Umsókn um stöðuleyfi fyrir bráðabirgða golfskála

Málsnúmer 2211108

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 770. fundur - 28.11.2022

Lagt fram erindi Golfklúbbs Fjallabyggðar þar sem óskað er eftir stöðuleyfi fyrir bráðabirgða húsnæði undir golfskála. Húsnæðið er úr gámaeiningum sem staðsettar verða norðan við núverandi golfskála. Einingarnar eru sjö talsins og verður húsnæðið alls 252m2. Húsnæðið mun leysa af núverandi golfskála sem er í eigu Fjallabyggðar. Einnig er óskað eftir niðurfellingu á stöðuleyfigjaldinu í formi styrks til félagsins.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að veita Golfklúbbi Fjallabyggðar stöðuleyfi fyrir bráðabirgða golfskála. Bæjarráð samþykkir einnig að veita félaginu styrk að andvirði stöðuleyfisgjaldsins.