Bæjarráð Fjallabyggðar

770. fundur 28. nóvember 2022 kl. 08:15 - 08:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Í upphafi fundar bar formaður bæjarráðs upp tillögu um dagskrárbreytingu. Lagt var til að taka fyrir mál 2204013 - Erindi frá Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar vegna aðstöðuleysis, og 2210020 - Grænir styrkir - umhverfisstyrkir Fjallabyggðar 2023.
Tillagan var samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.

1.Fjárhagsáætlun, gjaldskrá 2023 og kostnaðarskipting sveitarfélaga í rekstri TÁT 2023

Málsnúmer 2211119Vakta málsnúmer

Skólanefnd TÁT samþykkti á 33. fundir sínum 11.11.2022, fyrir sitt leyti, drög að fjárhagsáætlun Tónlistarskólans á Tröllaskaga og kostnaðarskiptingu launa milli sveitarfélaga. Skólanefnd TÁT samþykkti á 34. fundi sínum 25.11.2022 fyrir sitt leyti drög að gjaldskrá TÁT 2023.
Samþykkt
Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkir fyrir sitt leyti tillögu skólanefndar TÁT og vísar henni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

2.Erindi frá Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar vegna aðstöðuleysis.

Málsnúmer 2204013Vakta málsnúmer

Á 738. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar, 22.4.2022 var lagt fyrir erindi Knattspyrnufélags Fjallabyggðar (KF) er varðar ósk félagsins um þátttöku sveitarfélagsins í kostnaði sem til fellur vegna æfinga meistaraflokks utan sveitarfélagsins. Erindinu var vísað til bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála til úrvinnslu.
Samþykkt
Þar sem KF hefur ekki aðstöðu til að stunda æfingar innan sveitarfélagsins að vetri til er lagt til að styrka félagið um allt að kr. 1.700.000, gegn framvísun reikninga á útlögðum kostnaði vegna leigu á æfingaaðstöðu.

3.Grænir styrkir - umhverfisstyrkir Fjallabyggðar 2023

Málsnúmer 2210020Vakta málsnúmer

Á 762. fundi bæjarráðs var lögð fram tillaga að reglum vegna nýs styrkjaflokks, Grænn styrkur - umhverfisstyrkur Fjallabyggðar, sem ætlað er að styðja við aðila sem vinna að umhverfisverkefnum í sveitarfélaginu. Reglurnar voru samþykktar á 220. fundi bæjarstjórnar.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að úthluta kr. 2.750.000 til grænna styrkja á árinu 2023.

4.Umsókn um stöðuleyfi fyrir bráðabirgða golfskála

Málsnúmer 2211108Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Golfklúbbs Fjallabyggðar þar sem óskað er eftir stöðuleyfi fyrir bráðabirgða húsnæði undir golfskála. Húsnæðið er úr gámaeiningum sem staðsettar verða norðan við núverandi golfskála. Einingarnar eru sjö talsins og verður húsnæðið alls 252m2. Húsnæðið mun leysa af núverandi golfskála sem er í eigu Fjallabyggðar. Einnig er óskað eftir niðurfellingu á stöðuleyfigjaldinu í formi styrks til félagsins.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að veita Golfklúbbi Fjallabyggðar stöðuleyfi fyrir bráðabirgða golfskála. Bæjarráð samþykkir einnig að veita félaginu styrk að andvirði stöðuleyfisgjaldsins.

5.Umsagnarbeiðni - Kráarkvöld í Hornbrekku

Málsnúmer 2210053Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi eystra, dags. 24.11.2022 er varðar beiðni um umsögn vegna umsóknar Hornbrekku um tímabundið áfengisleyfi (tækifærisleyfi).
Samþykkt
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn vegna tækifærisleyfis til áfengisveitinga í Hornbrekku sbr. umsókn Hornbrekku til Sýslumannsins á Norðurlandi eystra.

6.C.1 Sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða.

Málsnúmer 2211126Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) þar sem vakin er athygli á því að Innviðaráðherra hyggst auglýsa eftir umsóknum í C.1 pottinn í byggðaáætlun. Það eru landshlutasamtök sveitarfélaga sem geta sótt fjármuni í þennan pott.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2022

Málsnúmer 2201001Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 117. fundar fræðslu- og frístundanefndar, 91. fundar markaðs- og menningarnefndar, 35. fundar stjórnar Hornbrekku, 141. fundar félagsmálanefndar og 291. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:45.