Erindi frá smábátaeigendum - afnám vinnsluskyldu.

Málsnúmer 2204030

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 738. fundur - 22.04.2022

Lagt fram erindi 10 útgerðaraðila smábáta dags. 5. apríl 2022, er varðar ósk þeirra um stuðning sveitarfélagsins við ósk þeirra um afnám vinnsluskyldu vegna byggðakvóta á yfirstandandi ári. Fram kemur í erindinu að ástæður beiðni séu að nú séu einungis tvær vinnslur í sveitarfélaginu og að önnur þeirra treysti sér ekki til að greiða verðlagsverð en hin kjósi helst að vinna þorsk undir 2 kg. Bestu lausnina á þeim vanda sem bréfritarar segja uppi, telja þeir vera að vinnsluskylda verði afnumin og vísa þar til fordæma s.s. í Skagafirði og á Skagaströnd.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar erindið og samþykkir að fela bæjarstjóra að rita Matvælaráðuneytinu erindi og óska eftir því að ráðuneytið taki afstöðu til framlagðs erindis.
Fylgiskjöl:

Bæjarráð Fjallabyggðar - 741. fundur - 05.05.2022

Bæjarstjóri lagði fram og fór yfir erindi, dags. 27. apríl 2022, sem hann ritaði Matvælaráðuneytinu í kjölfar umfjöllunar bæjarráðs um erindi útgerðaraðila smábáta dags. 5. apríl. Ekki hefur borist svar frá ráðuneytinu.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar yfirferðina og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram að fengnu svari ráðuneytis.