Fréttir

Ályktun bæjarstjórnar vegna fjárhagsvanda Landhelgisgæslu Íslands

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti á 226. fundi sínum í gær 8. febrúar 2023 eftirfarandi ályktun vegna fjárhagsvanda Landhelgisgæslu Íslands
Lesa meira

Fjarðargangan 2023

Fjarðargangan fer fram á Ólafsfirði 10. og 11. febrúar 2023. Eins og undanfarin ár er boðið upp á frábæra upplifun í Fjarðargöngunni. Brautarstæðið er einstakt og liggur meðal annars eftir götum Ólafsfjarðarbæjar. Stemmningin er frábær og allir mættir til að skora á sjálfan sig, taka þátt og hafa gaman. Vissulega er keppni líka, frábær verðlaun, happdrætti, kjötsúpa, grænmetissúpa, úrdráttarverðlaun og ég veit ekki hvað og hvað.
Lesa meira

Úthlutunarhátíð 2023 - Útnefning Bæjarlistamanns Fjallabyggðar og afhending styrkja

Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2023, Brynja Baldursdóttir, verður útnefnd við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 16. febrúar nk. í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði og hefst athöfnin kl. 18:00. Við sama tilefni verða afhentir styrkir Fjallabyggðar til menningarmála, hátíðarhalda, styrkir til reksturs safna og setra og grænna verkefna. Einnig verða í fyrsta sinn afhent Umhverfisverðlaun Fjallabyggðar. Allir hjartanlega velkomnir Markaðs- og menningarnefnd.
Lesa meira

Íbúafundir í Fjallabyggð vegna komu fjórðu tunnunnar

Fjórða tunnan er á leiðinni ! Af því tilefni verða haldnir íbúafundir í Fjallabyggð fimmtudaginn 9. febrúar nk.
Lesa meira

226. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

226. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði, 8. febrúar 2023 kl. 17.00
Lesa meira

Betur fór en á horfðist

Í dag fór rúta út af veginum við Brimnes í Ólafsfirði með um 25 erlenda ferðamenn sem voru á leið á Síldarminjasafnið. Ekki er talið að um alvarleg meiðsl sé að ræða á fólki. Opnuð var fjöldahjálparstöð í Menntaskólanum á Töllaskaga. Viðbragðsaðilar brugðust fljótt og vel við og eru að ljúka störfum á vettvangi.
Lesa meira

Foreldrafélag Leikskála færir leikskólanum veglega gjöf

Foreldrafélag Leikskála afhenti leikskólanum veglega gjöf að andvirði 210.000 kr.
Lesa meira

Eingöngu tekið á móti reikningum með rafrænum hætti frá 1. mars 2023

Frá og með 1. mars 2023 verður eingöngu tekið á móti reikningum með rafrænum hætti hjá sveitarfélaginu og stofnunum þess. Reikningar skulu vera á svokölluðu XML formi og miðlað í gegnum skeytamiðlara. Ekki er tekið við PDF reikningum í gegnum tölvupóst.
Lesa meira

Álagningu fasteignagjalda 2023 er lokið

Allir greiðendur fasteignagjalda til sveitarfélagsins, einstaklingar og lögaðilar, geta nú nálgast álagningarseðla í Íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins. Einnig er hægt að sækja álagningarseðla á vefsíðu island.is undir flipanum "Mínar síður".
Lesa meira

Breyting á skólaakstri 3. febrúar nk.

Akstur skólarútu verður með breyttu sniði föstudaginn 3. febrúar nk. þar sem enginn kennsla verður í Grunnskóla Fjallabyggðar.
Lesa meira