Þjónustuhús á tjaldsvæði við Stóra Bola Siglufirði.

Málsnúmer 2205018

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 741. fundur - 05.05.2022

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 29. apríl 2021 er varðar tjaldstæðahús tjaldsvæðis við Stóra Bola á Siglufirði. Fram kemur í minnisblaðinu að þar sem tjaldsvæðahús hafi eyðilagst í snjóflóði í vetur þá þurfi að koma fyrir nýju þjónustuhúsi á tjaldsvæðinu. Lagt er til að fyrrum aðstöðuhús tjaldsvæðisins í Ólafsfirði verði endurbætt og það nýtt á tjaldsvæðinu við Stóra Bola. Áætlaður kostnaður er um ein milljón króna og er óskað eftir fjárheimild vegna verkefnisins.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu deildarstjóra tæknideildar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að vinna viðauka að fjárhæð 1 millj.kr. sem fjármagnaður verði af handbæru fé og leggja fyrir bæjarstjórn.