Fréttir

Landátakinu "Syndum" er lokið

Landsátakinu Syndum er lokið. Þátttakendur í átakinu sem skráð sig inn á síðuna syndum.is syntu samanlagt 11.202,04 km Syndum var heilsu- og hvatningarátak sem höfðaði til allra landsmanna. Sund er fyrir alla óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sund er heilsubætandi og góð leið til að styrkja hjarta- og æðakerfið, lungu og vöðva líkamans
Lesa meira

10 ára menningarstarfi í Alþýðuhúsinu fagnað

Laugardaginn 3. desember sl. var opið hús í Alþýðuhúsinu á Siglufirði í tilefni af 10 ára menningarstarfi í Alþýðuhúsinu
Lesa meira

Heimsókn til Sjálfsbjargar á Siglufirði

Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri kíkti í heimsókn í vinnustofuna hjá Sjálfsbjörgu á Siglufirði í gær. Þar sveif jólaandinn yfir vötnum. Allir glaðir í bragði, á fullu við að framleiða fallega hluti og flíkur.
Lesa meira

Rótarýklúbbur Ólafsfjarðar færir Neon gjöf

Félagsmiðstöðin Neon var með opið hús fyrir íbúa Fjallabyggðar í gær miðvikudaginn 30. nóvember þar sem gestum gafst tækifæri á að skoða hið nýja og stórglæsilega húsnæði.
Lesa meira

Jólatónleikar Tónlistarskólans á Tröllaskaga

Jólatónleikar Tónlistarskólans á Tröllaskaga verða haldnir á eftirfarandi dögum. Allir velkomnir!
Lesa meira

Alþýðuhúsið á Siglufirði - opið hús

Laugardaginn 3. desember frá kl. 14:00 - 18:00 verður opið hús í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Í ár hefur Aðalheiður verið að fagna 10 ára menningarstarfi í Alþýðuhúsinu í hennar eigu og gaf út bók af því tilefni. Einnig hlaut hún Bæjarlistamannstitilinn í Fjallabyggð fyrir árið 2022 sem senn er að ljúka.
Lesa meira

Tendruð voru ljós á jólatrjám í Fjallabyggð um nýliðna helgi

Tendruð voru ljós á jólatrjám í Fjallabyggð um nýliðna helgi. Dagskráin var á ljúfu nótunum í báðum byggðakjörnum.
Lesa meira

222. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

222. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði 30. nóvember 2022 kl. 17.00
Lesa meira

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar heimsækir listamenn og söfn

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar heimsækir listamenn og söfn Þeir Þorsteinn Ásgeirsson og Björn Þór Ólafsson forsvarsmenn Pálshúss og upphafsmenn uppbyggingu safnsins tóku vel á móti hópnum og kynntu þeir starfsemina allt frá því fyrsta ákvörðun um uppbyggingu hússins hófst og til dagsins í dag ásamt því að fara yfir framtíðaráform um rekstur hússins. Markaðs- og menningarnefnd þakkar þeim Steina og Birni fyrir móttökurnar. Á síðasta fundi heimsótti nefndin Ljóðasetur Íslands þar sem Þórarinn Hannesson tók á móti nefndinni og fræddi um setrið og starfsemina. Markaðs- og menningarnefnd hefur í hyggju að heimsækja söfn og listamenn með reglulegum hætti á kjörtímabilinu.
Lesa meira

Leikskálar fá hjartastuðtæki að gjöf frá Slysavarnadeildinni Vörn á Siglufirði

Slysavarnadeildin Vörn á Siglufirði færði Leikskálum á Siglufirði hjartastuðtæki að gjöf. Það voru starfsmenn og stjórnendur skólans sem tóku á móti þessari rausnarlegu gjöf.
Lesa meira