Bæjarráð Fjallabyggðar

738. fundur 22. apríl 2022 kl. 08:00 - 08:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
Starfsmenn
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Elías Pétursson bæjarstjóri

1.Þjónustusamningur Fjallasala ses. og Fjallabyggðar vegna náttúrugripasafns 2022

Málsnúmer 2204026Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að þjónustusamningi til eins árs við Fjallasali ses. um varðveislu, viðhald og aðgengi að náttúrugripasafni sveitarfélagsins í Pálshúsi. Í samningsdrögum kemur fram að sveitarfélagið greiði kr. 800.000 fyrir varðveislu, umhirðu og að safnið skuli vera aðgengilegt almenningi til skoðunar yfir sumartímann með auglýstum opnunartíma og að vetri eftir samkomulagi eftir því sem við verður komið. einnig kemur fram í samningsdrögum að íbúar með lögheimili í Fjallabyggð skuli fá gjaldfrjálsan aðgang að sýningarrými náttúrugripasafnsins svo fremi að ekki standi yfir aðrar sýningar í húsinu, þá er Pálshúsi heimilt að innheimta aðgangseyri af öllum gestum hússins.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir framlögð drög að þjónustusamningi og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

2.Launayfirlit tímabils - 2022

Málsnúmer 2202017Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir launakostnað og kostnað vegna langtímaveikinda vegna janúar til mars 2022.
Lagt fram til kynningar

3.Samningur um rekstur knattspyrnuvalla Fjallabyggðar 2022

Málsnúmer 2204035Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að þjónustusamningi til eins árs milli sveitarfélagsins og Knattspyrnufélags Fjallabyggðar (KF) um rekstur knattspyrnuvalla ásamt fylgiskjölum. Í samningsdrögum kemur fram að sveitarfélagið greiði KF kr. 6.600.000 fyrir skilgreinda umhirðu knattspyrnuvalla og knattspyrnuhúss. Einnig er tíundað í samningsdrögum hvaða búnað sveitarfélagið leggur til og hverjar skyldur þess eru varðandi íþróttasvæði og hús.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir framlögð drög að þjónustusamningi og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

4.Skálarhlíð - utanhúsviðhald

Málsnúmer 2203083Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar dags. 12. apríl 2022 er varðar mat á viðhaldsþörf utanhúss á Skálarhlíð og áætluðum kostnaði. Minnisblaðið er unnið að tillögu formanns bæjarráðs þar um á 736. fundi bæjarráðs. Í minnisblaðinu kemur fram að umtalsverð þörf sé á viðhaldi eignarinnar og að áætlaður kostnaður vegna þess sé tæpar 40 millj.kr.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar framlagt minnisblað og felur deildarstjóra tæknideildar að vinna útboðsgögn vegna verkefnisins og setja verkefnið á viðhaldsáætlun komandi árs.

5.Viðbygging við Grunnskólann í Ólafsfirði - frumkostnaðarmat.

Málsnúmer 2104020Vakta málsnúmer

Lögð fram frumdrög að hönnun og frumkostnaðaráætlun dags. 12. apríl 2022, vegna viðbyggingar við grunnskólann í Ólafsfirði. Drögin eru unnin í framhaldi af því að bæjarráð fól bæjarstjóra á 735. fundi ráðsins, að hafa forgöngu um nánari útfærslu og kostnaðarmat í tengslum við greiningu á möguleikum til að flytja 5. bekk grunnskólans yfir í starfsstöð skólans í Ólafsfirði. Fram kemur í frumkostnaðarmati að áætlaður byggingakostnaður viðbyggingar sé á bilinu 154 til 176 millj.kr.
Vísað til Bæjarstjórnar
Bæjarráð þakkar framlögð frumdrög að hönnun og kostnaðarmati vegna viðbyggingar og samþykkir að beina því til bæjarstjórnar að nú þegar verði hafist handa við að hanna viðbygginguna að fullu og bjóða verkið út m.v. að skólahald geti hafist í húsnæðinu haustið 2023.

6.Umferðaröryggi við leikskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2204056Vakta málsnúmer

Lagt er fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 19. apríl 2022, er varðar ósk um heimild til útboðs á verkefnum sem snúa að umferðaröryggi við leikskóla. Um er að ræða tvö aðskilin verkefni sem eru til þess ætluð að draga úr umferðarhraða og auka umferðaröryggi við leikskóla Fjallabyggðar.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir ósk um heimild til útboðs fyrrgreindra verkefna.

7.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2103065Vakta málsnúmer

Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók.

8.Stapi Lífeyrissjóður - Fundarboð fulltrúaráðs.

Málsnúmer 2204029Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð stjórnar Stapa lífeyrissjóðs vegna rafræns fulltrúaráðsfundar sjóðsins 4. maí 2022, í samræmi við grein 3.7 í samþykktum. Fulltrúaráð er skipað þeim sem tilnefndir voru á ársfundi sjóðsins þann 5. maí 2021.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir að fela Ármanni Viðari Sigurðssyni deildarstjóra tæknideildar að sækja fundinn f.h. sveitarfélagsins.

9.Erindi frá Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar.

Málsnúmer 2204013Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Knattspyrnufélags Fjallabyggðar (KF) dags. 28. mars 2022, er varðar ósk félagsins um þátttöku sveitarfélagsins í kostnaði sem til fellur vegna æfinga meistaraflokks utan sveitarfélagsins.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð þakkar erindið og felur bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að funda með forsvarsmönnum félagsins og vinna umsögn um málið í framhaldi og leggja fyrir bæjarráð.

10.Hestamannafélagið Glæsir, ósk um styrk v. sumarnámskeiðs.

Málsnúmer 2204036Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi hestamannafélagsins Glæsis dags. 7. apríl 2022, er varðar ósk félagsins um styrk í formi vinnuframlags tveggja unglinga úr vinnuskóla til að aðstoða á fyrirhuguðu hestanámskeiði sem halda á í júní. Um er að ræða tveggja vikna tímabil 3,5 klst. á dag eða samtals 70 klst. Einnig lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála vegna málsins.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar erindið og samþykkir að veita verkefninu styrk að fjárhæð kr. 240.000 í formi vinnuframlags unglinga í vinnuskóla, deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála falið að vinna málið áfram og ljúka á grunni samþykktar bæjarráðs og framlagðs vinnuskjals.

11.Erindi frá smábátaeigendum - afnám vinnsluskyldu.

Málsnúmer 2204030Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi 10 útgerðaraðila smábáta dags. 5. apríl 2022, er varðar ósk þeirra um stuðning sveitarfélagsins við ósk þeirra um afnám vinnsluskyldu vegna byggðakvóta á yfirstandandi ári. Fram kemur í erindinu að ástæður beiðni séu að nú séu einungis tvær vinnslur í sveitarfélaginu og að önnur þeirra treysti sér ekki til að greiða verðlagsverð en hin kjósi helst að vinna þorsk undir 2 kg. Bestu lausnina á þeim vanda sem bréfritarar segja uppi, telja þeir vera að vinnsluskylda verði afnumin og vísa þar til fordæma s.s. í Skagafirði og á Skagaströnd.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar erindið og samþykkir að fela bæjarstjóra að rita Matvælaráðuneytinu erindi og óska eftir því að ráðuneytið taki afstöðu til framlagðs erindis.
Fylgiskjöl:

12.Staðfesting á útsvarshlutfalli við álagningu 2022 vegna tekna á árinu 2021

Málsnúmer 2204038Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Steinunnar Jónsdóttur f.h. ríkisskattstjóra, dags. 07.04.2022 þar sem óskað er eftir staðfestingu á útsvarshlutfalli við álagningu 2022 vegna tekna á árinu 2021.
Samþykkt
Bæjarráð staðfestir að endanlegt útsvarshlutfall verði 14,48% líkt og samþykkt var í bæjarstjórn við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022 og felur bæjarstjóra að svara erindinu.

13.Umsagnarbeiðni gisting fl. II Soffias House

Málsnúmer 2204050Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 8. mars 2022 þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins vegna umsóknar Veraldrar bókaútgáfu vegna Norðurgötu 9, Siglufirði um rekstrarleyfi gistingar flokkur II-C.
Erindi samþykkt
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.

14.Trúnaðarmál - Erindi til bæjarráðs

Málsnúmer 2204048Vakta málsnúmer

Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók.

15.Fréttabréf Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2022

Málsnúmer 2202023Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 24. og 25. tölublað fréttabréfs SSNE

16.Nefndasvið Alþingis - Mál til umsagnar 2022

Málsnúmer 2201041Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi velferðarnefndar Alþingis dags. 11. apríl 2022 er varðar umsögn um frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (vinnutími starfsmanna sem veita notendastýrða persónulega aðstoð), 590. mál.

17.Skýrsla Flugklasans 2022

Málsnúmer 2204058Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla Flugklasans um Air 66N um starf klasans á tímabilinu 27 október 2021 til 8. apríl 2022

18.Fundargerðir Markaðsstofu Norðurlands 2022.

Málsnúmer 2204051Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands dags. 4. apríl 2022.

19.Síldarminjasafnið - Fundargerðir stjórnar 2022

Málsnúmer 2204052Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Síldarminjasafnsins dags. 4. apríl 2022

Fundi slitið - kl. 08:45.