Erindi frá Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar.

Málsnúmer 2204013

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 738. fundur - 22.04.2022

Lagt fram erindi Knattspyrnufélags Fjallabyggðar (KF) dags. 28. mars 2022, er varðar ósk félagsins um þátttöku sveitarfélagsins í kostnaði sem til fellur vegna æfinga meistaraflokks utan sveitarfélagsins.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð þakkar erindið og felur bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að funda með forsvarsmönnum félagsins og vinna umsögn um málið í framhaldi og leggja fyrir bæjarráð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 763. fundur - 18.10.2022

Á 738. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar, 22.4.2022 var lagt fyrir erindi Knattspyrnufélags Fjallabyggðar (KF) er varðar ósk félagsins um þátttöku sveitarfélagsins í kostnaði sem til fellur vegna æfinga meistaraflokks utan sveitarfélagsins. Erindinu var vísað til bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála til úrvinnslu.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fyrir vinnuskjölin og vísar beiðni KF til gerðar fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 770. fundur - 28.11.2022

Á 738. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar, 22.4.2022 var lagt fyrir erindi Knattspyrnufélags Fjallabyggðar (KF) er varðar ósk félagsins um þátttöku sveitarfélagsins í kostnaði sem til fellur vegna æfinga meistaraflokks utan sveitarfélagsins. Erindinu var vísað til bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála til úrvinnslu.
Samþykkt
Þar sem KF hefur ekki aðstöðu til að stunda æfingar innan sveitarfélagsins að vetri til er lagt til að styrka félagið um allt að kr. 1.700.000, gegn framvísun reikninga á útlögðum kostnaði vegna leigu á æfingaaðstöðu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 772. fundur - 13.12.2022

Lagður fram viðauki nr. 23 við fjárhagsáætlun 2022 vegna styrks til Knattspyrnufélags Fjallabyggðar sem samþykktur var á 770. fundi bæjarráðs. Styrkurinn gjaldfærist á mfl./deild 06810-9291 og verður mætt með lækkun á handbæru fé.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 23 við fjárhagsáætlun 2022 að fjárhæð kr. 1.700.000. Styrkurinn gjaldfærist á mfl./deild 06810-9291 og verður mætt með lækkun á handbæru fé. Bæjarráð ítrekar að styrkurinn verði greiddur gegn framvísun kvittana fyrir aðstöðuna.