 kl. 10:00.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að sækja fundinn f.h. Fjallabyggðar eigi hann þess kost.

11.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2022

Málsnúmer 2201001Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 22. fundar stýrihóps um heilsueflandi samfélag.

Lagt fram til kynningar

12.Fundargerðir stjórnar SSNE - 2022

Málsnúmer 2201036Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 37. fundar stjórnar SSNE
Lagt fram til kynningar

13.Verkfundargerð- Suðurgata 4

Málsnúmer 2201046Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 3. verkfundar vegna verkefnisins Suðurgata 4, félagsmiðstöðin NEON.
Lagt fram til kynningar

14.Verkfundargerð - Tjaldsvæðahús Ólafsfirði

Málsnúmer 2104063Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 1. verkfundar vegna verkefnisins Tjaldsvæðahús Ólafsfirði.
Lagt fram til kynningar

15.Verkfundargerð - Sundlaug Ólafsfirði

Málsnúmer 2201057Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 1. verkfundar vegna verkefnisins Íþróttamiðstöð Ólafsfirði, endurbætur á búningsklefum.
Lagt fram til kynningar

16.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2022

Málsnúmer 2201035Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 909. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 09:00.